blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 26
IBM kynnir fyrstu einkatölvuna til sögunnar. Hún var með 4,7MHz örgjörva og 16K í minni. Fyrsta færanlega tölva IBM kemur á markað, hún var aðeins 14 kg. Fyrsta HnnkRid fartölvan fré IBM kemurá markaðinn. Þetta er fyrsta fartölvan á markaðnum með litaskjá og pinnamús. Nýherji stofnaður með samruna IBM á Islandi oi Skrifstofuvéla og verður umboðsaðili IBM. ' ' IBM kynnir fyrstu fartölvuna sem vegur minna en 2kg IBM hefurselt 100 milljón tölvur út um allan heim. Einkatölvuhluti IBM og tölvuframleiðandinn Lenovo renna saman i eitt fyrirtæki undir nafninu Lenovo. 25 árum síðar víkkar Lenovo út vörulínuna. Auk Lenovo ThinkPad kemur Lenovo 3000 fartölvulínan á markað sem setur nýja staðla í gæðum og verðum. Nýherji fagnar því að í ár eru 25 ár síðan IBM hóf tölvubyltinguna með því að setja fyrstu einkatölvuna á markaðinn. Kíktu í verslun Nýherja og skoðaðu afmælistilboðin. fistxlboð www.lenovo.is Borgnrtúni 37 | 105 Rvykjavík | s: 5G9 /700 | f: 569 7799 | nyKétji@nyherji.is Afmælisborn dagsms T.S. ELIOT SKÁLD, 1888 PÁLL VI PÁFI, 1897 GEORGE GERSHWIN TÓNSKÁLD, 1898 blaöiö 34 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 kolbrun@bladid.net Laðast að fornri fegurð alla Gunnarsdóttir opnaði nýlega fyrstu einkasýningu sína í Gallery Turpentine við Ingólfsstræti. Sýning- in ber nafnið Hibridi og þar sýnir Halla skúlptúr úr gifsi af ýmis kon- ar furðuverum ásamt málverkum. „Fyrir þremur árum byrjaði ég að skoða furðuverusöfn 17. aldar í Evr- ópu, sem voru aðallega í eigu aðals- manna. Ég gerði lítinn mannhest sem var undir áhrifum frá þeim verkum. Svo byrjaði boltinn að rúlla og verkin urðu fleiri og síðan ákvað ég að mála nokkrar myndir til að hafa einnig á sýningunni," seg- ir Halla. „Ég hef alltaf laðast að bar- okkinu sem er svo leikrænt og það hefur haft áhrif á skúlptúrinn. Ég fór í mjög hefðbundið nám, bæði á Ítalíu og í New York, og hef mikið sótt í það gamla. Ég laðast að fegurð- inni í listum fyrri alda og sæki svo- lítið í rómantíkina og hið dulúðlega. Mér finnst líka gaman að vinna með höndunum, bæði í málverkinu og skúlptúrnum. Nálægðin er svo skemmtileg. Ég vann þessa sýningu í vinnustof- unni minni í Gróttu í sumar. Þegar maður er einn á vinnustofunni þá er mjög þægilegt og vinalegt að hafa þessa furðufugla í kringum sig. Þeir verða kunnugleg andlit í stúdíóinu. Mér fannst ég ekki vera alveg ein þegar þeir voru þarna og horfðu á mig.“ Þegar Halla er spurð hvort hún eigi erfitt með að láta verk sín frá sér segir hún: „Fyrst fannst mér erf- itt að láta frá mér það sem ég hafði gert en núna er ég komin yfir það. Það er ánægjulegt til þess að hugsa að verkin séu þar sem fólk nýtur þeirra. Ég vil halda áfram og gera eitthvað nýtt og þá er ekki hægt að hafa of mikið af gömlum verkum í kringum sig.“ Skúlptúristi sem málar Halla býr í New York og er með vinnustofu í Queens-hverfinu. Hún stundaði nám í Flórens, New York, Moskvu og Mexíkó. „Ég hóf nám í Flórens sem er lítil og þægileg borg og það er alveg sérlega gaman að vera þar í skóla. Síðan lærði ég í nokkra mánuði við rússnesku lista- akademíuna í Moskvu. Á þessum tíma rann lítið sem ekkert fjármagn til listastofnana í borginni og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það væri ekki ákjósanlegt fyrir mig að vera þar sem nemandi og sneri aftur til Italíu. Árið 1996 fór ég í BA-nám til New York og var mikið í grafík og árið 2001 byrjaði ég í mastersnámi í skúlptúr. Ég lít fyrst og fremst á mig sem skúlptúrista sem málar. Frelsi leikhússins Ég hef búið í New York í tíu ár þannig að ég er orðin vön borginni en mér þykir alltaf mjög vænt um Flórens því ég fór þangað fyrst eft- ir stúdentsprófið og minningarnar þaðan eru mjög sterkar. Moskva hefur mikla sérstöðu því þótt ég hafi bara verið þar í nokkra mán- uði þá var mikil upplifun að vera þar. New York er hins vegar borgin sem stendur mér næst, svona fyrir utan Reykjavík auðvitað." Halla kemur reglulega til íslands og hún hannaði bæði leikmynd og búninga fyrir Litlu hryllingsbúð- ina og Maríubjölluna hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðinn vetur. „Ég get vel hugsað mér að vinna meira í leikhúsinu þótt skúlptúrinn verði alltaf í fyrsta sæti. I leikhúsinu er mikið frelsi og þar er hægt að gera svo margt og maður getur látið ímyndunaraflið leika lausum hala. Þegar maður vinnur með góðum hópi af fólki eins og ég gerði fyr- ir norðan í vetur þá er leikhúsið ákaflega gefandi vinnustaður. Svo blandast auðvitað hugmyndavinn- an saman. Það er gaman að sjá að stundum eru hugmyndir sem ég ætlaði að útfæra í skúlptur búnar að læða sér upp á svið inn í leik- mynd og svo öfugt. Bæði störfin næra hvort annað.“ menningarmolinn Fyrsta sjónvarpskappræða Kennedys og Nixons Á þessum degi árið 1960 fór fram fyrsta sjónvarpskappræðan milli johns F. Kennedys og Richards Nixons í baráttu þeirra fyrir for- setakjöri. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem sjónvarpað var frá kappræðum forsetaframbjóð- enda. Kennedy og Nixon mættust í upptökuveri í Chicago og ræddu innanríkismál. Mál manna var að Kennedy hefði staðið sig áberandi betur. Honum leið vel fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og persónu- töfrar hans nutu sín til fulls. Nixon virkaði taugaóstyrkur og þar sem hann hafði neitað að láta farða sig fyrir útsendingu sýndist hann fölur og óaðlaðandi. Nixon gekk betur í annarri og þriðju kappræðu þeirra. Sú fjórða snerist um utan- ríkismál. Tæplega þremur vikum seinna vann Kennedy forsetakosn- ingarnar naumlega. Hann fékk 49.7 prósent atkvæða og Nixon 49.6. 4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.