blaðið - 16.09.2006, Side 18

blaðið - 16.09.2006, Side 18
18 LAUGARDAGUR 16'. SEPTEMBER 2006 blaðiö Tækifæri á tímamótum Þær kynslóðir íslendinga sem nú eru uppi hafa sennilega meira fram- kvæmdaafl og tæknivit í höndum og kolli en allar þær til samans sem á undan eru gengnar. Við getum notað þetta afl og vit til að lifa góðu lífi í landinu - en við getum líka misst vald á því, rétt einsog lærisveinn töframannsins, þannig að afl okkar og vit skemmi landið og spilli til frambúðar vatni, lofti og náttúru. Munurinn á okkur og þeim kynslóðum Islendinga sem til dæmis ruddu skóginn og ofbeittu heiðarnar - hann er sá að þeim verður að fyrirgefa. Þær lifðu við fátækt og vankunnáttu um vistkerfi og náttúrugæði. Okkur verður hins- vegar ekki fyrirgefið ef við skiljum eftir ísland örum skorið. Nú um stundir er tækifæri til þáttaskila, bæði ( atvinnumálum og við náttúruvernd. Það tækifæri verðum við að nýta. Annars er hætta á að ekki yrði aftur snúið - að við verðum til frambúðar háð efnahags- kerfi sem sífellt étur meira og meira af landinu okkar en ryður burtu því atvinnulífi sem nýtir hugvitið og vinnur með náttúrunni. Annarsvegar vekur Kárahnjúka- virkjun fullreist erfiðar spurningar, líka í hugum þess hluta almennings og stjórnmálamanna sem studdu þessa framkvæmd. Hinsvegar er nú - nánast einsog óvart - komið á í orkumálum svokallað samkeppn- isfyrirkomulag þar sem fyrirtækin (öll opinber) keppast við að festa sér virkjunarsvæði til stóriðjusölu. Ætlun Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins sem jþér hefur stjórnað alltof lengi er sú að þær ákvarðanir verði teknar fjarri almenningi og um allt land, margar um dýrmæt náttúrusvæði. Jón Sigurðsson fram- sóknarmaður getur þessvegna sam- þykkt þær allar á mánudaginn. Þá berast sífellt ógnvænlegri tíð- indi af loftslagsbreytingunum. Við hér erum því miður ekki fjærst í eilífðar útsæ gagnvart þeim breyt- ingum, samanber nýlegar loðnu- fréttir. Á hinn bóginn höfum við ýmislegt fram að færa í alþjóðastarfi gegn þessari vá, og höfum sjálf tæki- færi til að leggja mikið af mörkum. Náttúruvernd í forgang Við þessar aðstæður setur Sam- fylkingin fram tillögur um að styrkja stöðu náttúru- og umhverf- isverndar á Islandi - tillögur sem við köllum miklu nafni: Fagra ís- land. Nafnið sýnir hvað við eigum við. Við teljum að náttúrugæðum landsins sé hætta búin og lítum á það sem meginverkefni næstu ára að tryggja náttúruvernd til fram- búðar - gefa upp á nýtt, þannig að hagsmunir sjálfbærrar nýtingar - þar á meðal og ekki síst ýmiskonar verndar - séu í öndvegi. Tillögur Samfylkingarinnar eru í stórum dráttum þrennskonar, fjalla um náttúruvernd, um lofts- lagsmál og um bætta réttarstöðu almennings í umhverfismálum. Náttúruverndarhlutinn af tillögum okkar hefur að vonum vakið mesta athygli enn sem komið er. Við viljum að á nokkrum miss- erum verði farið yfir öll náttúru- svæði landsins í sérstakri áætlun, þau rannsökuð eftir megni og síðan flokkuð með tilliti til vernd- argildis. Að lokum njóti öll verð- mætustu náttúrusvæði og -minjar lagaverndar þannig að net þjóð- garða, friðlanda og ýmiskonar verndarsvæða annarra teygi sig um landið. Eftir verða svæði sem eru tilbúin til annarskonar nýtingar en með beinni vernd, en í þriðja Nú er tækifæri til þáttaskila í atvinnu og náttúruvernd. f’af Möröur Árnason flokki væru þá náttúrusvæði sem ekki eru fullrannsökuð eða menn vilja geyma til frekari umhugsunar - þau njóti einskonar biðverndar. Við köllum þetta „Rammaáætlun um náttúruvernd“ - með annað augað á þeirri ,rammaáætlun‘ sem ein er í gangi núna, þótt hægur sé, og er um orkunýtingu. Frá Langasjó til Grendals: Níu verndarsvæði strax! Á meðan þessu fer fram verði stór- iðjuáformum öllum frestað. Það er lán í óláni fyrir hagsmuni náttúru- verndar að aðrar ástæður knýja líka á um að gleyma slíkum áformum - efnahagsástandið næstu ár, og svo skuldbindingar okkar samkvæmt Kyótó-bókuninni. Samfylkingin lætur sér ekki nægja að leggja til aðferðirnar einar í náttúruverndartillögum okkar. Eins og ástandið er nú verður strax að tryggja vernd tiltekinna náttúru- svæða og -minja fyrir ágangi stór- iðjuhagsmuna. Við nefnum bein- línis níu vatnsföll og háhitasvæði: Jökulsá á Fjöllum og Langasjó sem sameinist Vatnajökulsþjóðgarði, stækkað friðland í Þjórsárverum, Brennisteinsfjöll og Grendal hér á suðvestursvæðinu, Torfajökuls- svæðið og Kerlingarfjöll, jökulárnar í Skagafirði og hið mikla Skjálfanda- fljót. Þessi náttúrunöfn eru til vitnis um að við meinum það sem við segjum og erum reiðubúin að beita okkur til fulls - öll saman - fyrir málstað hins fagra Islands. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna utan við stjórnmálin. Nú liggja 13 umsóknir á borði iðnaðarráðherra um rannsóknar- og nýtingarleyfi a stigaganginn Falleg aðkoma að heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt. Viö seljum vönduð og endingargóð teppi sem eru ofnæmisprófuð og á góðu verði. o ÓfeppeA/ a 32 Sími 533 5060 www.stepp.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.