blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 32
40 ÞRIÐJUDAG i'EPTEMBER 2006 blaöið tir ir@bladid.net David Beckham á í samn- ingaviðræðum við for- ráðamenn Real Madrid um framlengingu á samningi sínum hjá félaginu. „Við erum hæstánægðir með Beckham og hann er mjög spenntur fyrir því að vera áfram,” sagði Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Madríd- arliðinu. Beckham hefur áður gefið út að hann hyggist ekki snúa aftur í ensku úrvalsdeild- ina heldur enda feril sinn hjá Real Madrid sumarið 2009. Hinn 21 árs framherji Newcastle, Obafemi Martins, fékk glás af færum í leik liðsins gegn Everton um helgina en nýtti ekkert þeirra og lauk leiknum með jafntefli 1-1. Glenn Roe- der, stjóri Newcastle, sagði eftir leikinn að Martins væri aðeins of strekktur þegar hann kæmist í færi. „Hann klárar þessi færi á æfingum og þegar minna liggur við. Hann er enn og er nýkom- inn til liðsins. Hann á eftir að klára þessi færi,” sagði Roeder eftir leikinn. Arsene Wenger á tíu ára afmæli sem knatt- spyrnustjóri Arsenal í þessari viku. Af því tilefni sagði Wenger á blaðamanna- fundi að hann hygðist snúa sér að þjálfun í Afríku þegar ferli hans hjá Arsenal lýkur. „Kannski get ég gefið eitthvað af mér til samfélagsins þegar ég yfirgef Arsenal. Það getur vel verið að ég fari til Afríku að vinna með krökkum í gegnum knatt- spyrnuna sem hafa minni framtíðar- mögu- leika,” uppljóstr- aði Wenger. Viktor Bjarki Arnarsson er leikmaður Landsbanka- deildar karla. Blaðið fékk sjö knattspyrnusérfræðinga til að velja besta leikmann Lands- bankadeildarnnar í sumar og má segja að mjög mjótt hafi verið á munum. Kosningin fór þannig fram að hver sérfræðingur tilnefndi besta leikmann sumarsins, þann næstbesta og þann þriðja besta. Stig skiptust svo þannig að sá leikmaður sem valinn var bestur fékk þrjú stig, sá næstbesti fékk tvö stig og sáþriðji eitt stig. Sérfræðingar voru sammála um að erfiðar hefði verið að gera upp á milli leikmanna í sumar en undanfarin ár og bar niðurstaða kosningarinnar þess glöggt merki. En svo fór að Viktor Bjarki fór með sigur af hólmi en aðeins munaði einu atkvæði á honum og næstu þremur sem voru allir með jafnmörg stig. Er Viktor vel að nafnbótinni „besti leik- maður Islandsmótsins” kominn, en flestir þátttakenda voru sammála um frábæra byrjun Viktors á tímabil- inu og að hann hafi klárað tímabilið með miklum sóma þótt gengi liðs- ins hafi farið hrakandi eftir því sem leið á mótið, en Víkingar voru í öðru sæti deildarinnar eftir fyrri umferð en háðu fallbaráttu í síðustu umferð- unum. Viktor lék alla deildarleiki Víkings í sumar og skoraði í þeim átta mörk. Næstir Viktori í kosningunni voru Bjarni Guðjónsson hjá ÍA, Tryggvi Guðmundsson, FH, Björg- ólfur Takefusa, KR, Ármann Smári Björnsson, FH. Aðrir sem hlutu atkvæði í kosn- ingu Blaðsins voru: Sigurvin Ólafs- son, FH. Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík. Marel Baldvinsson, Breiða- bliki. Tommy Nielsen, FH. Ágeir Gunnar Ásgeirsson, FH. Daði Lá- russon, FH. Sérfræðingarnir áttu í vandræðum með að velja einn leik- mann úr liði Islandsmeistara FH og dreifðust atkvæði milli sex leik- manna Islandsmeistaranna. Viktor Bjarki: Þótti hafa byrjað tímabilið með afbrigðum vel og átt stóran hluta í að hala inn stigum fyrir Víking í fyrri umferð Islands- mótsins. Þótt gengi liðsins hafi hrakað þegar leið á mótið voru menn sammála um að Viktor hefði leikið vel á brösugum seinni hluta tímabils Víkinganna. Súr eftir sigur Luciano Spalletti, stjóri Ronia, var óánægður með leik sinna manna þrátt fyrir 4-0 sigur þeirra á Parma um helgina. „Við unnum þennan leik að- eins á einstaklingsframtaki frá tveimur mönnum. Parmamenn voru betri en við,” sagði Spalletti, súr i bragði eftir sigurinn. KNATTSPYRNUSERFRÆÐINGAR BLAÐSINS: Guðjón Guömundsson, í þróttaf réttamaö u r Arnar Björnsson, íþróttafréttamaöur Hrafnkell Kristjánsson, íþróttafréttamaður Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR-kvenna Bjarni Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Kjartan Másson, kennari Tryggvi Guðmundsson: Þótti hafa sýnt mikinn stöðugleika í sumar og leitt lið FH til íslandsmeistaratit- ils. Tryggvi sinnti öðru hlutverki í sumar en undanfarin tímabil sem gerði það að verkum að hann skor- aði minna af mörkum. Tryggvi lagði hins vegar mikið upp fyrir fé- laga sína. Bjarni Guðjónsson: Sérfræðingar sögðu Bjarna hafa verið mjög traustan á miðjunni hjá í A þótt ekki hafi hann náð að springa út að fullu. En hann þótti hafa dreift spili vel og verið fastan fyrir á miðjunni. Björgólfur Takefusa: Sagður hafa haldið liði KR á floti á köflum í sumar þegar hann skoraði sigur- mörk í naumum sigrum KR-inga. Ármann Smári Björnsson: Sérfræð- ingar Blaðsins sögðu þennan sterka varnarmann hafa átt stóran þátt í að FH kláraði íslandsmótið um mitt sumar með góðum og þéttum varnarleik. Fjögur ensk lið eru sögð vera á eftir Mauro Ca- moranesi, leikmanni Juventus. Camoranesi var ósáttur í sumar með að fá ekki sölu frá félaginu og er jafnvel reiknað með að hann gangi til liðs við Manchester United, Arsenal eða West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnast í janúar. Félögin eru sögð vera tilbúin að reiða fram 950 milljónir króna fyrir miðju- manninn vinnusama og bara spurning um hvort Juventus gefi leikmanninn eftir. Volgt undir mönnum þegar ný dagsetning nálgast: Kevin Bond rekinn frá Newcastle vegna spillingar Panorama, þáttur BBC í síðustu viku um spillingu í leikmanna- kaupum og ólöglegar viðræður fé- laga við samningsbundna leikmenn, hefur velgt sæti tveggja knattspyrnu- stjóra í úrvalsdeildinni og fleiri háttsettra starfsmanna knatt- spyrnufélaga í ensku úrvalsdeildinni. Sæti aðstoðarþjálf- ara Newcastle, Kevins Bond, ofhitnaði í gær en falin myndavél sýndi Bond þiggja boð um að taka við ólöglegum greiðslum frá umboðsmanni. Bond var aðstoðarþjálfari Harrys Redknapp hjá Portsmouth á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Forráðamenn Bolton hafa hafið ítarlega rannsókn á leikmanna- kaupum félagsins í stjórnartíð Sams Ailardyce, en tveir um- boðsmenn sögðu í þætti BBC að Allardyce hefði tekið við ólöglegum greiðslum af þeirra hendi. Craig Allardyce, syni Sams, hefur þegar verið vikið úr starfi sem um- boðsmanni hjá Bolton eftir að hann varð uppvís að því að taka við mútugreiðslum í tengslum við leikmannakaup. Þá hefur enska knattspyrnusam- bandið farið fram á við BBC að sjón- varpsstöðin láti því í té allar upplýs- ingar sem hún hafi safnað saman við gerð þáttarins. Enska knattspyrnu- Stevens lávarður Kynnir niöurstöð- ur rannsóknarnefndar 2. október. sambandið hefur gagnrýnt BBC fyrii að sýna ekki fullkomna samvinnt en rannsókn enska knattspyrnusarr bandsins um ólöglegleikmannakaup og spillingu innan ensku knattspyrr Kevin Bond, fyrrverandi aðstoðar- þjálfari Portsmouth og Newcastle Var rekinn frá Newcastie ígær fyrir aö taka við ólöglegum greiðslum í tengslum viö leikmannakaup Port- smouth. unnar hefur verið í gangi síðan í mars á þessu ári þegar gamall breskur leynilögreglurefur, Stevens lávarður, var ráðinn af FA til að fara fyrir rann- sókninni. Stevens hefur nú síðasta hálfa árið safnað sönnunargögnum ásamt tíu manna liði í kringum 320 leikmannafærslur 26 liða í Englandi. Stevens mun gera grein fyrir nið- urstöðum rannsóknarinnar á mánu- daginn eftir viku, eða 2. október, og hefur FA gengið hart fram um að fá öll sönnunargógn frá BBC fyrir þá dagsetningu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.