blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 4 blaðiö „Því eldri sem maður verður því betri grein gerir maður sérfyrir því hvað maður veit lítið. Maður áttar sig á því að lífið er flókið. Eg held að það sé holltfyrir stjórn- málamenn að átta sig á því að þannig er veröldin. Hún erflókin og margbreytileg." Hvað með manninn sem margir segja að sé mesti snillingur tónlistar- sögunnar, Mozart? Ertu sammála því mati? „Ég held að það sé erfitt að neita því. Svo ég tali nú eins og hagfræð- ingur þá sést það þegar litið er á fjölda verka hans og gæði þeirra. Hann náði að afreka gríðarlega mikið á stuttum tíma og verk hans eru í hæsta gæðaflokki. Afrek hans eru eiginlega ómennsk. Samt er það þannig að ef einhver spyr mig um uppáhaldspíanista eða tónlistarmann þá segi ég venjulega: Ja, þessi er á lista mínum yfir topp 20. Svo breytist listinn eftir því hvernig maður er stemmdur þá stundina. Fyrir einhverjum árum hefði maður svarað mjög kokhraustur og nefnt nöfn án þess að hika og sagt: Þessi er sá besti sem til er. Núorðið held ég að ég myndi seint gefa slíkt svar. Þetta snýst svo mikið um það hverju maður er að leita eftir og hvað það er sem hrífur mann þá stundina." Heldurðu þá að hluti af því að eldast sé að komast að því að lífið er flóknara en maður héltþegar maður varyngri? „Það skrýtna er að maður hélt að eftir því sem maður yrði eldri því betur myndi maður skilja heiminn. Mér finnst þetta vera öfugt. Því eldri sem maður verður því betri grein gerir maður sér fyrir því hvað maður veit lítið. Maður áttar sig á því að lífíð er flókið. Ég held að það sé hollt fyrir stjórnmálamenn að átta sig á því að þannig er veröldin. Hún er flókin og margbreytileg." Pólitísk sinnaskipti Þú varst vinstrimaður í pólitík en gerðist síðan hœgrimaður. Hvernig vildi það til? „Ég ólst upp á vinstrisinnuðu heimili þar sem pabbi minn var í bæjarstjórn fyrir Alþýðubandalagið á Sigluíirði í tólf ár. Það var örugg- lega áfall fyrir foreldra mína þegar ég gerðist hægrimaður. Vinir þeirra hafa oft spurt: „Hvað gerðist? Var þetta félagsskapurinn? Hvað var það sem fór svona hörmulega úrskeiðis?" Þegar ég ákvað að segja föður mínum frá pólitískum sinna- skiptum mínum bað ég hann um að koma í bíltúr með mér. Það hafði ég aldrei áður beðið hann um og honum brá nokkuð. Hann taldi sig vita að ég ætlaði að segja honum alvarlegar fréttir. Ég held að hann hafi verið feginn þegar ég var bara að segja honum að ég væri orðinn hægrimaður en ekki að ég gengi með banvænan sjúkdóm. Þessi sinnaskipti urðu á síðasta árinu í menntaskóla og fyrsta árinu þar á eftir. Hluti af því var félags- skapur og bækur sem ég las og síðan held ég að ég hafi ekki haft slæmt af veru minni á Flateyri í frystihúsinu þar sem ég vann á sumrin. Fram að þeim tíma var ég sannfærður um að hagsmunir fyrirtækja og þeirra sem ynnu þar gætu ekki farið saman, og ég taldi mig geta fært rök fyrir því. En þarna í frystihúsinu skynjaði ég afar sterkt að það skipti öllu fyrir lífsafkomu mína um veturinn hvort mikið var að gera í frystihúsinu á sumrineðaekki. Þetta ásamt mörgu öðru gerði að verkum að ég fór að sjá hlutina í öðru ljósi en áður. Ef það var eitthvað eitt sem sló mig sterkt þegar ég var að skipta um pólitíska skoðun þá var það þegar það rann upp fyrir mér hversu von- laust verkefni það væri að stýra sam- félaginu í stóru sem smáu. Framför snýst um þekkingu, þekkingu á stað- háttum, þekkingu á tækni, þekkingu á mannlífinu. Þessari þekkingu er dreift svo víða og þegar menn ætla sér að stýra þjóðfélaginu í smæstu at- riðum þá reka þeir sig á það að þekk- ing þeirra á veröldinni er svo lítil. Þess vegna er betra að dreifa valdinu til sem flestra og nýta þekingu sem flestra. Það var þessi uppgötvun sem átti kannski stærstan þátt í að gera mig að hægrimanni." Atvinnuviðtai hjá Davíð Hvernig líkar þér að hafa atvinnu- stimpilinn „aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar'? „Mér líkar það vel. Fyrir mig var mikið gæfuspor að Davíð Oddsson réð mig í vinnu. Ég hef reyndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.