blaðið - 12.08.2006, Side 21

blaðið - 12.08.2006, Side 21
blaðið LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 VIÐTALI 21 Omar Ragnars- son sendi fyrr í vikunni opið boðsbréf til ellefu einstak- linga, þar á meðalforseta fs- lands, ritstjóra, ráðherra og fjölmiðlamanna og bauð þeim í útsýnisflug til Kárahnjúka en það er svæði sem Ómar þekkir kannski einna best allra íslendinga. „Þessi hugmynd hafði lengi verið að blunda í mér. Ég hef áður orðað hana við sumt af þessu fólki en ég ætla ekki að tilgreina hvaða fólk það er,“ segir Ómar. „ í sumar hef ég flogið með fleiri einstaklinga um Kárahnjúkasvæðið en áður og sumt af því hefur áður farið í hefð- bundnar boðsferðir Landsvirkjunar eða annarra fyrirtækja um sama svæði. Þá varð ég varð við hvað eigin- augum-heilkennið er sterkt í fólki. Sumt af þessu fólki hafði kynnt sér virkjunina býsna vel en það sem það sá í boðsferðunum vék í burtu því sem það raunverulega vissi. Ég get nefnt sem dæmi að einn af elstu og virtustu mönnum í blaðamannastétt fór í svona hefðbundna boðsferð og sagði eftir hana: „Nú er ég búinn að skoða svæðið með eigin augum og þarna er bara urð og grjót“. Það sem mér þótti merkilegast var að þessi fjölmiðlamaður vissi að þarna var ekki bara urð og grjót en hann sagði það samt. Þá^áttaði ég mig á því að það er hægfáð fara með fólk í ferð þar sem það sér með eigin augum mjög rækilega aðra hlið málsins en nánast ekkert hina hliðina. Það myndar sér skoðun út frá því sem það sér en ekki út frá staðreyndum. Mér þótti athyglis- vert að þessi reyndi fjölmiðlamaður skyldi halda því fram að þarna væri bara urð og grjót þegar það lá fyrir í skýrslu sem hann hafði lesið að þarna væru 40 ferkílómetrar af grónu landi og megnið af því mjög vel gróið land sem myndi fara undir vatn. Þá gerði ég mér grein fyrir að það að sjá með eigin augum víkur oft öðrum rökum frá. Ég veit um fólk sem hefur farið og skoðað allt svæðið, en ekki bara hluta af því, og er meðmælt virkjun- inni. Ég virði það. Fjölmiðlamáður hlýtur alltaf að sækjast eftir því að fólk myndi sér skoðanir á þann hátt. En það gera ekki allir. Það var ekki fyrr en ég fór að ferðast með fólk sem hafði bara farið hina hefðbundnu leið sem farin er í boðsferðum að ég áttaði mig á því að það vissi ekkert um aðrar leiðir. Þegar menn fara í svona boðsferðir þá eru þeir leiddir um og leita ekki af eigin hvötum eftir öðru en því sem þeim er sýnt. Það er ástæðan fyrir því að ég er að bjóða þessu áhrifafólki.“ Takmörkuð fjölmiðlun Hverju viltu ná fram með því að bjóða þessu áhrifafólki í útsýnisferð til Kárahnjúka? „Ég vil að þetta fólk geti sagt að það hafi kynnt sér svæðið með eigin augum, jafnvel frá báðum hliðum. Ég tel að opinbert fyrirtæki eins og Landsvirkjun hafi aðrar skyldur en einkafyrirtæki. Ef einkafyrirtæki ætti í hlut væri það bara þess mál hvernig það kynnti starfsemina en þjóðin á Landsvirkjun. Ég tel að Landsvirkjun hafi ekki rækt skyldur sínar sem opinbert fyrirtæki, ann- aðhvort meðvitað eða ómeðvitað. Fyrir fjölmiðlamanninn skiptir ekki nokkru máli hvort hann er persónu- lega í einrúmi með eða á móti þesari virkjun. Ég er bara á móti svona tak- markaðri fjölmiðlun.“ En þú ert á móti virkjununni, er það ekki? „Það hefur aldrei legið fyrir.“ Margir telja að svo sé. . „Fólk getur talið það sem það vill. Fram að þessu hefur starfsferill minn verið f fjölmiðlum. Á sínum tíma þegar Blöndulón var gert hafði ég ákveðna skoðun á þeirri framkvæmd. Ég ætla ekki að segja frá því hver hún var. En þegar Blön- dulón var gert hvarf sá staður sem einna frægastur er úr íslenskum skáldskap: „Greiddi ég þér lokka við Galtará...“ Það er ekki til nein mynd af Galtará, staðnum þar sem Jónas Hallgrímsson greiddi elskunni sinni. Ég spyr: Var það góð fjölmiðlun að taka ekki mynd af þeim stað og varð- veita hann þannig, þótt honum væri sökkt? Lærdómurinn sem ég dró af Blönduvirkjun var sá að fjölmiðlunin yrði að vera betri næst. Ég sagði við sjálfan mig: „Bíddu við, þú gerðir of lítið. Þú fórst aldrei að Galtará til að mynda landslagið áður en það hvarf. Þú sýndir þjóðinni ekki nægilega hvernig landið var fyrir virkjun og hvernig það varð á eftir. Ég hefði líka viljað sýna þjóðinni betur hvernig mannvirkin voru. Nú langar mig til að sýna þetta frá báðum hliðum varð- andi Kárahnjúkavirkjun." Þjóðin og iandið Erþetta starfþittþáttur í ástþinni á íslenskri náttúru? „Þetta er ekki rétt nálgun. Rétta hugsunin á mína nálgun er: Ég er fjölmiðlamaður sem fjallar fýrst og fremst um fólk. Það vill bara svo til að fólkið í þessu landi er afar mikið tengt landinu. Landið er aukaatriði fýrir mér. Fólkið er aðalatriðið fýrir mér. Það er líðan fólksins í samþúð- inni við landið sem skiptir mig öllu máli. Það hvernig upp umgöngumst landið sem fólk, hvernig við upp- lifum landið sem fólk og hvernig við nýtum það sem fólk. Það er okkar .í-ff?Í' i fffií Optiflex Rafstillanleg 80x200 nú kr. 84.510- 90x200 áður 48.300.- / nú 37.315.- 120x200 áður bö.320.- I nú 47.770.- 140x200 áður 60.000.- / nú 51.000,- 160x200 áður 72.300,- / nú 61.965.- ,Fyrir fjölmiðlamanninn skiptir ekki nokkru máli hvort hann er persónu- lega i einrúmi með eða á móti þesari virkjun. Ég er bara á móti svona tak- markaðri fjölmiðlun." eigin samviska og okkar eigin líðan sem er aðalatriðið. Ég minni á að dýraverndun er talin mannúðarmál en það er ekki bara líðan dýranna sem skiptir máli heldur okkar líka. Ég hef oft rekið mig á það að fólk metur landgæði eftir því hvort það þekkir viðkomandi svæði eða ekki. Þess vegna létu þúsundir manna sig það varða hvort Landssíminn fengi græna lóð við Glæsibæ og skrifuðu undir mótmælaskjal. Svo koma helstu ráðamenn þjóðarinnar og segja að Eyjabakkar og Dimmu- gljúfur skipti litlu máli vegna þess að það enginn þekki þá staði nema Ómar Ragnarsson og nokkrir aðrir sérvitringar. Einn ráðamaður sagð- ist hafa haldið að Eyjabakkar væru bara gata í Breiðholtinu. Fjölmiðla- maður hlýtur alltaf að taka því með fyrirvara að meta eigi hluti út frá því hvort allir gangi daglega fram hjá þeim. Ef það hefði átt að sökkva Land- mannalaugum og Jökulgili fyrir sex- tíu árum hefði ég unnið að þvf máli nákvæmlega eins og ég hef verið að Framhald á næstu síðu Tilboðsdaga Caleido Stærð 205x270 cm TILBOÐ kr.145.000 O______ Eikarllna Korfu 2+H+2 / 196x196 verð 99.000,- 3+H+2 / 196x242 verð 109.000,- Mikið úrval af stökum dýnu\ í / / HÚSGAGNAVERSL TOSCAN SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 l HÚSGÖQNIN FAST EINNIG IHÚSGAGNAVAL, HÖFN 8; ‘

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.