blaðið - 16.09.2006, Side 8

blaðið - 16.09.2006, Side 8
GAMAJl’ STRÁKURINN J farinn að talk^'X—< NÝTT BIAD KOMIÐ ÚT! Karen Gestsdóttir harmi slegin: f Halim Al elskar 8 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 blaðiö VATIKANIÐ UTAN UR HEIMI Krefjast afsökunarbeiðni Raddir meðal leiðtoga múslíma um heim allan krefjast þess að Bene- dikt páfi biðjist opinberlega afsökunar vegna ummæla sinna í vikunni um íslam. í ræðu í vikunni vitnaði páfi i orð býsansks keisara frá 14. öld sem gagnrýndi útbreiðslu trúarbragða með sverði. Talsmaður páfa sagði í gær að hann virti íslam en fordæmdi trúarbragðaofbeldi. Meistaradeildin: Auglýsa ekki opna leiki Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir einn leik í opinni dagskrá í hverri umferð Meistaradeildar Evrópu. Forsvarsmenn stöðv- arinnar vilja þó ekki auglýsa hvaða leikur það er hverju sinni. „Við ákveðum þegar nær dregur leikdögunum sjálfum hvaða leikur umferðarinnar verður sýndur í opinni dag- skrá og þá má nálgast þær upplýsingar í þjónustuver- inu,“ segir Hilmar Björnsson, forstöðumaður Sýnar. SETTU ÞAÐ SAMAN STS AEG Kr.275.923. KLASSlSK-HVlT/KL 3 sýningarsalir: HEIMILISTÆKIÁ TILB0Ð5VERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR ■ 1 BETRI LEtÐ , ■nLAÐ'ítR5W ' \ Kr. 210.381.- HVlTT SPRAUTULAKKAÐ/KF m FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TILÁLAGER -NÚNA ORMSSON 4 •5 ■ ÍðÉifln' Lyfjaverð dýrt á íslandi Ný skýrsla leitar leiða til að lækka lyfjaverð hérá landi Stjórnvöld undirbúa aðgerðir: Vilja lækka lyfjaverðið ■ Ríkið getur gripið inn í ■ Dýrt að skrá lyf Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Gerðar eru víðtækar tillögur um lækkun lyfjaverðs og skoðaðar leiðir til að auka samkeppni á lyfjamarkaði í nýrri skýrslu sem er í vinnslu fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið. Skýrslan verður lögð fram í kringum næstu mánaðamót. Skrifstofustjóri heilbrigðisráðu- neytisins segir nauðsynlegt að auka hlut ódýrra samheitalyfja á lyfja- markaði og endurskoða greiðsluþátt- tökukerfi ríkisins. Talsmaður lyfja- fyrirtækisins Actavis segir erlend fyrirtæki ekki sjá sér hag í því að koma inn á íslenskan lyfjamarkað vegna smæðar hans. Mikill verðmunur „f skýrslunni er lagt upp með að skoða skort á samkeppni á markað- inum og sérstaklega hvernig stendur á því að við erum ekki með ódýr sam- heitalyf hér,“ segir Einar Magnússon, skrifstofustjóri heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis. Hann segir nauðsynlegt að finna leiðir til að opna markaðinn og lækka lyfjaverð. „Það er margt sem virkar samkeppn- ishamlandi á markaðinum og erfitt fyrir nýja aðila að koma inn.“ í sumar hefur á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis verið unnið að skýrslu um íslenska lyfja- markaðinn en markmið hennar er að koma með tilllögur um hvernig lækka megi lyfjaverð hér á landi. Verður skýrslan lögð fram í kringum næstu mánaðamót. Nýlegar kannanir benda til þess að verð samheitalyfja sé mun hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Þá hefur einnig verið bent á að hlut- fall frumlyfja sé óvenjulega hátt á markaðinum samanborið við ódýr- ari samheitalyf. Einar segir skýrsluna afar víðtæka og býst við því að unnið verði úr til- lögunum fljótlega eftir að hún liggur fyrir. „Ráðherra hefur sagt mjög skýrt að ef markaðurinn virkar ekki í því að skila ódýrum \ Þarfaðopna lyfjamarkaðinn Einar Magnússon, skritstofustjóri heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytis Erlend fyrirtæki hafa ekki áhuga á islenskum markaði Halldór Kristmannsson,. talsmaður Actavis LaBUKOÐ Iyfjum inn á markaðinn þá þurfi rfkið að grípa inn í með einum eða öðrum hætti. Þá hefur ráðherra einnig viljað endurskoða greiðslu- þátttökukerfi ríkisins sem er komið til ára sinna. Þar þarf ýmislegt að laga og einfalda og þetta er eitt af því sem skýrslan tekur á.“ Lítill áhugi Halldór Kristmannsson, tals- maður Actavis, segir margt þurfa að gerast til að auka hlutdeild sam- heitalyfja á markaðinum. „Það eru ákveðnar leiðir sem hægt er að fara til þess að koma þessum lyfjum fyrr inn á markað, til dæmis að flýta skráningum og auðvelda allt ferlið. Það er gagnkvæmur ávinningur að- ila að fjölga samheitalyfjum. Það er besta tækið sem menn hafa til að lækkalyfjaverð.“ Halldór bendir á að þrátt fyrir að erlend fyrirtæki geti lagt meira á vörur sína hér en á Norðurlöndum hafi þau ekki sýnt mikinn áhuga á þvf að koma hingað til lands. „Ráðu- neytið hefur sett ákveðnar viðmiðun- arreglur til þess að laða hingað fleiri fyrirtæki með því segja að hægt sé að verðleggja samheitalyf hér 20% hærra en að meðaltali á Norður- löndum. Þetta hefur ekki dugað til þess að fyrirtæki hafi komið hingað.“ Að sögn Halldórs er það einfald- lega of kostnaðarsamt fyrir erlend fyr- irtæki í ljósi smæðar markaðarins að skrá lyf sfn hér á landi. „Mark- aðurinn hér er ekki nægilega stór til að menn geti réttlætt þennan mikla kostnað á bak við skráningu samheita- lyfja. Það er mikil vinna að skrá lyf og það er ekki mik- ill munur hvað þetta varðar milli íslands og stærsta lyfja- markaðar í Evrópu.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.