blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaftiö Flestir trúa á eitthvað, hvort sem það eru æðri máttarvöld eða tilvist yfirskilvitlegra fyrirbæra á borð við álfa, tröll og afturgöngur. Sögnin að trúa getur reyndar haft ólíka merkingu eftir því samhengi sem hún er sett t og sumumfinnst hún jafnvel vera ofnotuð og misskilin. Blaðið leitaði tilfimm valinkunnra ein staklinga ogfékk þá til að segja sér hvað þeir tryðu á. Sigurjon Þorðarson alþingismaður Trúin alltaf persónuleg Ásatrú er náttúruhyggja þar sem menn virða krafta náttúrunnar og goð- in eru bæði holdgervingar viskunnar og krafta náttúrunnar. Það má kannski segja að við sjáum okkur sem hluta af náttúrunni en í ýmsum öðrum trúarbrögðum þá trónir maðurinn á toppnum í sköpun- arverkinu. Það sem hefur alltaf höfðað til mín í ásatrúnni er siðfræðin sem birtist I Hávamálum. Ég held að hún höfði mjög til hins venjulega íslendings nú á tímum og eigi enn við. Frá mínum bæjardyrum séð snýst þetta líka um að bera virðingu fyrir menningarverðmætum og þeim gildum sem forfeður okkar komu með sem mér finnst að íslendingar hafi sumir hverjir ekki séð hvað eru mik- ils virði. Ég held að trú hljóti alltaf að vera persónuleg, sama i hvaða trúarfélags- skap menn eru. Hvort sem menn eru kristnir, múslímar eða ásatrúar þá er það alltaf persónuleg upplifun á hvað fólk trúir. Ég held að það gleym- ist stundum. I fornum sið var mjög mikið umburðarlyndi gagnvart öðrum trúar- brögðum. Það er kannski það sem skiptir mestu máli, að í trúarbrögð- um sé borin virðing fyrir lífsskoðunum annarra og þeim sýnt umburð- arlyndi. Ásta Arnardóttir jógakennari Þarf að vökva réttu fræin Ég trúi á kærleikann í verki, að allt lífið á jörð- inni sé ein skapandi heild og að tilgangur okk- ar hér á jörðinni sé að vaxa og þroskast í visku og kærleika og meðvitund um þessa heild. Meðvitund skapar vernd og móðir jörð þarf á meðvitund okkar að halda. Móðir jörð þarf virkilega á meðvitundinni að halda því það er margt sem bankar á dyrn- ar. Stundum vaknar maður til vitundar þegar maður er alveg kominn á botninn. Það eru dýnamískir tímar en þá er oft tækifæri til breytinga. Þetta kemur fram í því hvernig við umgöng- umst jörðina og hugmyndum um að við séum aðskilin frá náttúrunni. Við höfum tekið lífið svolítið úr samhengi og hólfað það niður. Svo er auðvitað fullt af fólki sem lifir í fullri meðvitund um að við séum ein heild, að við séum loftið sem við öndum að okkur og matur- inn sem við borðum og öll samtengd. Ég trúi einnig á sköpunarkraftinn. Mann- eskjan er ótrúlega skapandi og allt sem við gerum eða gerum ekki getur haft óendanlega mikil áhrif. Við getum vökvað fræ kærleika, þakklætis, örlætis, skilnings og umburðar- lyndis og það hefur mjög mikil áhrif á líf okk- ar og annarra. Við berum algerlega ábyrgð á því hvaða fræ við vökvum í lífinu. Vísindi og skynsöm rök Ég er náttúrlega húmanisti þannig að ég trúi bara á það sem hefur verið sýnt fram á eða sannað með vísindalegum aðferðum eða skyn- sömum rökum. Það sem ekki hefur verið sannað eða sýnt fram á með þeim hætti veit ég ekki hvort sé til. Það á meðal annars við um yfirskilvitleg fyrirbæri. Að vera húmanisti þýðir að maður tekur öllu með fyrirvara og útilokar svo sem ekki margt en svo lengi sem ekki hefur verið sýnt fram á tilvist einhvers með rökum eða vísindalegum aðferðum þá ber að vantreysta þeim hugmynd- um. Það er bara þannig. Ég hef ekki alltaf haft þessa skoðun og var til dæmis trúaður þegar ég fermdist. Upp úr 15 ára aldri fór ég að lesa mikið um vísindi og heimspeki og komst að þessari niðurstöðu upp frá því. Ánnars er hægt að skilgreina íslenska orðið trú á mjög mismunandi hátt. Það getur átt við trú á yfirskilvitleg fyrirbæri eins og trú á guð en það er einnig hægt að nota það í merking- unni að treysta einhverju eða trúa því að það sé gott að vera góður eða siðferðilega þenkj- andi þannig að það fer svolítið eftir því hvaða merkingu maður leggur í orðið hvernig maður svarar spurningunni. Neita mér um trúarbrögð Mér finnst trú oft á tíðum vera ofnotað hug- tak. Mér finnst til dæmis alltaf mjög hæpið að tala um að trúa á jólasveininn en það er hægt að trúa því að jólasveinar séu til. Ég vil gjarnan trúa þvi að til séu yfirnáttúr- legar verur þó að ég geti með engu móti sjálfur bent á þær. Mér finnst það svolítið vera skylda mín sem íslendings sem er alinn upp í þessu landi og þessari þjóðtrú að trúa því að það sé til dæmis til huldufólk sem maður geti leitað ásjár hjá. Maður getur ekki haldið því fram að það séu ekki til æðri máttarvöld þó að maður sé ekki endilega sjálfur að velta því fyrir sér eða þakka einhverjum öðrum fyrir eitthvað upp á hvern einasta dag. Ég neita sjálfum mér svolít- ið um trúarbrögð almennt. Ég býst við að ég sé bara svo mikill vísindahyggjumaður að mér finnist það ekki alveg ganga upp. Venjuleg skynsemi segir manni að mið- að við hvernig mannkynið stendur í dag og hvernig það hefur hagað sér í gegnum tíðina þá hljóti að vera ansi lítið um æðri máttarvöld sem grípa í taumana. Fólk á að kanna hlutina til hlítar áður en það leggur fulla trú á það sem stofnanir eða Gott og hugraEkt fólk Gott og hugrakkt fólk skiptir sköpum Ég trúi á fagnaðarerindið, kærleikann og fyr- irgefninguna. Það er svo annað að hafa trú á einhverju, til dæmis í mannlegu samfélagi. Ég hef trú á skynseminni, siðmenntaðri samræðu og góðu og hugrökku fólki. Ein góð og hugrökk manneskja getur skipt sköpum í hvaða samfé- lagi sem er, hvort sem það er stórt samfélag eða bara bekkur í skóla eða vinnustaður. Afi minn var prestur og prófastur í Reyk- holti í Borgarfirði í ríflega fjörutíu ár og ein uppáhaldsritningarorð hans hefjast á orðunum „Verið ávallt glaðir“. Ég er með það letrað á skjá- inn á farsímanum mínum. Afi var frjálslyndur húmanisti og ég styð frjálslynda húmanista 1 kirkjulegum störfum. Svo hef ég trú á því í persónulegu lífi að horfast alltaf í augu við veru- leikann hversu óþægilegur sem hann kann að vera. Rækta alvöru sambönd við fólk. Og vera alltaf tilbúin til að læra eitthvað nýtt, til dæmis reyni ég að læra nýja íþrótt á hverju ári. Maður verður alltaf að vera reiðubúinn að endurskoða afstöðu sína. Fyrir mig hefur komið að rekast á mína eigin fordóma eins og Ijósastaur. Það er hollt og ég hef alltaf haft gott af því að sjá málið framvegis í nýju ljósi. Og ef þú ert að spyrja mig um lífsskoðanir og pólitík þá er ég stoltur krati því jafnaðarstefnan er eina vitið í nútímanum finnst mér að vandlega yfirveguðu máli. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.