blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaöiö UTAN ÚR HEIMI RÚSSLAND Bankamenn veita fé fyrir upplýsingar Rússneskir bankamenn hafa heitið háum fjárhæðum tii hvers þess sem getur veitt lögreglu upplýsingar um morðið á Andrei Kozlov sem var myrtur í vikunni. Hann vann við rússneska seðlabankann og hafði barist gegn peningaþvætti glæpagengja. FMillHllfe Fjöldauppsagnir hjá Ford Stjórnendur Ford lýstu því yfir í gær að að minnsta kosti tíu þúsund manns yrði sagt upp á næstunni og þrem verksmiðum lokað á næstu árum. Fyrirtækið ætlar að vera búið að segja upp 30 þúsund manns fyrir árið 2008. JAPAN Dauðadómur staðfestur Hæstiréttur í Japan staðfesti í gær dauðadóm yfir Aum Shinrikyo, leiðtoga sértrúarsafnaðarins sem stóð fyrir eiturefnaárás á neðanjarðarlestakerfi Tókýóborgar árið 1995. Tólf létust í árásinni og hátt í sex þúsund manns slösuðust. Shinrikyo var dæmdurtil dauða árið 2004 en lögfræðingar hans áfrýjuðu og báru við að hann væri geðveikur og því ekki dómhæfur. Menntamálaráðherra: Ábyrgðin hjá sveitarfélögum Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segist skynja þann vanda sem steðjar að grunnskól- unum þegar kemur að sérúrræðum nemenda sem greindir hafa verið með alvarlegar raskanir. „Mikilvægast er að koma börnunum fyrr til hjálpar. Þetta eru tæknilegir hnútar sem þarf að leysa og sveitarfélögin þurfa að taka á þessum málum. Öll sérúrræði í grunnskólunum eru á ábyrgð sveitarfélaganna,” segir Þorgerður Katrín. Himingeimurinn: Fisléttur risahnöttur Vísindamenn hafa uppgötvað stærstu reikistjörnu sem hefur fundist utan sólkerfisins og gefið henni nafnið HAT-P-i. Reikistjarnan er einnig sú léttasta sem hefur uppgötvast og segja visindamenn massa hennar svo lítinn að hún myndi beinlínis fljóta á vatni. HAT-P-i er á sporbaug kringum eina af sólum sólkerfis- ins Lacerta sem er um 450 ljósár frá jörðu. Stjörnufræðingar telja reikistjörnuna tilheyra nýrri tegund reikistjarna sem hafa uppgötvast að undanförnu en í flokk þeirra falla reikistjörnur sem eru mun léttari en ríkjandi kenningar gera ráð fyrir. íslandspóstur: Afkoma fram úr væntingum Afkoma fslandspósts á fyrri helmingi ársins var nokkru betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og hagnaðist fyrir- tækið um 196 milljónir króna eftir skatta, 60 milljónum meira en í fyrra. f frétt frá fyrirtækinu segir að góð rekstrarafkoma skýrist einkum af hagnaði af reglulegri starfsemi. Minningarkort Minnmgar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga ^^artaHeill simi 552 5744 Giró- og kreditkortþjónusta Evrópusambandiö og Tyrkland Forsetaframbjóöendur í Frakklandi velta upp Tyrklandsspurningunni Flókiö úrlausnarefni sem kemur til meö aö móta stjórnmálaumræðu næstu ára Kjarni Evrópu? Franskir stjórnmálamenn ™ eru farnir að velta fyrir sér spurningunni: Hvad er Evrópa? Á endanum verda það kjósendur i aðildarrikj- um sambandsins sem munu svara þeirri spurningu ■32 *r m 1P« ■m ls?~~ Sama fólkið þrátt fyrir ólíka menningarheima? Tyrkneskur drengur mótmælir um- mælum páfa um Islam í vikunni *A5l Vssjfmwsfi. , NARD ti> wnm' Kosningabaráttan fyrir forsetakosn- ingarnar í Frakklandi á næsta ári er að komast á fullt skrið. Þrátt fyrir að viða sé pottur brotinn í frönsku þjóð- félagi hafa tveir af fyrirferðarmestu frambjóðendunum, íhaldsmaðurinn Nicholas Sarkozy og sósíalistinn Sego- lene Royal, litið út fyrir landsteinana undanfarnar vikur og spurt þeirrar áleitnu spurningar: Hvað er Evrópa og hvar liggja landamæri Evrópusam- runans? Spurningin kemur upp vegna umræðu um hugsanlega aðild Tyrk- lands að Evrópusambandinu (ESB) og miðað við umræðuna í Frakklandi má fastlega gera ráð fyrir að þetta mál verði fyrirferðarmikið í stjórnmálum Evrópu á næstu árum. Nicolas Sarkozy, hinn umdeildi innanríkisráðherra Frakklands, sagði fyrir rúmri viku að Evrópusambandið væri ekki eingöngu hugmynd og ferli heldur einnig landfræðileg eining. Ot frá þessum hugmyndum útilokar Sarkozy að Tyrkland geti fengið fulla aðild að sambandinu. Menning lands og þjóðar er einum of ólík evrópskum gildum. Royal, keppinautur Sarkozys, tekur ekki jafn einarða afstöðu. Haft hefur verið eftir henni að Tyrkland eigi ekkert endilega meira erindi í Evr- ópusambandið en til að mynda löndin í Norður-Afríku en á sama tíma hefur hún ítrekað að ekki eigi að útiloka á aðild. Tyrklandsspurningin er vissulega flókin. Hún kallar á umræðu um hver kjarni Evrópusamrunans sé og hvert beri að stefna varðandi hann á 21. öldinni. Greina má tvo meginflokka í umræðunni. Þeir sem vilja sjá Evr- ópusambandið sem lauslegt banda- lag sem byggir á viðskipta- og efna- hagslegu frelsi eru yfirleitt hlynntir aðild Tyrkja. Með slíkri aðild fengist innspýting af ungu vinnuafli, en aldurssamsetning núverandi Evrópu- sambandsríkja er býsna óhagstæð og gæti skapað mikil vandamál í framtið- inni og þrengt verulega að Hfeyris- og velferðarkerfi aðildarríkjanna. Auk þess myndi aðild Tyrklands gera sambandið enn fjölbreyttara og þar af leiðandi yrði erfiðara fyrir áhugamenn um „of- urríki Evrópu” að hrinda draumum sínum í fram- kvæmd. Eins og flestir sem fylgjast með fréttum vita þá á sambandið nógu erfitt með að mynda sam- stöðu í veigamiklum málum í dag - enn meiri fjölgun aðildarríkja myndi flækja ákvörðunartökuferlið frekar. Brú til hins íslamska heims En það eru ekki einungis þeir sem vilja sjá Evrópusambandið sem laus- legt bandalag sem telja mikilvægt að Tyrkir fái aðild. Bandaríkjastjórn hefur lengi lagt mikla áherslu á að- ild Tyrkja að sambandinu. Það að múslímskt lýðræðisríki tilheyri Evr- ópusambandinu gæti reynst Vestur- löndum mikilvæg brú í samskiptum við hinn íslamska heim og myndi aukþess tryggja stoðir Tyrklands sem lýðræðisríkis enn frekar. Bent hefur verið á að alla tíð hefur áhrifaríkasta verkfæri Evrópusambandsins verið að þenja sig út. Með austurstækkuninni svokölluðu voru ríki í Mið- og Austur- Evrópu ættleidd með prýðilegum árangri í hina „evrópsku fjölskyldu” á ný. Stækkunin kom í veg fyrir að einhverskonar tómarúm, sem hefði getað myndað spennu í framtíðinni, myndaðist mitt á milli landamæra sambandsins og Rússlands. Stækkun- arferlið hefur reynst býsna handhægt verkfæri við að tryggja stöðugleika á jaðarsvæðum landamæra Evrópusam- bandsins. Margir telja að nú sé komið að því að nýta það verkfæri í samskipt- unum við Mið-Austurlönd. Erfitt verkefni verður erfiðara En ekki eru allir sammála þessum röksemdum. Áhrifamenn benda á að samrunaferlið sé í öngstræti, ekki síst vegna þess hversu ólika hagsmuni og áherslur aðildarríki þess hafa. Örðugt reynist að ná fram samstöðu í mik- ilvægum málum. Tilraunir til þess að skerpa á stjórnsýslu sambandsins hafa mistekist að undanförnu, saman- ber það að stjórnarskrá sambandsins var hafnað af kjósendum á sínum tíma. Þeir sem telja að örlög Evrópu- sambandsins hljóti að vera þau að byggja upp pólitískan styrk í skjóli gríðarlegrar efnahagsstærðar sam- bandsins benda á að hugmyndafræði sambandsins byggi á evrópskum gildum og að Tyrkland tilheyri ekki Evrópu. Samruninn hafi endimörk sem nái ekki til Tyrklands. Meginverk- efni aðildarríkja Evrópu næstu árin hljóti að felast I því að gera sambandið stjórnanlegra og skerpa á meginmark- miðunum og getunni til þess að gæta hagsmuna þess á alþjóðavettvangi. Að- ild Tyrklands i náinni framtíð fer ekki saman við það verkefni. Almenningur mun svara að lokum Vangaveltur um hvort Tyrkland tilheyri Evrópu eða ekki eru góðra gjalda verðar og svarið við þeirri spurningu veltur á skilgreiningu þess hvað Evrópa eiginlega sé. Hafa verður í huga að hugmyndin um Evrópu og Evrópusambandið er tvennt ólíkt. Hið fyrrnefnda er afurð þúsund ára gam- allar menningar og hugmyndasögu. Hið síðarnefnda var fundið upp af pólitískri elítu á sínum tíma og átti sér ekki uppsprettu hjá almenningi. Ef til vill útskýrir það hversu örðugt hinni pólitísku elítu reynist að fá þegna aðildarríkjanna til þess að samsama sig við hugmyndir sambandsins um evrópsk gildi. Þetta er ákaflega mikil- vægt í ljósi þess að það verður almenn- ingur í Evrópu sem mun á endanum svara Tyrklandsspurningunni. Það að sú spurning er farin að verða að kosningamáli i einu helsta ríki Evrópu- sambandsins gefur vísbendingar um að eitt af meginverkefnum evrópskra stjórnmála næstu árin muni felast í að finna viðundandi svar við henni. Örn Arnarson Skrífar m samband ESB k ogTyrklands Fréttaljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.