blaðið

Ulloq

blaðið - 12.08.2006, Qupperneq 8

blaðið - 12.08.2006, Qupperneq 8
blaði Útgáfufélag: Ar og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Fjölskylduhátíð Ein stærsta fjölskylduhátíð landsins er haldin í dag, Gay Pride. Það hversu margir hafa lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur síðustu ár til að fylgjast með og taka þátt 1 göngunni sýnir hversu mikið hefur áunnist í réttindabaráttu samkynhneigðra á skömmum tíma. Almenningsálitið hefur gjörbreyst á tiltölulega skömmum tíma. Það sem eitt sinn var almennt fyrirlitið er nú fagnað. Tugþúsundir hafa sýnt samstöðu sína með réttindabaráttu samkynhneigðra á Gay Pride undan- farin ár. Það hefði mönnum þótt óhugsandi þegar hommar svöruðu fyrir sig í rassíunni á Stonewall Inn 1969. Sennilega hefðu fáir trúað þessu þegar fyrsta Gay Pride gangan var farin hér árið 1993. Staðreyndin er sú að Hin- segin dagar og Gay Pride-gangan er stór þáttur í íslensku þjóðlífi, íslensku menningarlífi, enda ekki aðeins baráttugjinga heldur kannski fyrst og fremst sigurhátíð og menningarhátíð líkt og framkvæmdastjóri Hinsegin daga, Heimir Már Pétursson, sagði hér í Blaðinu síðasta fimmtudag. Það er ekki aðeins almenningur sem hefur opnað augun. Stutt er síðan þingheimur breytti löggjöf og bætti réttarstöðu samkynhneigðra. Hafandi sagt þetta er þó ljóst að enn er margt ógert. Samkynhneigðir hafa ekki sama rétt og gagnkynhneigðir. Þeim er enn mismunað á grund- velli kynferðis síns. Eitt besta dæmi þess er að þingmenn komu sér ekki saman um að gefa samkynhneigð pör saman þegar samkynhneigðir fengu réttarbætur á síðasta þingi. Forsvarsmenn nokkurra trúfélaga óskuðu eftir lagaheimild til að gefa saman samkynhneigð pör og fjöldi þingmanna var reiðubúinn að samþykkja það. Sú réttarbót strandaði hins vegar á að and- stöðu eins trúfélags og því að stjórnvöld neituðu að ganga lengra en Þjóð- kirkjan var reiðubúin að ganga á þeim tíma. Þessi hægi gangur mála hjá Þjóðkirkjunni er þó hátíð samanborið við orð sumra frammámanna í öðrum trúfélögum, þeim sem mætti kenna við bókstafstrú eða þar sem kalla mætti fylgismennina heittrúarmenn. Dæmi um þetta eru orð Snorra Óskarssonar, Hvítasunnumanns á Akureyri, sem varaði við smithættu þegar Blaðið leitaði álits hans á því að boðið verður upp á námskeið um samkynhneigð og samkynhneigðar fjölskyldur. Af- staða hans og fleiri sýnir að enn eru margir haldnir fordómum í garð samkynhneigðra. Það eru líka ekki nema sex ár síðan þingmaður barðist gegn auknum réttindum samkynhneigðra á þingi og tók sér í munn orðin kynvilla og kynvillingar. Sá þingmaður á reyndar ekki sæti á þingi lengur þó fréttir berist af því að sveitungar hans í Vestmannaeyjum safni nú und- irskriftum til að hvetja hann til að fara aftur í framboð. Brynjólfur Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreífing: íslandspóstur andi tímarit á næsta blaðsölustað Áskriftarsími 8 I ALIT LAUGARDAGUR 12.ÁGÚST2006 blaöiö ÞETTÍ V&Ö EkXi SVOHfí SMIT EF FEiR. HFFFU WRR *EíW UM LeYFí . J 4- k LUNDILlTt-l K 2ao5 OREPiNN Af SAMÚEU aWiERLifífiSSYNÍ o&mARÍ K6WFÍNMSJVNÍ 21 .«.'06 Hrokinn í stjórnmálunum Stundum hvarflar að mér að ís- lenskir stjórnmálamenn hafi lítinn áhuga á fólki. Vissulega er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórn- málamanna að þeir séu félagslyndir og glaðlegir öllum stundum, eins og Ossur Skarphéðinsson. En þeir mættu samt líta út eins og þeir hafi ánægju af að hitta fólk einstaka sinnum. Á því er nefnilega nokkur skortur. Þetta er sérlega áberandi þegar formenn ríkisstjórnarflokk- anna og ráðherrar eiga í hlut. Það er eins og þeir séu svo uppteknir af eigin mikilvægi að þeir megi ekkert vera að því að sinna þjóðinni. Sem er ansi furðulegt því ég held að þjóðin ætlist til þess að stjórmálamenn hafi áhuga á henni. Er Geir Haarde að gleymast? Kannski finnst þessum hópi stjórnmálamanna að þeir eigi að sveipa um sig ákveðnum virðing- arhjúp. Þeir megi ekki hleypa fólki of nálægt sér og ekki vera of alþýð- legir því þeir verði að gæta að virð- ingu embættisins. Ég fæ stundum á tilfinninguna að einmitt á þennan hátt hugsi Geir H. Haarde. Hann er forsætisráðherra landsins en vill ekki vera of sýnilegur. Afleiðingin er sú að í þau fáu skipti sem hann mætir í sjónvarpsviðtöl þarf maður að minna sjálfan sig á að hann er forsætisráðherra. Maður verður jafnvel hissa þegar sú staðreynd rennur upp fyrir manni og hugsar: „Já, hvernig gerðist það nú aftur?“ Þá man maður að Halldór Ásgrímsson hrökklaðist úr stjórnmálum vegna óvinsælda, sem fólust ekki síst í því að honum virtist vera farið að standa á sama um þjóð sína. Ég er Klippt & skorið Klippari les sér til gleöi ( Viðskipta- blaðinu í gær að Ólafur Teitur Guðnason er snúinn aftur til vinnu úr sumarleyfi og hefur tekið upp þráðinn við fjölmiðlarýni sína, sem vitaskuld er skyldu- lesning fyrir alla fjölmiðlamenn og áhugamenn um fjölmiðla. ( pistli sínum víkur Ólafur Teitur meðal annars að fréttaflutningi af launaþróun og of- urlaunum stöku viðskiptamógúla ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar. Telur hann Morgunblaðið hafa farið út yfir öll mörk í fréttaflutningi sínum, sem hafi fyrst og fremst endurspeglað skoðanir blaös- ins fremur en viðmælenda eða staðreyndir. r Olafur Teitur drepur einnig lítillega á fréttir af lasleika Kastrós, einræð- isherra á Kúbu, sem enginn virðist vita hvort sé lífs eða liðinn. Helga Arnar- dóttir sagði mm fréttir af þeim í Sjónvarpinu í lið- inni viku og sagði þarm.a.:„Margir íbúar Kúbu óttast að stjórn- § kerfið f landinu kunni að breyt- ast falli Kastró Viðhorf Kolbrún Bergþórsdóttir alls ekki að halda því fram að það sama muni henda Geir Haarde en ég held samt að hann ætti að gæta sín á því að feta ekki í fótspor Halldórs. Það er svo auðvelt fyrir fólk sem fær völd að gerast hrokfullt og hætta að gefa af sér. Jón Sigurðsson, sem sennilega mun verða næsti formaður Fram- sóknarflokksins vegna þess að Halldór Ásgrímsson ákvað það, má sömuleiðis breyta framkomu sinni. Honum virðast leiðast fjölmiðiar. Alla vega virðist hann eiga erfitt með að hemja ólund sína þegar stjórnmálamenn spyrja spurninga sem honum líkar ekki. Maður sem þjóðin þekkir ekki og ætlar sér stóra hiuti í pólitík má ekki haga sér á þann veg. Aberandi ólund Ég botna satt að segja ekkert i því af hverju ráðamönnum þjóðarinnar finnst fint að haga sér eins og þeir séu yfir þjóð sína hafnir. Það er farið að gæta ólundar í fari þeirra of margra. Sem ég skil ekki þvi ég sé ekki betur en að þessir menn ráði því Sem þeir vilja ráða. Þess vegna ættuj þeir að vera syngjandi sælir einsiög sjö vetra börn. En þeir eru það ékki. Sennilega er kominn tími til að þeir mæti mótlæti og þroskist. Stundum hafa menn gott af þvi að vera sviptir titlum. Þá verða þeir aftur jarðbundnir og venjulegir. Forsvarsmenn stjórnarandstöð- unnar haga sér skárr en ráðamenn þjóðarinanr, sennilega ekki af því að þeir eru betur innréttaðir heldur vegna þess að þeir eru ekki í aðstöðu til að geta sýnt hroka. Þeir eru valda- lausir ogvita afþví. Stjórnmálamenn verða að breyta hugarfari sínu. Það er ekki nóg að mæta kortéri fyrir kosningar og syngja í sjónvarpsal eða matreiða lambaskanka í beinni útsendingu. Stjórnmálamenn eiga að stimpla það inn í heilabú sitt að þeir eru í vinnu hjá þjóðinni og haga sér sam- kvæmt því. Höfundur er blaðamaður frá." Já, þeir sjá sjálfsagt fram á hrun í fangabúðageiranum. JMttrgtuiMaÖtfr Morgunblaðið greinir frá því að íslenskir atvinnurekendur megi nelta reykingamönnum um starf á þeirri forsendu einni, en Evrópuþingið mun hafa komist að þeirri niðurstöðu að slfk atvinnukúgun sé í fullkomnu samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins. Sömu reglugerðir banna hins vegar atvinnurek- endum að hafna holdsveikum um vinnu, svo eitt dæmisétekið. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.