blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006
blaðiA
tilveran
tilveran@bladid.net
Halldóra hugsar upphátt
„Hún vill ekki missa sjálfstæðið og falla í „svart-
nætti ástarinnar“ með því að verða of ástfangin
\ og þess vegna velur hún mannsefni sem er
ekki upp á marga fiska.”
Skrefi á undan ástarsorginni
Ég hef einhvern veginn alltaf
haldið að hugmyndir manna um
ástarsambönd væru í grunninn þær
sömu. Fólk verður ástfangið, byrjar
saman og verður svo „hamingju-
samt til æviloka“. En raunin er ekki
endilega þessi. Sumir virðast byggja
sambandið á ansi furðulegum
stoðum, en kunningjakona mín
nokkur er einmitt gott dæmi um það.
Hún hefur vægast sagt módernískar
hugmyndir um samskipti kynjanna
og fussar við öllum grillum sem við
hin gerum okkur um brjálæðislega
ástfangnar turtildúfur eða rómant-
ískt knúserí á fallegu vetrarkvöldi.
1 fyrsta lagi telur hún afar mikil-
vægt að kærastinn sé á allt öðrum
stað en hún í lífinu - helst svo ólikum
að þau eigi akkúrat ekki neitt sam-
eiginlegt. Hún er framakona mikil,
eldklár og með framtíðina fyrir sér.
En hún vill sko ekkert slíkt í fari karl-
manna. Kærasti hennar er til dæmis
óumræðilega latur, væntingalaus til
framtíðarinnar og stígur ekki beint
í vitið. Þegar hún sagði mér þetta
á dögunum rak ég að sjálfsögðu
upp stór augu og innti eftir frekari
upplýsingum um þessar áherslur
hennar í makavali, sem brjóta óneit-
anlega í bága við þau viðmið sem
allir virðast eltast við í dag. En hún
benti mér á að þetta væri auðvitað
mun hentugra en að leita eftir ein-
hverjum sem „passaði henni vel“.
Ef makinn er núll og nix (eins og
hún orðaði það) þarf hún ekki að
hafa áhyggjur af því að hann taki
einhvern daginn fram úr og steypi
henni af stóli í valdabaráttu innan
sambandsins. Eins þykir henni af-
skaplega hentugt að geta vísað öllum
störfum, svo sem heimilisþrifum og
matseld til hans þegar hún er ferlega
bissí á fundum. Þetta er bara hans
verk á heimilinu, ásamt því að húka
hertur í tölvuleikjunum...
Jæja, ég hlustaði spennt á þessa
kostulegu kunningjakonu mína
tala og hló dátt þegar hún lagði
mér línurnar varðandi þessar
hliðar. En brátt fór mig nú að reka
í rogastans...
Ég var ekki fyrr búin að átta mig
á þessum hugmyndum hennar en
hún ákvað að koma með enn eina yf-
irlýsinguna. Súhljómaðisvona: „Svo
skiptir það gífurlegu máli að verða
ekki of ástfangin af kærastanum."
Nei, hættiði nú alveg! Eins og gefur
að skilja varð ég algerlega kjaftstopp,
enda hef ég hingað til ekki heyrt
talað um að bannað sé að vera ást-
fangin afkærastanum. Þegar égbað
um nánari útskýringar stóð ekki á
svarinu: „Ég er ekkert of ástfangin
af mínum og þar af leiðandi er ég in
control. Ef hann heldur fram hjá eða
missir áhugann verður það ekkert
svo slæmt þar sem ég er hvort sem
er ekkert að deyja úr ást.“
Hún sagðist jú elska kærastann,
en ástfangin er hún ekki. Hún vill
ekki missa sjálfstæðið og falla í
„svartnætti ástarinnar“ með því að
verða of ástfangin og þess vegna
velur hún mannsefni sem er ekki
upp á marga fiska. Þá er allavega
ekki hundrað í hættunni ef til sam-
bandsslita kemur... ef hann gefur
henni óvænt reisupassann verður
það álika auðvelt og að klára kafla í
skítsæmilegri bók!
Tja, maður spyr sig...
Erum við ekki komin í ansi ankanna-
lega stöðu ef við förum markvisst að
sniðganga þá sem við hrífumst af til
þess að vera skrefi á undan ástarsorg-
inni og taka fegins hendi við þeim
sem hrífa okkur alls ekki neitt? Má
þá ekki allt eins koma í veg fyrir allt
heila klabbið og vera bara sóló...?
Halldóra Þorsteinsdóttir
Ert þú vinnufíkill?
íslendingar hafa löngum veriö þekktir fyrir þaö aö vinna mikið og lengi enda leggja þeir flestir alúö viö vinnu sína. Margir hverjir hafa ánægju af vinnunni og
kjósa að leggja sig alla fram en einstaka sinnum getur það gengiö of langt. Vinnufíklar taka vinnuna fram yfir allt annað og stundum getur það hreinlega haft
áhrif á andlega líðan svo ekki sé minnst á samveru viö vini og fjölskyldu. En þaö er samt ekki þar með sagt aö allir sem vinna mikið séu vinnufíklar. Kannaöu
hvort þú ert vinnufíkill með því aö taka þetta einfalda próf.
Hvað vinnurðu marga
tíma á viku?
a) Um 45-60 tíma á viku.
b) Að minnsta kosti 60 tima
á viku.
c) Oftast næ ég 15 tímum á viku.
d) Um 40-45 tímum á viku.
Hvenær fórstu síð-
ast í sumarfrí?
a) Ég var að klára sumarfríið
mitt um daginn.
b) Ég tók mér tvo daga í sumar en
annars eru um 2 ár síðan ég fór í al-
mennilegt sumarfrí.
c) Ég tókþað í sumar en á viku eftir
sem ég ætla að nýta í kringum jólin.
d) Eg er ekki viss, það eru senni-
lega nokkur ár síðan.
3Hvernig líður þér ef þú
ert ekki ívinnunni?
a) Mér finnst eins og ég sé
ekki til, eins og heimur minn
muni hrynja.
b) Ég er mjög sátt/ur enda get ég þá
gertþaðsemégvil.
c) Ég verð eirðarlaus og veit ekki
hvað ég á af mér að gera.
d) Það er alltaf gott að fá frí.
4Hefurðu ánægju
af vinnu þinni?
a) Já, ég er alveg sátt/ur.
b) Bæði og.
c) Ég gerði það í fyrstu en álagið er
orðið heldur mikið.
d) Ég þarf á henni að halda.
5Eru margir færir um
að vinna þitt starf?
a) Já, og sennilega betur en
éggeriþað.
b) Já, vitanlega en það kemur samt
ekki í veg fyrir að ég geri mitt besta.
c) Nei, ég myndi ekki halda það. Að
minnsta kosti ekki á þann hátt sem
ég geri það.
d) Það getur alveg verið, en mér
finnst samt best að sinna þessu
sjálf/ur.
Hversu oft eyðirðu tíma
með fjölskyldu þinni?
a) Eins oft og ég get en
fjölskyldan víkur oft fyrir
vinnunni.
b) Ég er eiginlega alltaf með henni.
c) Ég eyði öllum mínum frítíma
með henni og ég hef yfirleitt nægan
frítíma.
d) Stundum en fjölskyldan verður
að skilja að vinnan er mér mikilvæg.
7Hvernig líður þér allajafna,
andlega og iíkamlega?
a) Eg er alltaf mjög þreytt/
ur og vildi ég hefði meiri tíma
fyrir allt.
b) Mér líður jafnan vel en gæti
borðað hollari mat.
c) Bara prýðilega, en ekki hvað?
d) Álagið er mikið og þreytan eftir
því.
8Myndirðu segja að
þú værir haldin/n
sjálfseyðingarhvöt
af einhverju tagi?
a) Nei, það vona ég ekki.
b) Það vottar fyrir því stundum
í hegðun minni en ég reyni að hafa
stjórnáþví.
c) Já, en ekki hvað varðar vinnuna.
d) Nei, frekar þjáist ég af því að
vera of góð/ur við mig.
Teldu saman stigin:
1. a) 3 b)4 01 d)2
2. a) 1 b)3 02 d)4
3. a)4 b) 1 03 d)2
4. a)2 b) 3 04 d) 1
5. a)1 b)2 04 d) 3
6. a) 3 b) 1 0 2 d)4
7. a)4 b)2 01 d) 3
8. a)2 b)4 03 d) 1
0-8 stig:
Það er ekki hægt að segja að þú sért vinnuflkil
þú ert einmitt andstæðan við það. Þú hefur
litla ánægju af vinnunni og ef þú fengir að ráða
myndirðu helst hanga heima alla daga. Þú sinnir
vinnunni þvl af nauösyn. Þú ættir að breyta um
viðhorf eða jafnvel fá þér nýja vinnu Það er mikil-
vægt að vinnan sé áhugaverð og krefjandi. Hver
veit nema viðhorfið breyttist ef þú fengir eitthvað
skemmtilegt að gera.
9-15 stig:
Þú virðist feta hinn þrönga veg aö ná jafnvægi
á milli vinnu og einkallfs. Þú leggur þig fram I
vinnunni á meðan þú ert þar en passar þig að
skilja vinnuna eftir þegar heim er komlð. Þú hefur
metnað til að gera vel og hefur þvl ánægju af
vinnunni. Einstaka sinnum áttu það hins vegar
til að vera eilltið kærulaus og leyfa þér of mikið
I vinnunni. Mundu að einungis þeir eru farsælir
sem leggja sig alltaf 100 prósent fram.
16-24 stig:
Það verður ekki hjá þvi komlst að þú þjáist af
einhvers konar vinnufíkn. Þegar valiö stendur á
milli vinnunnar og einkallfsins leyfirðu vinnunni
að oftast taka yfirhöndina, þrátt fyrir að þér
gremjist það val þitt. Þér finnst sem líf þitt sé lltils
virði nema þú hafir vinnuna að hugsa um og nóg
að gera. Það er alltaf jákvætt þegar fólk leggur
alúð við vinnu slna en hins vegar ber að varast að
leyfa henni að stjórna llfi sinu. Leyfðu sjálfrl/um
þér að slappa af og njóta llfsins, án þess að hafa
hugan við vinnuna. Prófaðu að vinna ekkert
heila helgi og kannaðu hvort það sé ekki bara
skemmtilegt. Taktu langt hádegishlé án þess að
fá samviskubit og leyfðu vinnunni að blða. Með
smá æfingu verða athafnir sem þessar auðveldar
og eðlilegar.
24-32 stig:
Vinnuflkn er mjög ríkjandi I þínu lifi og senni-
legast hefur þú þegar áttað þig á þvl. Vlnnuflkn
getur orðið alvarleg’ og sumir vilja hreinlega kalla
hana sjúkdóm. Ef þér finnst sem vinnuflknin sé
komin á hættulegt stig er ráðlegast að leita lækn-
is sem fyrst. Auk þess er um að gera að reyna að
njóta lífsins örlítið og sætta sig við að enginn er
ómissandi, ekki einu sinni þú. Taktu sumarfrl og
þvingaðu sjálfa/n þig I langt ferðalag þar sem
ekki er möguleiki að þú getir nálgast vinnuna.
Reyndu að skemmta þér og skilja vinnuna eftir
heima.