blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaöið HVAÐ MANSTU? 1. Hvað er Andalúsíuhundurinn? 2. Hvenær var síðasta aftaka á Islandi? 3. Hver er höfuðborg Ástralíu? 4. Á hvaða hljóðfæri leikur Birglr Isleifur Gunnarsson? 5. Hvert er millinafn Árna M. Mathiesen? GENGI GJALDMIÐLA Svör: ^ t— co O) '■£= . 0) O) q3 CNJ C o ™ ö)!c CO C Ö3 < =3 -=jÆ m ÍT.* ra • ■ > 03 c: CZ ro , ^ .í2 o)»o 'O t: . . 3 Q) u I <D ■ Bandaríkjadalur 9S Sterlingspund SS Oönskkróna Norsk króna Sænsk króna Evra sæ KflUP 69,94 133,03 11,96 10,63 9,60 89,24 SALA 70,28 133,67 12,03 10,69 9,65 89,74 VOCÍIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafóu samhand ELTAK Síöuinúla 13, simi 588 2122 www.eltak.is Utanrikisraðherra Venesuela 1 vanda: Sætti svívirðingum Stjórnvöld í Venesúela hafa kvartað formlega yfir meðferð á Nicolas Maduro, utanríkisráð- herra landsins. Maduro sótti alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York en var tekinn til yfir- heyrslu af útlendingaeftirlitinu á flugvellinum þegar hann var á heimleið. Utanríkisráðherrann var í haldi í níutíu mínútur og segist hann hafa þurft að þola svívirðingar og hótanir um líkamlegt ofbeldi af hendi starfsmanna útlendingaeft- irlitsins og sæta líkamsleit. Tals- maður utanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna hefur staðfest að atvikið hafi átt sér stað og beðið utanrík- isráðherrann formlega afsökunar. Maduro segist ekki taka afsökunar- beiðnina til greina og að framferði Bandaríkjamanna væri „skýlaust brot á alþjóðalögum”. Hann segist hafa gert starfsmönnum útlend- ingaeftirlitsins grein fyrir stöðu sinni og sýnt þeim diplómata- passa sinn en einungis uppskorið dónaskap og illa meðferð. Hugo Chavez, forseti Venesú- ela Ólíklegt er að álit hans á bandarískum stjórnvöldum hafi breyst mikið á síðustu dögum Mikil spenna hefur ríkt i sam- skiptum Bandaríkjamanna og Venesúela undanfarin ár. Hugo Chavez, forseti Venesúela, er mik- ill andstæðingur bandarískrar ut- anríkisstefnu og hefur oft sakað bandarísk stjórnvöld um að misbeita valdi sínu á vettvangi al- þjóðamála. Ummæli Chavez um að George Bush, forseti Bandaríkj- anna, væri sjálfur djöfullinn vöktu mikla furðu og þóttu til marks um hversu djúpstæð gjáin er á milli stjórnvalda í ríkjunum tveim. • / sjomgrmg RAÐSTEFNA UM ÖRYGGI SJOFARENDA miðvikudaginn 27. september 2006 í Fjöltækniskóla íslands, Reykjavík Skráning á ráðstefnuna frá kl. 09:30 til 10:00 Setning ráðstefnunnar kl. 10:00 Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Dagskrá: 1. Áætlun um öryggi sjófarenda. Samgönguáætlun 2007 - 2010. Gísli Viggósson, forstöðumaður, Siglingastofnun (slands 2. Öryggisstjórnun í fískiskipum. Ingimundur Valgeirsson, verkfr., Slysavarnafélagið Landsbjörg Hádegismatur í boði Siglingastofnunar íslands. 3. Viðhorf útgerða til öryggistjórnunar í fiskiskipum. Rúnar Þór Stefánsson, útgeröarst. HB Granda 5. Eldvarnir í skipum. Þráinn Skúlason, Slysavarnaskóli sjómanna 6. Rannsóknir um vatnsþéttileika skipa. Jón Bernódusson, skipaverkfr., Siglingastofnun Islands 7. Rannsóknir um loftgæði ískipum Agnar Erlingsson, skipaverkfr., Navis-Fengur ehf. 8. Rannsóknir um hávaða í skipum. Jón Bernódusson, skipaverkfr., Siglingastofnun Islands 9. Kynning á verkefninu „Öryggi sjófarenda á norðurslóðum”. Ingibjörg Jónsdóttir, Háskóli íslands Kaffihlé. 10. Lokaerindi. Sigurbjörn L. Guðmundsson, skipstjóri á Sturlu GK-12. 11. Umræður. Léttar veitingar í boði samgönguráðuneytis frá kl. 15:45 til 17:15 Fundarstjórar: Svana Margrét Davíðsdóttir, formaður verkefnisstjórnar áætlunar um öryggi sjófarenda. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands islands. ALLIR ÁHUGAMENN UM ÖRYGGI SJÓFARENDA VELKOMNIR AÐGANGUR ÓKEYPIS Að undirbúningi standa: Samgönguróðuneytið, Siglingastofnun (slands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgœsla íslands, Samband (slenskra kaupskipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smóbótaeigenda, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Vélstjórafólag Islands og Sjómannasamband Islands. Benedikt páfi: Samræður til friðar ■ Fundaði með múslímum ■ Verða að læra að vinna saman Benedikt XVI páfi boðaði sendi- herra múslímarikja í Vatíkaninu á sinn fund í Rómaborg í gær. Fundur- inn var haldinn til þess að draga úr þeirri spennu sem umdeild ummæli páfa á dögunum hafa valdið meðal múslíma. Páfinn sagði meðal ann- ars við sendiherrana að samræður á milli trúarbagða væru forsenda frið- sællar framtíðar og að kristnir menn og múslímar þyrftu að læra að vinna saman að auknu umburðarlyndi í heiminum og fordæma öll birtingar- form ofbeldis. Páfinn boðaði sendiherrana á sinn fund til að lægja öldurnar en mikil reiði braust út meðal múslíma vegna ummæla sem páfi lét falla 12. sept- ember um tengsl íslams og ofbeldis. Páfi hefur fjórum sinnum iðrast opin- berlega vegna fjaðrafoksins út af um- mælunum en hann hefur ekki gengið svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Hann segir að viðbrögð múslíma við ummælunum byggist á rangtúlkun og að inntak ræðu sinnar hafi verið að trú og ofbeldi fari ekki saman ólíkt trú og skynsemi. Tuttugu sendiherrar frá Iöndum múslíma sóttu fundinn auk eins af leiðtogum múslíma á Ítalíu. Öll ríki múslíma sem eru með sendiherra í Vatikaninu sendu fulltrúa sinn fyrir utan Súdan. Á fundinum, sem stóð yfir í hálftíma, ítrekaði Benedikt páfi virðingu sína fyrir íslam og sagði að samskipti trúarbragðanna beggja þyrftu að byggja á gagnkvæmri virðingu. Fundur páfa með sendiherrunum var sendur út í sjónvarpi og útvarpi. Páfi talaði í þrjátíu mínútur og spjall- aði svo einslega við fundargesti. I við- tölum við fjölmiðla kom fram að fund- argestir voru ánægðir með skilaboð páfa og sagði Albert Edward Ismail Yelda, sendiherra Iraks í Vatíkaninu, að nú væri kominn tími til þess að láta ummælin lönd og leið og byggja upp samskipti trúarbragðanna að nýju. Þúsundir múslíma um heim allan mótmæltu ummælum páfa við moskur víðsvegar um heim slðast- liðinn föstudag. Trúar- og þjóðarleið- togar hafa hvatt fólk til þess að sýna stillingu og teikn eru á lofti um að mótmælaaldan sé 1 rénun. Hugsanlegt stiflurof: Varnir vegna Kárahnjúka mbl.is Formlegt samstarf almanna- varnadeildar ríkislögreglustjórans og almannavarnanefndar Fljótsdals- héraðs og Borgarfjarðar eystri um gerð viðbragðsáætlunar vegna hugs- anlegs stíflurofs við Kárahnjúka- virkjun er hafið. Hluti af viðbragðs- áætluninni er skipulag um rýmingu þeirra búsvæða sem kunna að vera I hættu vegna stíflurofs. Gert er ráð fyrir því að haldin verði æfing í beinu framhaldi af útgáfu við- bragðsáætlunarinnar en ákvarðanir um hvernig æfing það verður og hversu umfangsmikil verða mótaðar samhliða gerð áætlunarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.