blaðið - 12.08.2006, Síða 27

blaðið - 12.08.2006, Síða 27
blaðið LAUGARDAGUR 12. ÁGUST 2006 27 tilveran tilveran@bladid.net Halldóra hugsar upphátt „Það er fussað og sveiað yfir mestu Ijúfmennum og opnaðar dyrnar fyrir leiðinlegu harðjöxlunum. \ Kannski væri betra að gefa góðu mönnunum m frekari gaum“ monnunum Ljúfmennin látin lönd og leið Það getur verið vandkvæðum bundið að spígspora á stefnumóta- markaðnum og vilja ekkert heitar en að ganga loksins út. Ég þekki ein- mitt fáeinar stúlkukindurnar sem eru í þessum sporum, en allar eru þær sammála um að leitin að gim- steininum mikla sé vægast sagt erfið og oft hreinlega til trafala. Þannig er nefnilega mál með vexti að ungar konur í dag virðast ekki þrífast nema vandræðin séu viðhöfð og oft viljum við hanga í hnakkadramb- inu á mönnum sem sýna eitthvað allt annað en hrifningu. Ein góðvin- kona mín tjáði mér það á dögunum að hún væri með kvíðahnút í mag- anum og svitaperlur á enni auk þess sem hún upplifði óskemmtilegar andvökunætur vegna manns sem í raun gefur lítið annað en skít í hana.. Hún hefur fengið ófáa sénsana und- anfarin misseri, frá hinum blíðustu og almennilegustu mönnum, en alltaf hafa þeir „hringt OF mikið“ eða „sýnt OF mikinn áhuga.“ Ekkert nema reisupassinn þýddi í öllum til- vikunum, beint í andlitið á þessum frambærilegu mönnum sem höfðu virkilega lagt mikið á sig til þess að falla í mjúkinn hjá henni (þetta hljómar kannski eins og hún geri ekki annað en að tala við hitt kynið, en raunin er bara sú að hún er ein af þeim sem er farin að hafa áhyggjur af einlífinu og heldur því ótrauð áfram á markaðnum hvað eftir annað). Nema hvað. Loksins segist hún hafa fundið eitthvað fyrir sinn snúð og ætlar sér ólm að fanga einn prinsinn, ef prins má kalla. Án þess að ég vilji vera of dómhörð verð ég að punga því út úr mér að hann er alla vega maður sem ég vildi síður kynna fyrir fjölskyldumeðlimum yfir sunnudagssteikinni. Hann seg- ist kannski vilja hitta hana, en þegar kemur að fyrirhuguðu stefnumóti fer það ekki betur en svo að hann slekkur á símanum eða svarar ekki. Hreint út sagt drepleiðinlegur glaum- gosi hér á ferð og í hæsta máta dóna- legur. En einhverra hluta vegna tekst honum að halda henni eldheitri. Nú loksins er mín óumræðilega spennt og ástarklukkurnar hringja í há- vegum. Eftir að hafa bolað burtu frá- bærum mannsefnum ákveður hún að tapa vatni yfir skoffíni sem virðist hafa það eitt að markmiði að koma illa fram við konur. Og það sem meira er - hún virðist ekki missa áhugann vegna framkomunnar í hennar garð, heldur er hún eins og olía á hennar ástareld. Án þess að vita með vissu hvað kvenmönnum (og eftir atvikum karlmönnum auðvitað) gengur til með svona háttalagi, get ég méi til að margar okkar séu sólgnar í menn sem sýna engan áhuga eða montrassa með nefið upp í loftið Þetta væri kannski ekki alvarlegt vandamál, nema vegna þess eins að á meðan hlupið er á eftir montröss unum fara almennilegu mennirnii út í veður og vind. Það er fussað og sveiað yfir mestu ljúfmennum og opnaðar dyrnar fyrir leiðinlegu harð jöxlunum. Kannski væri betra að gefa góðu mönnunum frekari gaum þrátt fyrir að þeir „hringi of mikið.“ halldora@bladid.nel HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu ruslari ? Þaö kunna ekki allir aö taka til eftir sig og sumir safna hreinlega aö sér svo miklu dóti aö það veröur ógerningur að halda heimilinu skikkanlegu. Sumir kunna ekki við að henda neinu. Tengjast ýmsum dauöum hlutum tilfinningaböndum og geta ekki séö af þeim, þó aö um sé að ræða gömul, rykfallin skrautkerti. En hvernig er staöan hjá þér? Finnst þér best aö leggja hlutina frá þér þar sem þú stendur eða eiga þeir sér stað á heimilinu? Fyllistu kvíða þegar þaö kemur að því að taka til eða ertu með skipulag á þessu? Taktu þetta próf og athugaðu hvort þú lærir eitthvað um sjálfa/n þig! Það hefur lengi verið á döfinni að taka til heima hjá þér en enn ertu ekki búin að koma þér að verki. Um helgina á þetta að gerast. Hvað gerir þú? a) Kaupi mér Ajax og tuskur. Ætla að byrja en fyllist kvíða þegar ég.sé hversu mikið verk er fyrir höndum og fer að horfa á sjónvarpið í staðinn. b) Plana að taka til, en næ ekki að gera nema helminginn af því af því vinkona kemur i heimsókn og „truflar“ mig. Held áfram næsta dag og klára seinnipart sunnudags. c) Bý til skipulag um hvað eigi að gera. Vakna svo snemma um morgun. Set tónlist á, hefst handa og hætti ekki fyrr en allt er orðið skínandi hreint og fint. d) Byrja að taka til en hætti alltaf i miðju kafi af því ég finn mér eitthvað áhugaverðara að gera. Dett í það að skoða blað. Fletta gamalli dagbók o.s.frv. Næ að hálfklára tiltektina. Áttu fleiri muni eða hluti en þú ræður við að eiga? a) Nei, alls ekki. Það er iúllt af auðu plássi heima hjá mér og alltervelskipulagt. b) Það má segja það. Ég kem engu fyrir í geymslunni og það er allt í dóti úti um allt sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við. Teldu saman stigin: 1. a)4 b) 2 c)1 d) 3 2. a) 1 b)3 c) 2 d)4 3. a) 3 b) 1 04 d)2 4. a) 2 b)4 c) 1 d) 3 5. a) 1 b) 2 0 3 d)4 6. a) 3 0) 1 0 2 d) 4 7. a)4 b) 3 02 d) 1 8. a) 2 b) 4 03 d)1 c) Geymslan er svolítið full, en ég ætla að taka til í henni eftir helgi. d) Já, ekki spurning. Ég er alltaf að koma með eitthvað nýtt heim og þetta staflast bara upp. Sér ekki fyrir endann á þessu. Þú ert í heimsókn hjá vinafólki þínu og brýtur óvart fjarstýrða bílskúrs- opnarann. Hvað gerirðu? a) Já, mér finnst vont að henda hlutum. Sérstaklega ef ég tengist þeim tilfinningalega. Gjöfum og slíku frá öðru fólki. Hlutir minna mig á svo margt. b) Nei, alls ekki. Ég er dugleg/ur að fara í gegnum fataskápinn minn, ísskápinn, baðherbergisskápinn, lesa á dagsetningar og henda því sem er útrunnið eða ég hef ekki notað lengi. Því minni óþarfi, því betra heimili. c) Að henda er að deyja. Ég get engu hent. Maður getur alltaf notað hluti eða gefið þá öðrum. d) Stundum. En þegar ég átta mig á því að ég hef ekld notað hlutinn lengi og ekki hugsað um hann þá hendi ég honum bara. 4Fer mikill tími í það að leita að hlutum, papp- írum eða öðru hjá þér af því óreiðan er svo mikil? a) Stundum, en oftast ekki. Pappír- 0-9 stig: Þú ert snyrtipinni fram í fingurgóma og mjög vel skipulagður. Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fá óvænta gesti því þitt heimili er ávallt boð- legt, jafnvel forseta og frú. Kannski mættirðu samt slaka aðeins á? Það er jú meira í lífinu en tiltekt og hreingerningar. 10-17 stig: Þú virðist vera nokkuð heilbrigð(ur) á þessu sviði og í raun með eðlilegt skipulag á tiltektum og hreingerningum. Ekki hafa áhyggjur af þessu. Þú ert enginn ruslari og haltu bara áfram á sömu braut. 18-25 stig: Þú ert á mjög gráu svæði hvað almennt skipulag og hreinlæti heima fyrir varðar. Hugsanlega liggur eitthvað á sálarlífinu sem þú þarft að vinna úr. Það er ekki gott að láta vandræöin safnast fyrir þar til haugurinn er orðinn svo stór að hann virðist óyfir- arnir mínir eru bara allir í sömu skúff- unni og ég þarf að róta svolítið í henni til að finna þá. En þeir eru þar. Bara spurning hvort þeir liggja ofarlega eða neðarlega í hrúgunni. b) Það fer alltaf mikill tími í þetta og stundum finn ég þá of seint. Þegar þetta er komið í lögfræðing. Sumt liggur undir bílsætinu og annað á milli púða í sófanum. Ég veit aldrei stiganlegur. Þetta á vi5 jafnt um reikinga sem heim- ilistiltektir. Taktu þig á sem fyrst Þú átt enn góðan séns á að laga þessi mál. Þér veitir ekki af enda er óþarfi að láta of mikinn tíma snúast um hvort mað- ur eigi, eða eigi ekki að fara út með ruslið. 25-32 stig: Þú ert alveg í rusli! I Bandaríkjunum eru starfandi 12spora samtök sem heita Clutters anonymous (http://www.clutterersanonymous.net) Það er hugmynd fyrir þig að stofna slík samtök hérlendis þvi það virðist bara vera æðri máttur sem getur bjargað þér úr þessum vítahring. Það má líka prófa að fara til sálfræðings. Vandi þinn er ekki sá að þú sért endilega löt eða latur. Þetta er eitthvað sálrænt sem verður að vinna úr og það getur tekið svolitinn tíma. En vittu til. Ef þú byrjar á byrjuninni, sem er þú sjálf/ur, þá mun ruslahaugurinn i kringum þig smátt og smátt verða minni. hvar neitt er. c) Allir mínir pappírar eru skipu- lagðir í merktar möppur og ég veit alltaf hvar allt er. d) Já, ég á oftast í veseni með þetta. Veit ekki alveg hvar ég legg hlutina frá mér. Sankarðu að þér gjöfum til að gefa fólki seinna? a) Nei. Ég kaupi þær þegar tilefni er til. Yfirleitt sama dag eða nokkrum dögum áður. b) Nei, ekki nema eitthvað alveg sérstakt komi í hendurnar á mér. Eitt- hvað sem t.d. afi bara VERÐUR að eignast. c) Já, það kemur fyrir að ég geri það. En þær staldra eldci lengi við í hillunni. d) Það eru innpakkaðar gjafir úti um allt heima hjá mér. Ég þyrfti að fara með þetta í mæðrastyrksnefnd en kem mér aldrei t það. 6Skammastu bín fyrir að fá gesti í heimsókn af þvíheimili þitt er ekki boðlegt? a) Já, yfirleitt alltaf. Ég næ svo sjaldan að taka til. Kannski næ ég því einu sinni í mánuði eða svo, þegar allt er komið á hvolf. Tek alltaf til áður en ég fæ gesti en vil helst ekki fá neinn óvænt. b) Síður en svo. Ég er stolt/ur af heimili mínu og þangað mega allir koma. c) Það fer eftir því hverjum er verið að bjóða heim. Kannski skammast ég mín gagnvart nýjum tengdafor- eldrum, með föt á stólum og svona, en bróðir minn má alveg mæta hve- nær sem er. d) Það hefur enginn komið heim til mín lengi af því ég vil ekki fá neinn í heimsókn. Blaðberinn má ekki einu sinni ldkja inn um lúguna. 7Frestarðu tiltekt af því þér finnst þetta verða að vera fullkomið, annars sé alveg eins gott að sleppa því bara? a) Já, til hvers að taka til ef það er bara hálfklárað verk? b) Stundum finnst mér erfitt að byrja, en ég læt mig hafa það. Þetta kemur smátt og smátt. c) Nei, það geri ég ekki. Það er betra að taka aðeins til annað slagið og gera svo vel hreint kannski á viku ffesti. d) Fyrir mér er tiltekt hluti af dag- legri rútínu. Ég hef skipulag á þessu öllu og þar af leiðandi er alltaf allt spikk og span heima hjá mér. Gleymirðu þér stundum í smáatriðum þannig að það verður ekkert úr verk- inu sem þú byrjaðir á? a) Kannski í stutta stund en svo kem ég mér fljótlega aftur að verki. b) Yfirleitt alltaf. Ég er yfirleitt frekar utan við mig og missi mig í smáatriðin með þeim afleiðingum að ég ranka við mér eftir langan tíma og sé að tíminn er runninn út. c) Smáatriði? Það eru engin smáatriði. Þetta er allt saman ein heild og stundum þarf að skoða ákveðna hluti betur til að fá skýra heildarmynd. d) Alls ekki. Ég er mjög skipu- lögð/lagður og hef góða einbeitingu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.