blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaöiA Tekjuskipting - efnahagur Efnahagslegar framfarir á íslandi hafa verið miklar - allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þær hafa hins vegar verið ærið kaflaskiptar - með tímabilum uppgangs og erfið- leika. Síldin kom og síldin fór - at- vinnan gekk í bylgjum. Frá miðjum 7. áratugnum og nær samfellt til 1990 var verðbólgan mikil - eða þar til ríkisstjórn Steingríms Hermanns- onar náði samkomulagi með aðilum vinnumarkaðarins um svokallaða Þjóðarsátt. Frá þeim tima hefur verið mikið rætt um stöðugleika - og þá einkum af forsvarsmönnum ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Samt sem áður hafa komið endurtekin óróaskeið - með verðbólgu og geng- issveiflum. Afkoma atvinnugreina hefur orðið erfið - með uppgangi inn á milli - til dæmis í sjávarút- vegi á meðan gengið fellur og er Iágt. Órói í efnahagslífinu hefur skapast að verulegu leyti fyrir aðgerðir og að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar í bland og Davíð ber sjálfur mesta ábyrgð á vandræðunum. Hvað vará seyði? ■ Ríkisstjórnin setur i gang risafram- kvæmdir - og lækkar á sama tíma skatta á hátekjufólki. ■ Stórfelld einkavæðing ríkisfyrir- tækja - spillist vegna pólitískra helmingasldpta milli Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokksins - og er sett inn í hagkerfið á sama tíma og þensla er fyrirsjáanleg. ■Vaxtaákvarðanir Seðlabankans - eru eina úrræði bankans til að vinna að verðbólgumarkmiði bank- ans - og valda ótvírætt spennu á gengið - sem hækkar og býr til for- sendur fýrir innstreymi fjármagns. Erindi Sam- fylkingarinnar er að uppræta misréttið Benedikt Sigurðsson ■Atvinnurekstur á landsbyggðinni verður fyrir meiri búsifjum af efnahagsástandinu og vaxtastig- inu - en rekstur á þenslusvæðinu - vegna þess að útflutnings- og sam- keppnisgreinar eru illa fjármagn- aðar og bankarnir sinna ekki fjár- mögnun á sumum svæðum eða i einstökum atvinnugreinum. ■Atvinnugreinar landsbyggðar- innar - svo sem ferðaþjónusta fara sérlega illa út úr þessari stöðu - og einnig hluti af sjávarútveginum. ■ Skattar á meðaltekjufólkið og lág- tekjufólkið hafa verið hækkaðir verulega - með því að persónuaf- sláttur fylgir ekki þróun verðlags og launa - og um leið eru barna- bætur, vaxtabætur og lífeyris- greiðslur skertar vegna tekna. (Fólki er refsað afkomulega fyrir að auka tekjur sínar - og sumar fjölskyldur festast þannig í gildru fátæktar). ■ 10% þeirra sem eru rikastir á fs- landi - hafa orðið miklu ríkari en áður - en á þeim hafa skattar og álögur lika verið lækkaðar. ■ Sjúklingar greiða fyrir komur - fyrir lyf, skoðun og aðgerðir - í vaxandi mæli. Sjúklingum er refsað með hárri gjaldtöku fyrir að leggjast ekki inn á spítala vegna minni aðgerða. ■ Skólagjöld i leikskólum - eru íþyngjandi - bein og óbein skóla- —-----------------------------------\ SmctijewtQÍ 46 S • “fcSfreiuoqi VEGNA GÓÐRAR SÖLU, HÖFUM VIÐ PLÁSS FVRIR NOKKRA NÝLEGA BÍLA Á SVÆÐIOG í SAL PORSCHE CAYENNE TURBO 03/03 Ek.39 þ.km. Ásett verð 9,900,- lán 4,900 -Hlaðinn búnaði Innfluttur NÝR T0Y.LANDCR.90VX 33" 7 manna km Árg.97 Ek.293 þ.km (Langkeyrsla) Nýdekk&Felgur PASSAT BASICLINE 1,6 05/97 11 Sþ.km S/V.DEKK V.490,- ■ gjöld eru í lista- og íþróttastarfi - og í framhaldsskóla og háskóla hafa komið bein og óbein skóla- gjöld til dæmis í formi skrán- ingargjalda. Þessi gjaldtaka er síðan ekki virt til frádráttar frá sköttum. Já... Eftir stendur að skattar og álögur hafa hækkað verulega á síðustu árum - og venjulegt fólk, meðal- tekjufólk, láglaunafólk, fjölskyldur, aldraðir, lífeyrisþegar og námsmenn - hafa allir borið skarðan hlut frá hagvexti tímabilsins frá 1995. Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að setja íslandsmet í skatt- heimtu á almenningi og það er því yfirgengileg blekking að halda því fram að skattar hafi verið að lækka á venjulegu fólki. Vísa ég þar í stað- festan samanburð OECD - því ekki vilja ráðherrarnir trúa innlendum útreikningum. Erindi fyrir Samfylkinguna Samfylkingin á erindi i ríkis- stjórn eftir kosningar til að takast á við þetta aukna misrétti sem rík- isstjórn Geirs Haarde ber ábyrgð á. Það hefur komið fram aukin mis- skipting tekna í íslensku samfélagi og breytingin hefur verið hraðari og meiri heldur en þekkist á Vestur- löndum. Misskiptingin er nú á pari með Bretlandi - þar sem fjölmennir hópar búa við bágindi. Ef Geir Ha- arde og félagar hans halda áfram sinni stjórnarstefnu þá stöndum við innan 5-10 ára uppi með ójöfnuð sem nálgast bandariska líkanið. Ég þekki satt að segja ekki nokkurn einasta íslending - ekki sjálfstæðis- mann og því siður fyrrum kjósanda Framsóknarflokksins - sem segist vilja skapa slíkt samfélag volæðis - fyrir ef til vill allt.að 20% þegnanna - eins og er til staðar í stórborgum Ameríku. Ég vil berjast af öllu afli fyrir því að hækka persónuafslátt án tafar - þannig að hver einasti skatt- greiðandi fái sömu lækkun skatta í sinn hlut. Öfgafull tekjutenging barnabóta, örorkulífeyris og ellilíf- eyris leiðir nú af sér beina refsingu fyrir þá sem sækja sér tekjuauka - með vinnu eða auknu erfiði. Þetta verðum við að stöðva - með því að fella niður slíkar skerðingar. Vel má vera að það sé réttlætanlegt á hinn bóginn að allar bætur komi til skattalegrar meðferðar þannig að þeir sem njóta bóta - en geta unnið umtalsvert - njóti fyrst og fremst jafnstöðu gagnvart heildarskattbyrð- inni. Það er líka einfalt sanngirn- ismál að launatekjur og fjármagns- tekjur fái svipaða skattlagningu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri ogsœkist eftir 1. sœti á framboðslista Samfylkingarinnar í NA-kjördœmi við alþingiskosningarnar 200J Menntun þjóðar kostar, en hver borgar og hvernig? Loks virðist fólk almennt vera að gera sér grein fyrir því að bæta þarf Háskóla Islands, skólinn hefur lengi verið fjársveltur og illa búinn undir aukinn nemendafjölda og auknar kröfur. Þessu hefur nýr rektor HÍ tekið á og metnaðarfull stefna hefur verið tekin, sem miðar að því að bæta kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu skólans. Er það vel, þó oft vanti ná- kvæmari útfærslur. En hvernig á að fjármagna þessar langþráðu breytingar? Það er alls ekki ljóst en þrennt kemur til greina: taka upp skólagjöld í grunnnámi, fá hærra framlag frá ríkinu eða fækka nemendum. Katrín Jakobsdóttir skrifar um vanda Hl nýlega hér í Blaðinu, þar sem hún mælir meðal annars gegn skólagjöldum. Helstu rök Katrínar eru að um enn einar álögur á ungt fólk sé að ræða og að fólk muni ekki leita lengur í nám er skilar sér ekki í hærri launum. Ein- hverjir ókostir eru við skólagjöld og þau engin allsherjarlausn, en ef menn horfast í augu við það að núverandi ástand er vandamál og að það megi aðeins leysa með auknu fjármagni, er ljóst að þeir fjármunir verða að koma einhvers staðar frá. Eitthvað verður að gera, þótt engin lausn sé fullkomin. Að því er ég best veit hefur enginn stjórnmálaflokkur lýst því yfir að hann styðji hærra ríkisframlag til Hl. Margir eru á móti skólagjöldum við Hl, en eru skólagjöld hugsanlega eina leiðin er tryggir starfsemi Hl með við- unandi hætti til langframa? Á hinn bóginn væri verið að segja skilið við norræna hefð í rekstri ríkisskóla með því að taka upp skólagjöld. En við erum kannski nú þegar búin að þvi með núverandi fjársvelti háskóla? Auðvitað er rétt að ef stjórnvöld stæðu virkilega við bakið á opinbera háskóla- Fjármögnun háskóla þarf aö leysa til frambúðar Pétur H. Petersen kerfinu eins og til dæmis á hinum Norðurlöndunum og væru tilbúin að borga það sem raunverulega kostar að mennta framtíð þessa lands, væri það ákjósanlegur kostur. Þannig að í stað þess að breyta menntakerfinu, eigum við kannski frekar að skipta út stjórnvöldum eða stefnu þeirra? Ein helstu rök Katrínar eru að um væri að ræða aukin útgjöld fyrir ungt fólk. Það gæti verið, en ég tel að skóla- gjöld yrðu aldrei mjög há, kannski á við rekstur á nýlegum bíl. Ég er líka sannfærður um að ef skólagjöld væru tekin upp myndi fólk krefjast og fá hærri laun í kjarasamningum. Ef það er rétt myndu álögur eldd aukast á menntafólk, heldur í raun hluti af rekstri háskólakerfisins færast yfir á atvinnulífið í breiðum skilningi. Á sama hátt myndu líklega hækka laun í þeim háskólastéttum sem nú eru láglaunaðar, því annars færi fólk ekki lengur í slíkt nám. Katrín telur að fólk muni síður leita í langt nám, en þar sem skólagjöld eiga bara við í stuttu grunnnámi og alls ekki í framhalds- námi, falla þau rök um sjálf sig. Skóla- gjöld gætu líka stýrt fólki frekar í arð- bært nám og það gæti orðið til þess að fólk sækti síður í þjóðhagslega hag- nýtt en fjárhagslega óhagnýtt nám, til dæmis umönnunarstörf. Kannski er það slæmt, kannski yrði það til þess að í framtíðinni yrði borgað hærra fyrir slík störf. Rökstyðja má að illa fjármagnaður skóli er rekur láglauna- stefnu og stundarlitla nýliðun, sé skað- legri en sú hætta að fólk leiti frekar í fjárhagslega hagkvæmt nám, sem er nú kannski ekki óþekkt tilhneiging hvort sem er. Mögulegar leiðir eruþrennar, engin gallalaus. Svo má fara millileiðir, til dæmis að einungis væru tekin upp skólagjöld í þeim greinum er kenndar væru á fleiri en einum stað á land- inu eða bara í starfsréttindanámi, til dæmis læknisfræði, kennaranámi, lögfræði og hjúkrunarfræði. Fjár- mögnun Hler pólitísk spurning sem verður að svara hið fyrsta. Vona ég því að allir flokkar skýri nákvæmlega stefnu sína er kemur að fjármögnun Hl, bæði einstaklingar í prófkjörum og svo flokkar í komandi kosninga- baráttu. Skoðun Katrínar er ljós, hver er stefna annarra? Höfundur er visindamaður

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.