blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaöiA Vextir hækka Sparisjóðirnir hafa ákveðið að hækka óverð- tryggða inn- og útlánavexti sína um 0,25 til 0,5 prósentustig. Þessi ákvörðun kemur í framhaldi af stýrivaxtahækkun Seðlabanka íslands í gær. Vextir á húsnæðislánum sparisjóðanna breytast þó ekki. Steiner sleppt Lögreglan sleppti Franklín Steiner eftir yfirheyrslur í gær. Húsleit var gerð heima hjá honum og í öðru húsi um hádegisbil á fimmtudaginn og fannst ætlað þýfi, hnífar, skotvopn og skotfæri. Þá fannst einnig LSD, amfetamín og hass en ekki er gefið upp magn þess. Taktu þátt Forvarnardagur í grunnskólum sem heitir „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli" verður haldinn í fyrsta sinn í næstu viku að frumkvæði forseta Islands. Markmið dagsins er að kynna nemendum 9. bekkjar grunnskóla ráð til að forða börnum og unglingum frá því að verða fórnarlömb fíkniefna. írak: Bagdad girt skotgröfum Iraska ríkisstjórnin lýsti því yfir í gær að hún hyggist umkringja Bagdad-borg með skotgröfum og vegatálmum til þess að hefta för vígamanna og hryðjuverkamanna til borgar- innar. Hægt verður að komast inn í borgina eftir tuttugu og átta vegum en við þá alla verða settar upp varðstöðvar. Radíu- sinn í kringum borgina er um áttatíu kílómetrar og er talið að það taki mánuði að ljúka við verkið. Fyrir nokkru tóku banda- rískar og íraskar hersveitir höndum saman til þess að koma böndum á ástandið í Bagdad og gæta um 30 þúsund hermenn götur borgarinnar. Þrátt fyrir þær aðgerðir er ekkert lát á of- beldisöldunni í borginni. Bretland: Kjallari bítils á minjaskrá Kjallari í húsi í úthverfi Liverpool á Englandi hefur verið settur á minjaskrá breskra stjórnvalda og hefur ákvörðunin meðal annars þær afleiðingar að vernda þarf inn- anstokksmuni og ekki má rífa húsið. Húsið er æskuheimili Petes Best, fyrsta trommara Bítlanna, og þeir félagar léku fyrstu tónleika sína í kjallaranum. En móðir Best hafði breytt honum í lítið kaffihús sem gekk undir nafninu Cashbah-Coffee eftir að hún hafði frétt af því að svokall- aðir „bít-klúbbar” væru vinsælir meðal táninga í borginni. Sunny Beach Fyrrí sumarlenti ung stúlka íþvíað vera skorin í andlitið afþjófi á sama stað Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég var stöðvaður af öryggisvörðum og ásakaður um að hafa brotið rúðu á veitingastað og hent mat yfir af- greiðslukassa,“ segir Geir Theódórs- son, nemi í Menntaskólanum á Ak- ureyri, sem er ósáttur við hvernig viðskiptum hans við lögreglu og ör- yggisverði í Búlgaríu lyktaði. Hann segir að sér hafi verið haldið nauð- ugum og hann krafinn um 50 þús- und krónur fyrir skemmdarverk sem hann væri saklaus af og misþyrmt af öryggisvörðunum. Fyrr í sumar lenti stúlka úr Versl- unarskólanum í því að vera skorin í andlitið af þjófi en hún var á sömu strönd og Geir. „Ég var að labba heim um nóttina og var dálítið í því þegar öryggis- verðir koma að mér og saka mig um skemmdarverkin,“ segir Geir. Hann segir að þegar hann reyndi að útskýra mál sitt þá hafi þeir slegið hann í hnakkann og sagt honum að halda sér saman. Hann var dreg- inn í stól inni á staðnum og sögðu öryggisverðirnir við Geir að hann yrði að borga 50 þúsund krónur fyrir skemmdarverkin. „Ég bauð þeim bjórsopa og reyndi að tala við þá en ekkert gekk,“ segir Geir sem fékk heldur óblíðar við- tökur vegna tilboðs síns. Tveir örygg- isverðir héldu honum í stólnum á meðan einn sló hann ítrekað í mag- ann. Geir segir að þá hafi hann áttað sig á alvöru málsins. „Þeir tóku veskið mitt, hirtu pen- ingaseðla sem voru í því og svo kortið mitt,“ segir Geir en af ótta lét hann mennina einnig fá leyninúmerið. Geir segist ekki vita hversu mikið þeir tóku út af kortinu en er að láta bankann kanna það. Lögreglan kom nokkru síðar og hélt Geir að gíslatökunni væri þá lokið. En svo var ekki. „Lögreglan sló mig líka í hnakk- ann þegar ég ætlaði að útskýra hvað hefði gerst,“ segir Geir en lögreglan krafði hann um vegabréf sem hann hafði ekki á sér. Svo varð úr að Geir sagði þeim á hvaða hóteli hann gisti og herbergisnúmer. Lögreglu- að hyggja þá held ég að þetta hafi ekki einu sinni verið lögreglumenn því kennarinn minn sagði þá hafa verið í allt öðruvísi vestum en þeir á lögreglustöðinni,“ segir Geir en honum var ráðið frá því að tilkynna um brotið vegna þess að það tæki viku fyrir hann að komast að og gefa skýrslu. Að sögn Geirs er það verst að hann fái ekki tryggingabætur vegna at- viksins því þá þarf lögregluskýrslu af atvikinu. Hann segir að hann ætli að endurgreiða féð til kennarans og félagans með pening sem hann hafði ætlað að kaupa námsbækur fyrir. „Það er kannski kaldhæðnislegt að ég var sjálfur í ferðaráðinu og barðist manna harðast fyrir því að fara til Bú- lagaríu,“ segir Geir hlæjandi en tekur fram að ferðin hafi mestmegnis gengið ágætlega fyrir sig. Geir er ekki óvanur framandi löndum en hann fór til Palestínu á síðasta ári. Að- spurður hvort landið sé verra segir hann þau afar ólík og ósam- Á góðri stundu í Palestínu Geir The- ódórsson fór til Palestínu og segirþá ferð hafa farið betur en Búlgaríuferðin maður fór og náði í vegabréfið hans og varð þá kennari var við ferðir lögreglumannsins. „Kennarinn og her- bergisfélaginn minn nurl- uðu saman peningunum og komu á staðinn,“ segir Geir en þegar kenn- arinn ætlaði að borga þeim skaðabæturnar þá heimtuðu þeir meira. Kennarinn þráaðist við j)annig að þeir féllust að lokum á 30 þúsund krónur. „Svona eftir á bæri- leg en fólkið var tvímælaust kurteisara og ljúfara í Palestínu. Ferðalangarnir skiluðu sér heim fyrr í vikunni og að sögn Geirs voru menn almennt fegnir eftir átakamikla dvöl. Fasteignamarkaður: Enn dregur úr sölu íbúða Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var rúmum 1,5 milljarði minni i síðustu viku miðað sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Alls nam heildarveltan tæpum 3,3 milljörðum en var tæpir 4,8 milljarðar í fyrra. Þá var 120 kaupsamningum vegna fasteignakaupa þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og fækkar þeim um 85 milli ára eða um 42%. Evrópusambandið: Styður þjóðstjórnina Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsins (ESB) samþykktu í gær að lýsa yfir stuðningi við nýja þjóðstjórn á palestínska heimstjórnarsvæðinu sem er verið að mynda undir stjórn Mahmoud Abbas forseta, leið- toga Hamas-samtakanna sem leiddu fráfarandi ríkisstjórn. Italski utanríkisráðherrann, Massimo DAlema, sagði að Javier Solana, utanríkismála- stjóri ESB, hefði fullyrt að þjóðstjórnin muni standa við áður gerða samninga sem þýðir að Hamas viðurkenni óbeint tilverurétt Israelsríkis. Eimskip: Kaupa í Kursiu Linija Eimskip hefur gengið frá kaupum á þrjátíu prósenta hlut í skipafyrirtækinu Kursiu Linija. Fyrr á árinu hafði Eimskip eignast sjötíu prósenta hlut í félaginu og hefur nú eignast það að fullu. Eimskip fjármagnar kaupin með eigin fé, en heildar- kaupverð hlutanna nemur átta milljónum evra. ZEPTO 6615WD Sú öfíugasta 15,4” WSXCA 1680x1050 sk|ár Intel Core Duo 2,0Ghz örgjörvi Geforce Go 7600 512MB skjákort 1024MB DDR2 vinnsluminni 100GB 7200rpm harður diskur Innb. DVD skrifari, þráðl. netkort vefmyndavél o.fl ORMSSON | SMÁRALIND ■ Sími 530 2901 | AKUREYRI ■ Slmi 461 5000 I KEFLAVÍK • Slmi 421 15^8 SlÐUMÚLA 9 • Slmi 530 28C Tölvukaupalán: 1 Vaxtalaust: \KynnmgarverO: Kr. 7.175,- I Kr. 23.042,- ! kr. 199.900,- ZEPTO 2425W Öflug og skemmtileg ZEPTO 4015SE Fjölhæf og þolgóð 15,4" Crystal Clear breiðtjaldsskjár Intel Core Duo l,83Ghz örgjörvi Geforce Go 7600 256MB skjákort 100GB harður diskur 1024MB DDR2 vinnsluminni Innb. DVD skrifari, þráðl. netkort, vefmyndavél, fingrafaralesari o.fl. Allt að 4 klst. rafhlöðuending 15*XGA skjár 1,5Ghz Intel Celeron 1MB örgjörvi 512MB DDR2 vinnsluminni 80GB harður diskur Innb. DVD skrrfari, þráðl. netkort o.fl Allt að 5 klst rafhlöðuending Kvnninaarvcrö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.