blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 8
GAMAJl’ STRÁKURINN J farinn að talk^'X—< NÝTT BIAD KOMIÐ ÚT! Karen Gestsdóttir harmi slegin: f Halim Al elskar 8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaðiö VATIKANIÐ UTAN UR HEIMI Krefjast afsökunarbeiðni Raddir meðal leiðtoga múslíma um heim allan krefjast þess að Bene- dikt páfi biðjist opinberlega afsökunar vegna ummæla sinna í vikunni um íslam. í ræðu í vikunni vitnaði páfi i orð býsansks keisara frá 14. öld sem gagnrýndi útbreiðslu trúarbragða með sverði. Talsmaður páfa sagði í gær að hann virti íslam en fordæmdi trúarbragðaofbeldi. Meistaradeildin: Auglýsa ekki opna leiki Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir einn leik í opinni dagskrá í hverri umferð Meistaradeildar Evrópu. Forsvarsmenn stöðv- arinnar vilja þó ekki auglýsa hvaða leikur það er hverju sinni. „Við ákveðum þegar nær dregur leikdögunum sjálfum hvaða leikur umferðarinnar verður sýndur í opinni dag- skrá og þá má nálgast þær upplýsingar í þjónustuver- inu,“ segir Hilmar Björnsson, forstöðumaður Sýnar. SETTU ÞAÐ SAMAN STS AEG Kr.275.923. KLASSlSK-HVlT/KL 3 sýningarsalir: HEIMILISTÆKIÁ TILB0Ð5VERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR ■ 1 BETRI LEtÐ , ■nLAÐ'ítR5W ' \ Kr. 210.381.- HVlTT SPRAUTULAKKAÐ/KF m FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TILÁLAGER -NÚNA ORMSSON 4 •5 ■ ÍðÉifln' Lyfjaverð dýrt á íslandi Ný skýrsla leitar leiða til að lækka lyfjaverð hérá landi Stjórnvöld undirbúa aðgerðir: Vilja lækka lyfjaverðið ■ Ríkið getur gripið inn í ■ Dýrt að skrá lyf Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Gerðar eru víðtækar tillögur um lækkun lyfjaverðs og skoðaðar leiðir til að auka samkeppni á lyfjamarkaði í nýrri skýrslu sem er í vinnslu fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið. Skýrslan verður lögð fram í kringum næstu mánaðamót. Skrifstofustjóri heilbrigðisráðu- neytisins segir nauðsynlegt að auka hlut ódýrra samheitalyfja á lyfja- markaði og endurskoða greiðsluþátt- tökukerfi ríkisins. Talsmaður lyfja- fyrirtækisins Actavis segir erlend fyrirtæki ekki sjá sér hag í því að koma inn á íslenskan lyfjamarkað vegna smæðar hans. Mikill verðmunur „f skýrslunni er lagt upp með að skoða skort á samkeppni á markað- inum og sérstaklega hvernig stendur á því að við erum ekki með ódýr sam- heitalyf hér,“ segir Einar Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis. Hann segir nauðsynlegt að finna leiðir til að opna markaðinn og lækka lyfjaverð. „Það er margt sem virkar samkeppn- ishamlandi á markaðinum og erfitt fyrir nýja aðila að koma inn.“ í sumar hefur á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verið unnið að skýrslu um íslenska lyfja- markaðinn en markmið hennar er að koma með tilllögur um hvernig lækka megi lyfjaverð hér á landi. Verður skýrslan lögð fram í kringum næstu mánaðamót. Nýlegar kannanir benda til þess að verð samheitalyfja sé mun hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Þá hefur einnig verið bent á að hlut- fall frumlyfja sé óvenjulega hátt á markaðinum samanborið við ódýr- ari samheitalyf. Einar segir skýrsluna afar víðtæka og býst við því að unnið verði úr til- lögunum fljótlega eftir að hún liggur fyrir. „Ráðherra hefur sagt mjög skýrt að ef markaðurinn virkar ekki í því að skila ódýrum \ Þarfaðopna lyfjamarkaðinn Einar Magnússon, skritstofustjóri heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytis Erlend fyrirtæki hafa ekki áhuga á islenskum markaði Halldór Kristmannsson,. talsmaður Actavis LaBUKOÐ Iyfjum inn á markaðinn þá þurfi rfkið að grípa inn í með einum eða öðrum hætti. Þá hefur ráðherra einnig viljað endurskoða greiðslu- þátttökukerfi ríkisins sem er komið til ára sinna. Þar þarf ýmislegt að laga og einfalda og þetta er eitt af því sem skýrslan tekur á.“ Lítill áhugi Halldór Kristmannsson, tals- maður Actavis, segir margt þurfa að gerast til að auka hlutdeild sam- heitalyfja á markaðinum. „Það eru ákveðnar leiðir sem hægt er að fara til þess að koma þessum lyfjum fyrr inn á markað, til dæmis að flýta skráningum og auðvelda allt ferlið. Það er gagnkvæmur ávinningur að- ila að fjölga samheitalyfjum. Það er besta tækið sem menn hafa til að lækkalyfjaverð.“ Halldór bendir á að þrátt fyrir að erlend fyrirtæki geti lagt meira á vörur sína hér en á Norðurlöndum hafi þau ekki sýnt mikinn áhuga á þvf að koma hingað til lands. „Ráðu- neytið hefur sett ákveðnar viðmiðun- arreglur til þess að laða hingað fleiri fyrirtæki með því segja að hægt sé að verðleggja samheitalyf hér 20% hærra en að meðaltali á Norður- löndum. Þetta hefur ekki dugað til þess að fyrirtæki hafi komið hingað.“ Að sögn Halldórs er það einfald- lega of kostnaðarsamt fyrir erlend fyr- irtæki í ljósi smæðar markaðarins að skrá lyf sfn hér á landi. „Mark- aðurinn hér er ekki nægilega stór til að menn geti réttlætt þennan mikla kostnað á bak við skráningu samheita- lyfja. Það er mikil vinna að skrá lyf og það er ekki mik- ill munur hvað þetta varðar milli íslands og stærsta lyfja- markaðar í Evrópu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.