blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaðiö
VEÐRIÐ i DAG
Þykknarupp
Norðaustan 5 til 10 metrar á sekúndu
og rigning eða súld austantil. Skýjað og
smá úrkoma norðanlands en skýjað eða
bjartviðri annars staðar. Hiti 5 til 13 stig,
hlýjast á Suðvesturlandi.
Á MORGUN
Skýjað
Norðaustlæg átt 5 til 10 metrar
á sekúndu. Þurrt víðast hvar en
rigning eða súld norðaustantil.
Veður fer kólnandi.
VlÐAUMHEIM |
Algarve 24
Amsterdam 18
Barcelona 24
Berlín 25
Chicago 9
Dublin 15
Frankfurt 14
Glasgow 13
Hamborg 18
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 20
London 18
Madrid 25
Montreal 11
New York 17
Orlando 23
Osló 14
Palma 24
Paris 16
Stokkhólmur 21
Þórshöfn 11
Flugfarþegi:
Ól barn í
háloftunum
Flugvél á vegum British Air-
ways á leið frá London til Boston
á austurströnd Bandaríkjanna
þurfti að lenda í skyndingu
eftir að kona fékk fæðingar-
hríðir eftir að vélin tók á loft
á laugardagskvöld. Hríðirnar
hófust þegar vélin var yfir miðju
Atlantshafi og tóku flugstjórar
vélarinnar þá ákvörðun að lenda
henni í Nova Scotia í Kanada.
Konan fæddi barnið rétt áður en
vélin lenti í Kanada. Móðir og
barn voru flutt á næsta sjúkra-
hús eftir lendingu.
Samkvæmt reglum British Air-
ways er vanfærum konum sem
eru komnar lengra en 36 vikur á
leið meinað að fljúga með félag-
inu. Þrátt fyrir það hljóta áhafn-
armeðlimir þjálfun í að bregðast
við aðstæðum sem þessum.
Kakkalakkar í skátabúning Sex
kakkalakkar fundust en ekki er vitaö
hvernig þeir komust í húsið
HVIMLEIÐIR KAKKALAKKAR
Þýski kakkalakkinn (Blattella germanica) er algeng-
astategundin sem fundist hefur hér á landi og er
hann nokkuð lítill. Hann erfrá 1,3 sentimetrum
upp i 1,6 á stærð. Hann hefur ágætis aðlögunar-
hæfni. Einnig hafa komið upp tilfelli þar sem am-
erískir kakkalakkar hafa fundist en þeir eru talsvert
stærri og þola fslenska veðráttu illa en þeir munu
vera bundnir við svæði varnarliðsins. Kakkalakkinn
er ekki meinlaus með öllu því hann er alæta og get-
ur skilið eftir sig ýmsar bakteríur. Þeir hafa átt erfitt uppdráttar á Islandi
vegna veöurs og hreinlætisvenja landans og því ekki algengt vandamál.
Eitra þurfti fyrir kakkalökkum í skátaheimili í Hafnarfirði:
Kakkalakkar
í leikskólanum
Varnarviðræðurnar:
Niðurstöður
kynntar í dag
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra mun í dag kynna fyrir
utanríkismálanefnd Alþingis
niðurstöður úr viðræðum
íslenskra stjórnvalda við Banda-
ríkjamenn um áframhaldandi
varnarsamstarf. Fundurinn
fer fram klukkan hálfþrjú í
Þjóðmenningarhúsinu. Um
töluvert skeið hefur ráðherra
ekkert viljað tjá sig opinberlega
um gang viðræðnanna fyrr en
niðurstöður lægju fyrir. Fyrst
verða niðurstöður kynntar ut-
anríkismálanefndinni og síðar
fjölmiðlum.
■ Tuttugu kakkalakkatiIfe11i á ári ■ Hefur veriö eytt af veitingastöðum
Forsætisráðherra íraks:
Óttast borga-
rastyrjöld
Nouri Maliki, forsætisráð-
herra íraks, hvatti súnní-músl-
íma og sjíta til þess að nota
Ramadan, heilagan mánuð
múslíma, til þess að grafa stríðs-
öxina og vinna að þjóðareiningu
landsmanna. Forsætisráðherr-
ann sagði að ef ólíkir hópar í
landinu efldu ekki með sér
bræðralag myndi landið sökkva
í fen borgarastríðs sem myndi
á endanum slíta í sundur þræði
samfélagsins.
Þrátt fyrir ummæli forsæt-
isráðherrans virðist ekkert lát
á skálmöldinni og fórust að
minnsta kosti fimm menn í gær
í sprengjutilræðum. Á sunnudag
féllu hátt í fjörtíu í sjálfsmorðs-
árás í hverfi sjíta í höfuðborg
landsins, Bagdad.
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
,Þeir stærstu voru einn og hálfur
sentimetri," segir Inga María Magn-
úsdóttir, rekstrarstjóri skátaheimil-
isins Hraunbúa í Hafnarfirði. Kalla
þurfti á meindýraeyði í síðustu viku
til að drepa kakkalakka sem höfðu
hreiðrað um sig í eldhúsinu.
Að sögn Ingu varð fyrst vart við
meindýrin síðasta vetur en húsið er
notað sem gistiheimili á sumrin og
sum herbergin eru leigð út um vetur.
Einnig notast leikskólinn Hjalli við
rými í húsinu en skólinn er við hlið-
ina á skátaheimilinu.
„Það var allt tekið í gegn,“ segir Inga
María en kallað var á meindýraeyð-
inn eftir að leikskólakennarar höfðu
veitt tvö kvikindi í glas. Meindýra-
eyðirinn kom síðasta fimmtudag
og eitraði fyrir kakkalakkana, enn
sem komið er hafa sex stykki fundist.
Ekki er vitað hvort þeir séu fleiri en
það tekur þá nokkra daga að koma úr
felum. „Þeir voru nokkuð ógeðslegir,“
segir Inga María, fegin að vera laus
við þessa óboðnu gesti af heimilinu.
Vesældarlegir kakkalakkar
„Þeir virkuðu afskaplega vesæld-
arlegir að sjá,“ segir Sara Dögg Jóns-
dóttir, einingarstjóri barnaskóla
Hjalla á Vífilsstöðum, en þau notuðu
húsið. Hún segir að kennararnir hafi
veitt tvo í glas og því hringt í mein-
dýraeyðinn. I dag nota þau ekki hús-
ið og gera það ekki fyrr en fullljóst er
að kakkalakkarnir séu dauðir. Hún
segir að börnin hafi verið forvitin
um þessa nýju gesti en flestir voru
þó sammála um að þeir fengu ekki
vist ásamt börnunum í skólanum.
„Þeir töluðu nú ekki með hreim,“
segir Sara þegar hún er spurð um
uppruna þeirra en nokkuð hefur
verið í umræðunni tilvera kakka-
lakka á meðal varnarliðsins sem er
að fara af landi brott.
„Það eru svona fimmtán til tuttugu
tilvik sem koma upp á ári hverju,"
segir Róbert Ólafsson, meindýra-
eyðir hjá Meindýravörnum Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar. Hann segir
að oftast nægi tvær heimsóknir en
ef það er einkaheimili þá er nóg að
eitra einu sinni fyrir kakkalakkana.
Hann segir kakkalakkana þrífast á
matarmylsnu, vatni og skjóli. Ef eitt
af þessu vantar þá drepast þeir.
Sauðmeinlaus kvikindi
Kvikindin eru sauðmeinlaus að
sögn Róberts en geta verið leiðinda-
plága því erfitt er að losna við þá.
Bæði þarf að eitra fyrir þá og svo
þarf öfgafullt hreinlæti í kjölfarið.
Þá verður að fara með ruslið út á
hverjum degi, þurrka af vaskinum,
sópa gólfin og margt fleira.
„Þeir byrjuðu að láta sjá sig fyrir
fimmtán árum,“ segir Róbert og
bætir við að heimsóknum þeirra hafi
fjölgað hægt síðan þá. Þá er helst að
finna á gistiheimilum, í verbúðum
og hann hefur jafnvel eytt kakka-
lökkum á veitingastöðum.
Avion Group:
Uppgjör veldur
vonbrigðum
Hagnaður Avion Group á
þriðja ársfjórðungi nam rúmum
210 milljónum króna samkvæmt
uppgjöri sem félagið birti f gær.
Spár höfðu gert ráð fyrir hagnaði
upp á 5,6 milljarða og er hann
því töluvert undir væntingum.
Fram kemur í hálffimmbirtingu
KB banka að frávik spárinnar
skýrist fyrst og fremst af minni
rekstrar- og söluhagnaði.
r
Danski sjóherinn hugleiðir sameiningu varðstöðva á Atlantshafi:
Danir vilja flotastöð á íslandi
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Einhver hefur sagt meira en unnt
er að staðfesta,” segir Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra um þann
orðróm að danski sjóherinn hyggist
sameina varðstöðvar sínar á Græn-
landi og í Færeyjum f eina varðstöð
á íslandi. Háttsettur sjóliðsforingi
staðfesti í samtali við Blaðið að hann
hefði heyrt þessa tillögu nefnda og
verið væri að kanna málin.
Yfirmaður upplýsingadeildar
danska varnarmálaráðuneytisins,
Lennie Fredskov Henson, gat ekki
útilokað að varðstöð danska sjóhers-
ins kæmi til greina á íslandi. Hann
gat ekki gefið upp hversu miklar
líkur séu til þess og sagði aðrar hug-
Danirnir munu
gefa sér tíwa tíl
að meta stöðuna.
Björn Bjarnason
Dómsmálaráðherra
myndir jafnframt koma til greina.
„Forvinna hefur átt sér stað þar
sem ýmsar hugmyndir eru skoð-
aðar og ég á von á að skýrsla með
tillögum verði tilbúin fyrir áramót,”
segir Fredskov. „Niðurstöður skýrsl-
unnar munu ekki endilega leiða til
þeirrar niðurstöðu að ísland verði
fyrir valinu. Meira get ég ekki sagt
um málið þar sem niðurstöður
skýrslunnar liggja ekki fyrir.”
Aðspurður segist Björn kannast
Dönsk flotastöð á íslandi Danir
íhuga að sameina varðstöð sjóhers-
ins á Grænlandi og í Færeyjum í eina
stöð sem staðsett yrði á Islandi.
við að danski sjóherinn ætli að end-
urmeta varðstöðvar sínar.
„Ef ég veit rétt eru Danir að huga
að stöðu höfuðstöðva herafla síns
á Grænlandi vegna breytinga á flug-
samgöngum og ætla þeir að gefa sér
einhvern tfma til að meta, hvað gera
skal við breyttar aðstæður.”