blaðið - 12.08.2006, Side 14
14 I FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 12.ÁGÚST2006 blaöiö
gr Stríðiö gegn hryðjuverkum:
Afangasigur í stríði
gegn viðvarandi ógn
■ Hryðjuverkaáætlunin var í anda Al Qaeda ■ Komið var í veg fyrir sambærilega árás árið 1995
Fréttir af því að bresk yfirvöld hafi
komið í veg fyrir stórfellda hryðju-
verkaárás sem átti að gera um borð í
tíu bandarískum farþegaflugvélum
á leið frá Bretlandi vestur um haf
vekur upp ýmsar spurningar um hið
svokallaða „hnattræna stríð gegn
hryðjuverkum". Það stríð hefur fyrst
og fremst verið háð á tvennan hátt. I
fyrsta lagi með hernaðaraðgerðum í
Afganistan og í írak og í annan stað
með þrýstingi á ríkisstjórnir víðs-
vegar um heim til þess að grípa til að-
gerða gegn öfgamönnum innan sinna
landamæra í samstarfi við Vesturlönd.
Öm Amarson
skrífar um baráttu
Vesturlanda gegn
hryðjuverkum
Fréttaskýring orn@)bladid.net
Þrátt fyrir að efast megi um að kald-
rifjaðir öfgamenn þurfi yfirhöfuð að
vísa í umdeildar aðgerðir á alþjóða-
vettvangi til þess að réttlæta morð sín
á óbreyttum borgurum fyrir sjálfum
sér og öðrum blasir við að málin hafa
þróast þannig. Hins vegar hggur það
fyrir að siðari þátturinn hefur skilað
töluverðum árangri. Handtökurnar í
Bretlandi eru gott dæmi um það. En
velta má fyrir sér hversu langvarandi
árangurinn er.
Rannsókn í kjölfar ábendingar
Bresk yfirvöld hafa opinberað nöfn
nítján af þeim sem handteknir voru
í tengslum árásina. Af nöfnunum að
dæma eiga mennirnir rætur að rekja
til Pakistans.
Yfirvöld hafa fylgst náið með mönn-
unum í rúmt ár og vissu afyfirvofandi
árás. Þegar þau töldu sig hafa ráðið
dulkóðað skilaboð til mannana, sem
var sent frá Pakistan, um að þeir ættu
að ráðast til atlögu greip lögreglan til
sinna ráða. Bandaríska blaðið Wash-
ington Post greinir frá því að yfirvöld
hafi tekið að fylgjast með mönnunum
eftir að þau fengu ábendingu frá
áhyggjufullum múslima í landinu
í ícjölfar hryðjuverkaárásarinnar á
samgöngukerfi London í júli í fyrra.
Hann hafði tekið eftir einkennilegri
hegðun ákveðinna manna í sínu nán-
asta umhverfi. Ábendingin leiddi til
rannsóknar. I kjölfar hennar komust
yfirvöld á snoðir um hina stórtæku
hryðjuverkaárás. Rannsóknin teygði
anga sína
til þriggja
heimsálfna
og Bretar,
Bandaríkja-
menn og Pak-
istanarhöfðu
með sér náið
samráð. Hún
leiddi meðal
annars í ljós
að mennirnir
höfðu tengsl
við Islamista
í Pakistan og
samkvæmt heimildum bandarísku
sjónvarpstöðvarinnar NBC hafði að
minnsta kosti einn þeirra sótt þjálf-
unarbúðir fyrir hryðjuverkamenn
í Pakistan. Fram hefur komið að
þáttur stjórnvalda í Pakistan við rann-
sókn málsins hafi skipt sköpum. Þrátt
fyrir að bresk yfirvöld segi að rann-
sóknin hafi byrjað eftir ábendinguna
í júlí liggur ljóst fyrir að upplýsingar
frá Pakistan hafi afhjúpað hversu
meiriháttar hryðjuverkaárás var í
undirbúningi.
Griðarstaður Islamista
Lögleysa ríkir á landamærum Pak-
istan og Afganistan og þar er griðar-
staður Islamista og annarra hryðju-
verkumanna. Talið er að Osama bin
Laden leiðtogi A1 Qaeda og fylgis-
menn hans leynist á svæðinu. Stjórn-
völd hafa undanfarin
ár gripið til aðgerða
gegn vígamönnum á
svæðinu og lagt sitt af
mörkum í baráttunni
gegn A1 Qaeda. Að
sama skapi hafa þau
ekki gert mikið til
þess að uppræta starf-
semi annarra hryðju-
verkahópa sem hafa
hingað til barist gegn
yfirráðum Indverja
yfir hluta Kasmlrs-hér-
aðs. Ýmislegt bendir til
þess að þessir hópar séu reiðubúnir til
þess að taka við útlendingum, þjálfa
þá í hryðjuverkum og koma þeim í
samband við það sem eftir er af stoð-
kerfi A1 Qaeda á svæðinu. í því sam-
hengi má benda á að Mohamed Sidi-
que Kahn, einn þeirra sem stóð að
baki sjálfsmorðsárásunum í London
í fyrra, ferðaðist oft til Pakistan og
talið er að hann hafi hlotið þjálfun hjá
hryðjuverkasamtökunum Lashkar-
e-Taiba (LET), sem berjast gegn Ind-
verjum, en ekki A1 Qaeda.
Því hefur verið haldið fram að aðrir
hryðjuverkahópar hafi að mörgu leyti
tekið að sér hlutverk hryðjuverkasam-
taka bin Ladens og að hann gegni í
auknu mæli táknrænu hlutverki í
augum Islamista sem berjast gegn
Vesturlöndum með hryðjuverkum.
Mikilvægur en veikur hlekkur
Aðgerðir stjórnvalda í Pakistan
skipta sköpum fyrir hina hnattrænu
baráttu gegn hryðjuverkum eins og at-
burðir síðustu daga sýna. Hins vegar
er Pakistan einnig veikur hlekkur i
þeirri baráttu. Sökum veikra stoða
stjórnvalda og vinsældir ýmissa rót-
tækra Islamista í landinu geta þau
beitt sér að takmörkuðu leyti gegn
ýmsum hryðjuverkahópum sem hafa
fýllt upp í skarð A1 Qaeda. Sá pólit-
íski veruleiki sem Pervez Musharraf,
forseti landsins, býr við hefur gert
það að verkum að hann hefur þurft
að sýna linkind við hreyfingar Islam-
ista í landinu. Vesturlönd hafa sýnt
stöðu forsetans einhvern skilning
enda óttast þau fátt meira að honum
verði steypt af stóli og róttækir Islam-
istar nái völdum í landinu, sem er eitt
kjarnorkuvelda heims.
„Athygli vekur hversu
lik arásaráætlunin er
hinni svokallaðri Boi-
inka-árás sem komið
var í veg fyrir árið 1995.
Bojinka árásin var skipu-
lögð í Filippseyjum af
Ramzi Yousef, sem stóð
að baki hryðjuverka-
árásinni á World Trade
Center í New York árið
1993"