blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 6
blaðið
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
Kaupum og seljum meira
Landsframleiðsla jókst um tæp 3 prósent á
öðrum fjórðungi þessa árs í samanburði við sama
tíma í fyrra. Þessar tölur koma frá Hagstofu. Á
meðan jukust þjóðarútgjöld um sjö prósent og því
er áframhaldandi viðskiptahalli við útlönd.
VIÐSKIPTI
Exista yfir útboðsgengi
Lokaverð bréfa í Exista í gær var 22,50 krónur á hlut, sem
er talsvert yfir útboðsgengi félagsins sem var 21,50 krónur
á hlut. Alls nam veltan 669 milljónum króna í 147 við-
skiptum. Þetta var stærsta nýskráning félags í Kauphöllinni,
en heildareignir Exista nema yfir 300 milljörðum króna.
HJÁLPARSTARF
Þorsteinn í stað Einars Karls
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og
fyrrum forsætisráðherra, hefur tekið við starfi
stjórnarformanns Hjálparstarfs kirkjunnar. Hann
tekur við því af Einari Karli Haraldssyni sem var
einmitt fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins.
Umferðin:
13.500 lofa
íslendingar eyddu rúmum sextíu milljörðum í útlöndum á síðasta ári:
Eyðsla í útlöndum
hefur tvöfaldast
betri hegðun
■ Kortavelta jókst um ellefu milljarða ■ Gengið hefur töluverð áhrif
„Við erum mjög ánægð með
viðbrögð fólks og vonandi geta
Islendingar haldið áfram að
sýna samstöðu gegn þeirri vá
sem umferðin er orðin,” segir
Sigurður Helgason, verkefna-
stjóri hjá Umferðarstofu. Um
miðjan dag í gær höfðu ríflega
13.500 einstaklingar skrifað
undir yfirlýsingu þess efnis að
bæta umferðarmenningu hér á
landi.
„Öruggt mál er að við munum
halda þessari herferð áfram
því þetta er eilíf barátta. Það er
ekki spurning að við munum
keyra þetta áfram á fullu,” segir
Sigurður.
Yfirlýsinguna er að finna á
vefsíðunni www.stopp.is
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Islendingar hafa tvöfaldað ferðaút-
gjöld sín erlendis á síðustu þremur
árumogveltagreiðslukortafyrirtækj-
anna á síðasta ári jókst um tugi pró-
senta. Alls jókst eyðslan um ellefu
milljarða hjá kortayfirtækjunum.
Greinilegt samhengi má sjá milli
gengisþróunar og eyðsluaukningar.
A tímum þegar gengið er hagstætt
gagnvart krónunni virðast Islend-
ingar eyða margfalt meira en áður
á ferðalögum erlendis. Samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabanka Is-
lands voru ferðaútgjöldin á fyrstu
sex mánuðum þessa árs meiri en
allt árið 2002.
Frakari upp-
lýsíngar hjá
sölumönnum
Kraftvéla ehf
535-3500
Komatsu
skotbómu-
Y KRAFTVClAR
Komatsu
WH609 með
göfflum, skóflu
og Itliðarfærslu.
KomatsuWH7l4
meðgöfflum,
skðflu og
hlíðarfærslu.
KomatsuWH716
meðgöfflum,
skóflu og
mannkörfu.
Mes de la Patrial
Vegna þjóðhátíðardags
Mexikó í dag er 15%
afsláttur af allrl
gjafavöru út september.
Opið til kl. 18 í dag
Phs
Me
Handerk Skartgripir
Matvöru r Præðsla
Plaza Mexico
La.uga.vcgi 70
mexíkóskar vörur
Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar
máltiðir - allt þetta dregur úr innri
styrk, veldur þróttleysi, kemur
meltingunni úr lagi og stuðlar að
vanlíðan. Regluleg neysla LGG+
vinnur gegn þessum áhrifum
og flýtir fyrir þvi að jafnvægi
náist á ný. Dagleg
neysla þess tryggir
fulla virkni.
r*ur\,. O
FFRflAIITR.IOLD
Lítil aukning á
eyðslu erlendra
ferðamanna hér
á landi
Þorleifur Þór Jónsson
Samtök ferða-
þjónustunnar
AUKNING K0RTA-
N0TKUNAR ERLENDIS
■ Greiftslumiðlun hf.
Átta milljarðar frá júní 2005 til júní 2006
■ Kredltkort hf.
Þrír milljarðar frá júní 2005 til júní 2006
Kemur að skuldadögum
Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður
Ráðgjafastofu fjármála heimilanna,
segir því miður alltaf vera nóg
að gera hjá stofunni og biðl-
isti er staðreynd.
„Fólk er með bogann
spenntan til hins ítr-
asta og ekkert má
út af bregða. Því
miður er alltaf
nóg að gera hjá
i okkur því margir
; ráða ekkert við
I fjármálin og
; eyða sífellt um
'í efni fram,” segir
Ásta. „Mestar
áhyggjur hef ég af
gífurlegri notkun
kreditkorta og yf-
irdráttarheimilda.
Hér ríkir neyslufyllerí
og fólk verður að átta
sig á að það kemur alltaf
að skuldadögum.”
fsland dýr áfangastaður
Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð-
ingur Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir samtökin ekki velta þessari
hækkun mikið fyrir sér og bendir
á að gengið hafi töluvert að segja í
þessum efnum.
„Ferðaþjónusta almennt er vax-
andi atvinnugrein og íslensk ferða-
þjónusta erþar engin undantekning.
Fjöldi þeirra sem ferðast erlendis fer
mjög ört vaxandi,” segir Þorleifur.
„Aukið framboð á samgöngumögu-
leikum og lægra verð til útlanda er
orsök þessa mynsturs. Hins vegar
er athyglisvert að velta því fyrir sér
að miðað við þessa miklu aukningu
ferðaútgjalda virðist sú aukning
ekki skila sér í sama mæli hjá er-
lendum ferðamönnum hér á landi.
I þeirra huga virðist ísland vera dýr
áfangastaður.”
Hérrikir
neyslufyllerí og
þaðkemurað
skuldadögum
Ásta S. Helgadóttir
Forstöðumaður
Gríðarleg eyðsla í útiöndum
Eyðsla Islendinga erlendis hefur
stóraukist undanfarin ár.
Margföld aukning
Þórður Jónsson, sviðsstjóri kort-
hafasviðs VISA, segir fyrirtækið
ekki mikið velta því fyrir sér í hvað
viðskiptavinirnir séu að eyða pen-
ingunum í en óneitanlega geti fyrir-
tækið ekki kvartað undan þessari
miklu aukningu.
„Kortanotkun íslendinga er sí-
fellt að aukast, bæði innanlands
og utan. Hjá okkur hefur aukn-
ingin erlendis frá júní 2005 til júní
2006 verið 35 prósent. Það er aukn-
ing upp á átta milljarða,” segir
Þórður. „Aukin ferðatíðni
hefur orðið til meiri korta-
notkunar og hvatar í þá
átt eru margs konar, til
dæmis ferðapunktar
°g tryggingar. Á
sama tíma virð-
ast vanskil hjá
bönkunum ekki
hafa aukist.”
MJÓLKURVÖRUR
I SÉRFLOKKI
w
jörur m m
FLOKKI Vv,...//
Er mataræðið
óreglulegt?
LCC+ erfyrirbyggjandi vörnl
■ 2006*
35.142.000.000
■ 2005
61.233.000.000
Meðalgengi USD 62,71
■ 2004
48.501.000.000
Meðalgengi USD 69,95
■ 2003
39.818.000.000
Meðalgengi USD 76,57
■ 2002
33.406.000.000
Meðalgengi USD 91,24
*Byggt á fyrstu sex mánuðum ársins.