blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaðið mennmg menning@bladid.net Fólk skilur sjaldnast í sátt því ef það ríkti sátt mundi fólk ekki skilja. MARCEL PROUST Afmælisbörn dagsins T.E. HULME RITHÖFUNDUR, 1883 LAUREN BACALL LEIKKONA, 1924 Sagnfræðin er lifandi fag Guðni Th. Jóhannesson Sagnfræðingurinn segir að hafa þurfi varann á þegar sagt sé að sagan sanni þetta og hitt. Málþing um Yosoy Á dögunum kom nýjasta skáld- saga Guðrúnar Evu Mínervu- dóttur, Yosoy, út (kílju hjá Eddu útgáfu. Af því tilefni verður haldið málþing um verkið í Iðusölum, Lækjargötu mánudaginn 18. sept- ember klukkan 20. Aðdáendur Guðrúnar Evu ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara en auk þess sem höfundur- inn mun sjálfur stíga á stokk og lesa úr bókinni, þá mun Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði, fjalla um Yosoy-sársaukann og Ulfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur fjalla um verkið og höf- undinn. Yosoy — Af líkamslistum og hugarvíli í hryilingsleikhúsinu við Álafoss kom fyrst út fyrir jólin 2005. Bókin hlaut mikið lof gagn- rýnenda og Menningarverðlaun DV 2005 í flokki fagurbókmennta. Guðrún Eva hefur vakið mikla at- hygli fyrir verk sín á undanförnum árum. Yosoy er metnaðarfyllsta skáldverk hennar til þessa, kraft- mikil skáldsaga um sársauka og mannlegt eðli, göfugar ástir og afkáralega, meðfædda hæfileika og áunna - saga um það hvernig menn rækta þær guðsgjafir sem þeim eru gefnar. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis. Leiðsögn um listina Sunnudaginn 17. september klukkan 14 mun Elísa Þorsteins- dóttir listfræðingur vera með leið- sögn um sýninguna, Landslagið og þjóðsagan. Elísa Björg mun skoða verkin á sýningunni í tímaröð og bera þau saman út frá mismunandi for- sendum og þjóðfélagsaðstæðum á hverjum tíma. Hún er starfandi listasögukennari við Menntaskól- ann í Kópavogi. að vekur ávallt spennu og eftirvæntingu hvert haust þegar Sagnfræð- ingafélag Islands ýtir fyrirlestraröð sinni úr vör en fyrirlestrarnir eru fyrir löngu orðnir að föstum lið í menn- ingarlífi höfuðborgarinnar yfir vet- urinn. Nú hefur hulunni verið svipt af röð vetrarins og er yfirskriftin að þessu sinni „Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun'. Þórarinn Eldjárn rithöfundur hóf leikinn í vikunni með erindi sem hann nefndi Ljúgverðugleiki. Fullt var út úr dyrum í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og var góður rómur gerður að erindi Þórarins. Á síð- ustu árum hefur umfjöllunarefni fyrirlestranna verið ákaflega fjöl- breytt, teygst. í allar áttir, yfir lönd og höf. Að þessu sinni horfa fyrirles- arar inn á við og gera tilraun til að kljást við sína eigin fræðigrein, eðli hennar, framtíð og fortíð. Guðni Th. Jóhannesson, formaður Sagnfræð- ingafélags Islands, segir ástæðuna fyrir þessari yfirskrift alls ekki vera þá að sagnfræðingar séu að verða sjálfhverfari. „Við verðum alltaf að passa okkur á því að staðna ekki. Við verðum sífellt að spyrja grundvallarspurn- inga um fagið. Sagnfræði er lifandi fag sem tekur sífelldum brey tingum þótt í grunninn sé það hlægilega ein- falt; að segja bara frá því sem gerðist í gamla daga. En svo vandast málið þegar maður sest niður við það!“ Sannleikur eða lygi? í röð vetrarins kennir ýmissa grasa og þar eru ekki bara sagnfræð- ingar sem stíga á stokk heldur einn- ig fræðimenn úr öðrum greinum. Mörgum fyrirlesurunum er sann- leikshugtakið hugleikið og hvort við mögulega getum nálgast hið sanna í löngu liðnum tíma. „Fyrir áramót munum við talsvert einbeita okkur að sannleikshugtakinu. Getum við, til dæmis sagt eitthvað á þessa leið: „Þetta gerðist og ég hef sannanir fyr- ir því“ eða er sagnfræðirannsókn fyrst og fremst frásögn þess sem segir frá hverju sinni, mótuð af skoð- unum og umhverfi þess sem segir frá? Eftir áramót horfum við svo til þess hvernig það hefur gengið að miðla þekkingu og rannsóknum á liðinni tíð. Sagnfræðingar geta ver- ið afskaplega duglegir við að rann- saka; finna heimildir, smíða fræði- kenningar og skrifa greinar í lærð tímarit. En hverjir miðla svo þeirri vinnu? Hverjir sjá um að koma sög- unni til almennings? Getur verið að sagnfræðingar hafi látið það svolít- ið hjá líða? Og skapar það kannski vandamál? Getur verið að - svo við tökum dæmi - stjórnmálamenn og ferðaþjónustufólk freistist frekar til þess að hafa það sem flottara reyn- ist?“ spyr Guðni og er kampakátur með nýju röðina. Brennandi áhugi Það vekur óneitanlega nokkra furðu hversu góð aðsókn er yfirleitt á hádegisfyrirlestra Sagnfræðinga- félagsins. Þarna eru ekki bara sagn- fræðingar sem verma bekkina við Suðurgötu heldur virðist almenn- ingur hafa mikinn áhuga á því sem fram fer innan veggja þessa mikla musteris. Það er freistandi að spyrja formanninn hverju þessi mikli áhugi á fræðigreininni sæti. „ Sagnfræðirannsóknir eru ekki lög- verndað starf. Hver sem er má auðvit- að skrifa eða grúska um liðna tíð og sem betur fer gera það margir þótt þeir hafi ekki til þess háskólapróf. Sagnfræði á líka mikið erindi í allri þjóðmálaumræðu. Samfélag án sögu er eins og maður án minnis. Maður ætti þó alltaf að hafa varann á þegar einhver fer að segja að sagan sanni þetta eða hitt. Þeir sem það gera eru gjarnan eins og heittrúarmenn sem vitna í kennisetningu til að sanna það sem þeir vilja sanna í það og það skiptið,“ segir Guðni og bætir við að sagan geti í raun sýnt hvað sem er ef þannig er haldið á spilum. „Við sjáum þetta til dæmis með ír- aksstríðið. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í írak sögðu margir að sagan sýndi að ekki mætti láta harðstjóra vera í friði; það yrði bara erfiðara að ráða við þá seinna meir, samanber Hitler og friðþæg- ingarstefnuna. En svo voru aðrir sem sögðu: „Lítið á það sem gerð- ist í Víetnam“. Kannski hlakkar í einhverjum þeirra núna eða þeir þykjast hafa vitað betur en það er í raun mjög vafasamt að nota söguna svona til að réttlæta aðgerðir í sam- tímanum. Sagan getur sýnt það sem menn vilja að hún sýni ef út í það er farið.“ Fyrirlestrar Sagnfræðingafélags íslands fara fram í Þjóðminjasafni íslands við Suðurgötu. Þeir hefjast stundvíslega klukkan 12.05 og lýkur klukkan 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Næsta erindi verð- ur flutt 26. september en þá flytur Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur erindi sem nefnist: „Hvað er satt í sagnfræði?" 10. október stígur svo á stokk breski sagnfræðingurinn An- tony Beevor og fjallar um sagnfræði- rannsóknir í Rússlandi. Beevor hefur meðal annars skrifað metsölu- bækur um orrustuna við Stalíngrad og fall Berlinar í seinni heimsstyrj- öld. Dagskrá vetrarins má finna á www.sagnfraedingafelag.net. hilma@bladid.net Gluggar & hurðir Gluggar, huröir, og svalahuröir úr viðurkenndu FVC-U hágaeöa Kjamagluggar hafa einstakt einangrunargildi og eru til I mörgum gerðum. (slensk framleiðsla og áratuga reynsla Sparaðu tíma • leitaöu tilboöa netfang: gluggar@vortex.is E Kjamagluggar Skemmuvegi 46 • 200 Kópavogl slmi 564 4714 • Fax 564 4713 www.kiarnagluggar.is menningarmolinn las varð miður sín og eyddi síðustu árum sínum í París þar sem hún lést úr hjartaáfalli. Þennan dag árið 1977 lést gríska óperudívan María Callas, 53 ára að aldri. Hún var án efa þekktasta óperusöngkona tuttugustu aldar- innar og varð goðsögn í lifanda lífi. Aðdáendur hennar víluðu ekki fyrir sér að standa í röð dögum saman til þess að fá að njóta guðdómlegr- ar raddar hennar sem þótti í senn ákaflega blæbrigðarík, tær og sterk. Þó röddin heillaði flesta upp úr skón- um þá var það ekki síður viðburða- ríkt einkalíf dívunnar sem vakti athygli heimsins. Callas var árum saman í sambandi við gríska skipa- kónginn Onassis en hún yfirgaf eiginmann sinn, Giovanni Battista, árið 1959 fyrir hann. Sambandi Cal- las við skipakónginn lauk svo níu árum síðar þegar hann fór að líta Jacqueline Kennedy hýru auga. Cal- m Díva deyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.