blaðið - 12.08.2006, Qupperneq 6
6IFRÉTTIR
LAUGARDAGUR 12.ÁGÚST2006 blaAÍ6
Útblástur gróðurhúsalofttegunda á íslandi:
Verða að draga úr mengun
■ Árni Finnsson segir álfyrirtæki verða að fara að notast við óvirk rafskaut
■ Heildarlosun Alcan á íslandi helmingi minni nú en fyrir átta árum
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Stóriðja veldur mestum útblæstri
gróðurhúsalofttegunda á íslandi
samkvæmt tölum frá Orkusetri.
Eftir gangsetningu álversins í Reyð-
arfirði og hugsanlega stækkun ann-
arra álvera er áætlað að stóriðjan
valdi útblæstri um 2.300 þúsund
tonnum af gróðurhúsaloftteg-
undum á ári hverju.
„Þegar til lengri tíma er litið hljóta
og verða álfyrirtæki að finna leiðir
til að draga enn frekar úr losun
sinni á gróðurhúsalofttegundum,“
segirÁrni Finnsson, formaðurNátt-
úruverndarsamtaka íslands. „Það
er spurning hvort að það taki fimm
eða tíu ár, en þau verða að gera það.
Tryggja verður að álfyrirtækin
geri fullnægjandi ráðstafanir til að
halda útstreymi flúorefna frá fram-
leiðslunni í algeru lágmarki, en þau
eru miög öflug gróðurhúsaloftteg-
und. Alverinu í Straumsvík hefur
tekist að minnka útblásturinn tölu-
vert, en alltaf má gera betur.“
Árni segir að stjórnvöld geti ekki
leyft mikið fleiri álver en komið er
vegna Kyoto-bókunarinnar. „Það
er í mesta lagi eitt lítið í viðbót,
en síðan er það stopp. Næsta skref
fyrir álfyrirtæki hlýtur að vera að
fara að notast við óvirk rafskaut,
en með kolarafskautin verður ekki
komist hjá því að ákveðið magn
af koltvísýringi og öðrum gróð-
urhúsalofttegundum myndist í
brunanum."
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, segir losun Álcan í
Straumsvík hafa verið um 300 þús-
und tonn á síðasta ári. „Það er um
þriðjungur af útblæstri bílaflotans
og fjórðungur minna en hjá land-
búnaðinum. Heildarlosunin hefur
dregist saman hjá okkur á undan-
förnum árum en ekki aukist, þrátt
fyrir aukna framleiðslu og raunar
hefur stórkostleg minnkun orðið
á losun gróðurhúsalofttegunda á
hvert framleitt tonn. Losunin er
því helmingi minni en hún var árið
1988 þótt framleiðslan hafi meira
en tvöfaldast síðan þá.“
Að sögn Hrannars er Alcan
stolt af þeim árangri sem náðst
hefur og að starfsemi fyrirtækis-
ins skipti miklu máli fyrir þjóð-
félagið. „Raunar erum við fyrir-
mynd margra annarra álvera í
heiminum í því hvernig draga
megi úr losun þessara lofttegunda
í andrúmsloftið."
Ingimundur Birnir, forstjóri Is-
lenska járnblendifélagsins, segir
að hugsa verði um útblástur gróð-
urhúsalofttegunda í alþjóðlegu
samhengi. „Landamæri hafa lítið
að segja þegar kemur að útblæstri
Íiessara lofttegunda. Stóriðja á
slandi er mun skilvirkari og við
skilum mun minna af koltvísýr-
ingi út í andrúmsloftið á hverja
framleidda einingu borið saman
við annars staðar í heiminum,"
segir Ingimundur og bætir við að
útblástur gróðurhúsalofttegunda
sé óhjákvæmilegur fylgifiskur
þessa iðnaðar.
Að sögn Ingimundar er stöðugt
verið að vinna að því að bæta tækn-
ina. „Betri tækni þýðir minni út-
blástur, auk þess að hagkvæmnin
eykst. Forsendaþess að járnblendi
er framleitt á Islandi er að við
verðum að vera miklu skilvirkari,
með hærra tæknistig og þróaðri
framleiðslu en til dæmis verk-
smiðja í Kína eða Rússlandi."
Ef stóriðjuframleiðslan fengi
orku úr kolaorkuverum er talið
að útblásturinn myndi aukast
um fimmtán milljón tonn og má
segja að það sé hinn alþjóðlegi um-
hverfisgróði við að keyra stóriðju
á endurnýjanlegum orkugjöfum.
Samkvæmt upplýsingum frá Orku-
setri yrði útblásturinn frá Fjarða-
áli 4,5 milljón tonn á ári fengi það
orku frá kolaorkuveri, en til sam-
anburðar var heildarlosun gróð-
urhúsalofttegunda þrjár milljónir
tonna á íslandi árið 2003.
Tyax Comp B6'
Alvöru fjallahjól á
frábæru verði!
30% afsláttur
Mannbjörg Björgunarmenn bjarga manm ur husi sem hrundi í Wenzhou.
fimmta tug létust þará meöal átta börn.
Veðurofsi í Kína:
Mannskæður
hvirfilbylur
Fleiri en hundrað hafa farist í grlð-
arlega miklum hvirfilbyli sem gekk
yfir strönd Kína í gær og á fimmtu-
dag. Á annað hundrað er saknað.
Stormurinn er sá mesti sem veð-
urfræðingar hafa mælt í fimmtíu
ár. Vindhraði var 216 kílómetrar á
klukkustund þegar hvirfilbylurinn
tók land á fimmtudag og á sumum
stöðum féllu um 50 sentímetrar af
regni á fimmtán klukkustundum.
Hátt í tvær milljónir manna þurftu
að yfirgefa heimili sín vegna
veðursins.
Á fimmta tug manna létust þegar
hús hrundi í vindhviðu í borginni
Wenzhou sem er staðsett í austur-
hluta Kína, rétt þar sem hvirfilbylur-
inn tók land. Stjórnvöld segja að tæp
sextíu þúsund hús hafi eyðilagst í
veðurhaminum. Veður tók að lægja
í gær en óttast er að fleiri hvirfilbylir
taki land á næstunni.
Níu hvirfilbyljir hafa gengið yfir
Kína á þessu ári. Um sjö hundruð og
fimmtíu manns hafa látist í storm-
unum þrem og hátt í þrjú hundruð
eru taldir afvegna aurskriða og flóða
sem þeir hafa valdið. Samkvæmt
hjálparstofnunum hafa tæplega tvö
þúsund manns týnt lífi vegna veðu-
rofsa í Kína á þessu ári.