blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16'. SEPTEMBER 2006 blaðiö Tækifæri á tímamótum Þær kynslóðir íslendinga sem nú eru uppi hafa sennilega meira fram- kvæmdaafl og tæknivit í höndum og kolli en allar þær til samans sem á undan eru gengnar. Við getum notað þetta afl og vit til að lifa góðu lífi í landinu - en við getum líka misst vald á því, rétt einsog lærisveinn töframannsins, þannig að afl okkar og vit skemmi landið og spilli til frambúðar vatni, lofti og náttúru. Munurinn á okkur og þeim kynslóðum Islendinga sem til dæmis ruddu skóginn og ofbeittu heiðarnar - hann er sá að þeim verður að fyrirgefa. Þær lifðu við fátækt og vankunnáttu um vistkerfi og náttúrugæði. Okkur verður hins- vegar ekki fyrirgefið ef við skiljum eftir ísland örum skorið. Nú um stundir er tækifæri til þáttaskila, bæði ( atvinnumálum og við náttúruvernd. Það tækifæri verðum við að nýta. Annars er hætta á að ekki yrði aftur snúið - að við verðum til frambúðar háð efnahags- kerfi sem sífellt étur meira og meira af landinu okkar en ryður burtu því atvinnulífi sem nýtir hugvitið og vinnur með náttúrunni. Annarsvegar vekur Kárahnjúka- virkjun fullreist erfiðar spurningar, líka í hugum þess hluta almennings og stjórnmálamanna sem studdu þessa framkvæmd. Hinsvegar er nú - nánast einsog óvart - komið á í orkumálum svokallað samkeppn- isfyrirkomulag þar sem fyrirtækin (öll opinber) keppast við að festa sér virkjunarsvæði til stóriðjusölu. Ætlun Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins sem jþér hefur stjórnað alltof lengi er sú að þær ákvarðanir verði teknar fjarri almenningi og um allt land, margar um dýrmæt náttúrusvæði. Jón Sigurðsson fram- sóknarmaður getur þessvegna sam- þykkt þær allar á mánudaginn. Þá berast sífellt ógnvænlegri tíð- indi af loftslagsbreytingunum. Við hér erum því miður ekki fjærst í eilífðar útsæ gagnvart þeim breyt- ingum, samanber nýlegar loðnu- fréttir. Á hinn bóginn höfum við ýmislegt fram að færa í alþjóðastarfi gegn þessari vá, og höfum sjálf tæki- færi til að leggja mikið af mörkum. Náttúruvernd í forgang Við þessar aðstæður setur Sam- fylkingin fram tillögur um að styrkja stöðu náttúru- og umhverf- isverndar á Islandi - tillögur sem við köllum miklu nafni: Fagra ís- land. Nafnið sýnir hvað við eigum við. Við teljum að náttúrugæðum landsins sé hætta búin og lítum á það sem meginverkefni næstu ára að tryggja náttúruvernd til fram- búðar - gefa upp á nýtt, þannig að hagsmunir sjálfbærrar nýtingar - þar á meðal og ekki síst ýmiskonar verndar - séu í öndvegi. Tillögur Samfylkingarinnar eru í stórum dráttum þrennskonar, fjalla um náttúruvernd, um lofts- lagsmál og um bætta réttarstöðu almennings í umhverfismálum. Náttúruverndarhlutinn af tillögum okkar hefur að vonum vakið mesta athygli enn sem komið er. Við viljum að á nokkrum miss- erum verði farið yfir öll náttúru- svæði landsins í sérstakri áætlun, þau rannsökuð eftir megni og síðan flokkuð með tilliti til vernd- argildis. Að lokum njóti öll verð- mætustu náttúrusvæði og -minjar lagaverndar þannig að net þjóð- garða, friðlanda og ýmiskonar verndarsvæða annarra teygi sig um landið. Eftir verða svæði sem eru tilbúin til annarskonar nýtingar en með beinni vernd, en í þriðja Nú er tækifæri til þáttaskila í atvinnu og náttúruvernd. f’af Möröur Árnason flokki væru þá náttúrusvæði sem ekki eru fullrannsökuð eða menn vilja geyma til frekari umhugsunar - þau njóti einskonar biðverndar. Við köllum þetta „Rammaáætlun um náttúruvernd“ - með annað augað á þeirri ,rammaáætlun‘ sem ein er í gangi núna, þótt hægur sé, og er um orkunýtingu. Frá Langasjó til Grendals: Níu verndarsvæði strax! Á meðan þessu fer fram verði stór- iðjuáformum öllum frestað. Það er lán í óláni fyrir hagsmuni náttúru- verndar að aðrar ástæður knýja líka á um að gleyma slíkum áformum - efnahagsástandið næstu ár, og svo skuldbindingar okkar samkvæmt Kyótó-bókuninni. Samfylkingin lætur sér ekki nægja að leggja til aðferðirnar einar í náttúruverndartillögum okkar. Eins og ástandið er nú verður strax að tryggja vernd tiltekinna náttúru- svæða og -minja fyrir ágangi stór- iðjuhagsmuna. Við nefnum bein- línis níu vatnsföll og háhitasvæði: Jökulsá á Fjöllum og Langasjó sem sameinist Vatnajökulsþjóðgarði, stækkað friðland í Þjórsárverum, Brennisteinsfjöll og Grendal hér á suðvestursvæðinu, Torfajökuls- svæðið og Kerlingarfjöll, jökulárnar í Skagafirði og hið mikla Skjálfanda- fljót. Þessi náttúrunöfn eru til vitnis um að við meinum það sem við segjum og erum reiðubúin að beita okkur til fulls - öll saman - fyrir málstað hins fagra Islands. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna utan við stjórnmálin. Nú liggja 13 umsóknir á borði iðnaðarráðherra um rannsóknar- og nýtingarleyfi a stigaganginn Falleg aðkoma að heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt. Viö seljum vönduð og endingargóð teppi sem eru ofnæmisprófuð og á góðu verði. o ÓfeppeA/ a 32 Sími 533 5060 www.stepp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.