blaðið - 12.08.2006, Síða 35

blaðið - 12.08.2006, Síða 35
blaöið LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 35 deiglan deiglan@bladid.net Singer fær einkaleyfi Þennan dag árið 1851 fékk bandaríski uppfinninga- maðurinn Isaac Singer einkaleyfi á saumavélinni. blNOtR Orgeltónlist í Hallgrímskirkju Siðustu tónleikar Alþjóðlegs org- elsumars í Hallgrímskirkju verða á sunnudagskvöld. Það er Eyþór Ingi Jónsson sem mun slá botninn í þessa glæsilegu sumardagskrá. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að Ijúka framhaldsnámi erlendis. Eyþór Ingi er fæddur og uppal- inn í Dalasýslu þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam siðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla þjóðkirkiunnar undir leiðsögn Harðar Askelssonar, Smára Ólasonar o.fl. Eyþór lauk kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam siðan kirkju- tónlist við Tónlistarháskólann í Piteá í Svíþjóð og er nú við nám í konsertorganistadeild í sama skóla. Hann starfar nú sem kórstjóri og orgelleikari við Akureyrarkirkju samhliða námi. Tónleikamir eru sunnudagskvöld- ið 13. ágúst kl. 20. Líf og fjör á Seyðisfirði Um helgina má búast við miklu fjöri á Seyðisfirði en í dag hefj- ast þar Norskir dagar. Þetta er í tíunda sinn sem Norskir dagar eru haldnir en nú er hátíðin sérstaklega vegleg vegna þess að í ár eru liðin 100 ár síðan símasambandi var komið á við útlönd. Seyðfirðingar munu taka vel á móti gestum sínum að vanda og er kjörið fyrir fjölskyld- una að gera sér ferð austur og njóta lífsins. Meðal annars er hægt að skoða Tækniminjasafn Austurlands, kíkja í kaffi í heima- hús, hlýða á fjölbreytta tónlistar- dagskrá og upplestur af ýmsu tagi. Hátíðin verður sett (kvöld kl 21 en þá verður einnig kerta- fleyting á Lóninu til minningar um látna Seyðfirðinga. Nánari upplýsingar um dag- skrána má finna á www.seydisfjordur.is Hildur Hákonardóttir listamaður og ræktandi mun fræða fólk um grasnytjar í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal í dag. Hildur hefur langa reynslu afþvi að nýta íslenskar jurtir til matar Á síðasta ári gaf Hildur út bókina Ætigarðurinn, sem er handbók grasnytjungsins. Hildur mun segja gestum frá því hvernig hún nýtir kúmen, ætihvönn, kerfil, túnfífil, njóla og skarfakál en allar þessar jurtir finnast í safndeildinni Flóra íslands. „Villtu jurtirnar á Islandi nýt- ast okkur mest á vorin en það eru nokkrar undantekningar á því, t.d. kúmenið. Kúmen er ein af fáum plöntum sem fluttar voru til íslands til ræktunar í görðum. Gísli á Hlíð- arenda, sem var einn af fyrstu garð- yrkjumönnum hér á landi flutti það inn á 17. öld. Hann hafði dvalið lang- dvölum erlendis og fékk áhuga á garð- rækt í Hollandi. Hann gerði tilraunir með margar tegundir jurta hér á landi sem heppnuðust misjafnlega en kúmenið stóð sig vel og fór meira að segja að sá sér sjálft. Á árum áður gripu húsmæður gjarnan til þess á hátíðisdögum að bragðbæta kaffið með kúmeni. Ég hef alltaf kúmen við höndina og i Grasagarðinum í dag mun ég koma með uppástungur að nýtingu á því.“ Tími og alúð lykilatriði Hildur segir að um matjurtirnar gildi annað lögmál en um hinar villtu. „Við þurfum að bíða fram í ágúst eftir flestum matjurtunum. Þetta er sérstaklaga skemmtilegur tími fyrir þá sem rækta matjurtir því nú er tími kálsins og við bíðum spennt eftir rófunum og kartöfl- unum. Það er auðvitað misjafnt hversu snemma fólk setur niður og hversu vel fólk nostrar við græn- metið sitt. Þeir sem eru sniðugastir sá til kálsins tvisvar til þess að þeir séu ekki allir tilbúnir á nákvæm- lega sama tíma.“ Flestir eru farnir að hugsa betur um heilsuna þessa dagana og þá kemur sér vel að eiga ferskt og brak- andi grænmeti í garðinum. Hildur segir þessa ræktun alltaf hafa gengið í bylgjum á íslandi. „Það er margt sem spilar þarna inn í, t.d. íslensk veðurfar. Svo er aðgengi að grænmeti orðið mun betra en það var áður og þægilegt að fara út í búð og versla þar grænmeti. Það er þá kannski viss freisting að vera ekkert að rækta sjálfur. Svo þarf ákveðna þekkingu til þess að stunda ræktun- ina sem ekki allir búa yfir. íslenskt grænmeti er nokkuð erfitt viður- eignar og það þarf heilmikla þolin- mæði ef vel á að takast til. Maður þarf að gefa sér tíma og sinna því af alúð líkt og ungabarni.“ Snigiar í skjóli nætur Margir sem hafa reynt að rækta grænmeti hafa orðið illilega fyrir barðinu á alls kyns óværu á borð við snigla og pöddur. Hildur hefur sjálf ekki farið varhluta að því en allar gulræturnar hennar urðu sniglum að bráð. „Ég get reyndar ekki alveg sannað að sniglarnir hafi verið að verki en mér þykir það líklegast. Þeir gera aðallega vart við sig á nóttunni svo það er erfitt að fylgjast með þeim. Að öðru leyti hef ég ekki orðið fyrir barðinu á skordýrum í ár og snigl- arnir hafa ekki sótt neitt í kálið.“ Áhugafólk um ræktun ætti ekki að láta leiðsögn Hildar um Grasagarð- inn fram hjá sér fara en hún lumar á miklum fróðleik og skemmtilegum sögum sem hún mun deila með gestum í dag. Fræðslan hefst hjá lystihúsinu í dag kl. 11 og að henni lokinni verður boðið upp á íslenskt jurtate. EKKERT ER HÆTTULEGRA EN MAÐUR SEM HEFUR ÖLLU AÐ TAPA. FIREWALL 4 m ▼ # v KDMIN I VERSLANIR □ G Á LEIGUR DVD

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.