blaðið

Ulloq

blaðið - 12.08.2006, Qupperneq 2

blaðið - 12.08.2006, Qupperneq 2
2IFRÉTTIR -i LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 blaftift Strokufangi gengur laus: Enn ófundinn Hilmar Ragnarson, strokufangi frá Litla-Hrauni, var enn ófund- inn þegar Blaðið fór í prentun í gær. Lögreglan í Reykjavík hefur nú lýst formlega eftir Hilmari, en eins og fram kom í Blaðinu í gær náði hann að strjúka þegar hann var í læknisheimsókn í Lágmúla í Reykjavík. Talið er að hann hafi komist út um glugga á húsinu. Hilmar, sem er 43 ára að aldri, er dökkhærður og grannvaxinn. Hann var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó þegar síðast sást til hans. Hann er ekki hættulegur og því auglýsti lögreglan ekki eftir honum fyrr en í gær. Hann hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Hilmar var ekki sá eini sem strauk úr fangelsi á þriðjudag, því annar sem vistaður er í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg strauk þegar hann var færður til tannlæknis. Hilmar Ragnarsson Hann varklædd- ur í dökka úlpu, dökkar buxur og Ijósa skó þegar síðast sást til hans. Sá náðist um kvöldið á Akranesi. Mál fanganna tveggja eru alls óskyld.Lögregluembætti landins hafa leitað að Hilmari síðan hann slapp. Lögreglan biður alla þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir Hilmars að hafa samband við lög- regluna i Reykjavík. Óslitinni orrustuútgerð lokið Halda heim til St. Louis i Missouri Varnarliðið: NÝB VALItOSTUR A transport i toll- og flutningsmiðlun ehf fjj ' > Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is Þoturnar farnar fyrir fullt og allt Tvær björgunarþyrlur eftir ■ Síðustu þoturnar aftur til Missouri ■ Fyrsta skipti frá 1940 sem engar loftvarnir eru á íslandi Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Síðustu orrustuþotur Bandaríkja- hers flugu af landi brott stuttu fyrir hádegi í gær. Orrustuþotur Banda- ríkjahers hafa annast loftvarnir hér á landi í rúma hálfa öld. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi varnarliðsins, segir að síðustu orrustuþoturnar hafi haldið til síns heima, til St. Louis í Missouri. „Þetta markar endi á óslitinni orr- ustuútgerð bandaríska flughersins hér á landi síðan 1953.“ Að sögn Friðþórs hafa orrustuþot- urnar, sem hafa verið hér síðasta áratuginn, verið skaffaðar til sex til tólf vikna dvalar í senn af orrustu- sveitum bandaríska flughersins. Venjan hefur verið að vera með fjórar til sex orrustuþotur, en þegar flug- sveitin frá Missouri kom fyrir um mánuði síðan voru einungis þrjár orrustuþotur í för. „Nú eru engar Óslitin orrustuútgerð lokið Síðustu þrjár orristuþoturnar sem stóðu vaktina á Keflavíkurflugvelli voru frá Þjóövarðliöinu i Missouri. Þær héldu heim á leið stuttu fyrir hádegi i gær. eftir, aðeins tvær björgunarþyrlur sem verða hér fram í september." Samkvæmt heimildum Blaðsins stóð til að þoturnar færu að morgni fimmtudags en því var frestað um sólarhring. Talið er að ein af ástæðunum séu atburðirnir í Lund- únum í fyrradag, þar sem 24 voru handteknir, grunaðir um að hafa að ætla að fremja hryðjuverk í tíu farþegavélum á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu ríkisijjórn íslands í mars síðast- liðniúii að stórlega yrði dregið úr starfsémi Bandaríkjahers á Keflavík. Nicholas Burns, aðstoðarutanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Geir H. Haarde, þáverandi utanríkis- ráðherra, ákvörðunina í símtali þar sem fram kom að orrustuþoturnar og björgunarþyrlur varnarliðsins yrðu fluttar brott í síðasta lagi fyrir lok september. Hvorki náðist í Geir H. Haarde, forsætisráðherra, né Valgerði Sverr- isdóttur utanríkisráðherra. Ragn- heiður Elín Árnadóttir, aðstoðar- maður Geirs, vildi ekki tjá sig. Hún á sæti í sendinefnd Islands í viðræðunum landsins. varmr & Helðsklrt { Léttskýjað. iiuíyjlf* Algarve 28 Amsterdam 18 Barcelona 26 Berlín 17 Chicago 19 Dublin 16 Frankfurt 17 Glasgow 17 Hamborg 18 Helsinki 26 Kaupmannahöfn 16 London 19 Madrid 31 Mallorka 28 Montreal 13 New York 19 Orlando 26 Osló 20 Paris 17 Stokkhólmur 22 Vín 17 Þórshöfn 12 Alskýjaö Rignlng, lltllsháttar^C Rlgnlng Súld ■ - - SnJókoma<&C ■ Slydda .rí..SnJMI ÍSh.s Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.