blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaöiö
Heimilislausum köttum bjargað
Flogið var með hundruð heimilislausra hunda og katta frá
Líbanon til Bandaríkjanna í gaer. Bandarísk dýraverndunar-
samtök stóðu fyrir fluginu en um þrjú hundruð fjórfætlingar
hafa misst heimili sín á meðan átök geisuðu milli Israels-
manna og vígamanna Hizballah í sumar.
Olmert fundaði með Sádum
Israelskir embættismenn staðfesta að Ehud
Olmert fundaði með sádiarabískum ráðamönnum
fyrir 13 dögum. Engin fordæmi eru fyrir slíkum
samskiptum ríkjanna. Hugmyndir Sáda um friðar-
ferli fyrir botni Miðjarðarhafs bar á góma.
Indverji stunginn til bana
Indverskur námsmaður var stunginn til bana í Pét-
ursborg á sunnudag fyrir utan dvalarstaðs hans.
Lögreglan telur hugsanlegt að kynþáttahatur hafi
knúið morðingjann áfram. Ýmis samtök hafa lýst
áhyggjum af vaxandi kynþáttahatri í landinu.
Skjálftahrina í Vatnajökli:
Oflugur skjálfti
Óvenju öflugur jarðskjálfti varð
undir Dyngjujökli í Vatnajökli
skammt norðan við Bárðarbungu
um hálfsjöleytið á sunnudaginn.
Maeldist skjálftinn 3,8 á Richters-
kvarða og hafa um 50 eftirskjálftar
mælst í kjölfarið samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu íslands.
Voru eftirskjálftarnir á bilinu 1 til
2,3 á Richterskvarða.
Jarðskjálftar eru ekki óalgengir
á svæðinu og hefur það verið mjög
virkt undanfarin ár.
Svæðið liggur í um 80 kílómetra
fjarlægð frá Kárahnjúkasvæðinu
en að sögn Inga Þ. Bjarnasonar,
jarðskjálftafræðings hjá Jarðvís-
indastofnun Háskóla fslands,
þyrfti töluvert öflugri skjálfta til
að áhrifanna gætti á milli svæða.
Gossvæðið Gjálp í Vatnajökli
öflugur skjálfti skilaði yfir 50
eftirskjálftum.
„Ef það kæmi öflugur skjálfti til
dæmis í Öskju þá gæti slíkt hugs-
anlega haft áhrif á Kárahnjúka-
svæðinu en að öðru leyti tengjast
þessi svæði ekki neitt.“
Gluggar
& hurðir
Ekkert
MifthaW
Gluggar, hurðir, og svalahurðir
úr viðurkenndu PVC-U hágæða
efnifrá
Kjamagluggar hafa einstakt
einangrunargildi og eru til (
mörgum gerðum.
Islensk framleiðsla og
áratuga reynsla
Sparaðu tíma • leitaöu tilboöa
netfang: gluggar@vortex.is
Kjarnagluggar
Skemmuvegi 46 • 200 Kópavogi
simi 564 4714 • Fax 564 4713
www.kjarnagluggar.is
StuðmwgiM: fyrír bakCð
Læknar mæla með þessum haldara
Verð kr. 3.990.-
Opnunartími
Mán-fös 11-18
Lau 11-14
Hamraborg 7 Kópavogi Simi 544 4088
www.ynja.is Útsölustaðir: Esar Húsavík- Dalakjör Búðardal
Kárahnjúkastífla að klár-
ast Vill hefja alþjóðlega söfn
un um að kaupa stífluna og
útvega álveri Alcoa-Fjarða-
áls á Reyðarfirði orku með
öðrum leiðum
Jökulsárganga Ómars Ragnarssonar:
Vilja kaupa
Kárahnjúkastíflu
■ Jökulsárganga frá Hlemmi ■ Minnismerki um hugrekki þjóðar
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Jökulsá á Brú hefur eftir mína
skoðun mesta listræna sköpun-
armátt sem nokkurt fljót hefur á
fslandi," segir Ómar Ragnarsson
sjónvarpsmaður. „Það er vegna
þess að sandkornin og droparnir
eru svo margir. Við sem ætlum að
ganga í dag erum tákn fyrir sand-
korn og dropa sem gera Jöklu svona
einstaka. Við viljum ná sáttum
við eigin samvisku og kynslóðir
framtíðarinnar."
Klukkan átta í kvöld hefst Jökuls-
árganga frá Hlemmi að Austurvelli,
sem á að vera táknræn ganga fyrir
Jökulsá. „Ég ætla að ganga að Alþingi
með mótmælaskjal. Gangan byrjar á
Hlemmi og í hliðargötunum því við
viljum tákna lækina sem renna í
Jöklu og mynda þetta mikilfenglega
fljót. Einn og einn dropi og sand-
korn sem byrja hér og þar og verða
að lækjum, þverám og svo að loks að
miklu fljóti."
Ómar greindi í síðustu viku frá
hugmyndum sínum um að fyllingu
Hálslóns verði frestað og Kárahnjúka-
virkjun verði geymd ógangsett sem
minnismerki um hugrekki þjóðar.
Þá væri hægt að afla raforku á Norð-
austurlandi til þess að knýja álverið
i Reyðarfirði án þess að fórna því
landi sem færi undir Hálslón.
Ómar segir að verið sé að bæta við
útfærslum á lausn sinni. „Við viljum
bjóða fólki um allan heim að kaupa
hlut í sjálfri stíflunni. Það þyrfti
ekki nema eitt prósent af íbúum
OECD-ríkjanna, eða átta milljónir
manna, til að borga tólf hundruð á
ári í tíu ár til að láta letra nafn sitt
á stífluvegginn. Þannig væri hægt
að fá fjármagn til að útvega álver-
inu á Reyðarfirði orku með öðrum
leiðum. Þannig mætti einnig hagn-
ast enn meira á stíflunni, þar sem
ekki verður nein önnur stífla í heim-
inum með þessa útfærslu. Stór hluti
fólks myndi vilja koma hingað til
lands og sjá hverju það hefur tekið
þátt í. Ekkert mannvirki í veröld-
inni gæti keppt við þetta mannvirki
nokkurn tímann. Engum dytti í
hug að reisa svona frábæra stíflu
sem myndi vera notuð á þennan
hátt, sem nafnaveggur og minnis-
merki um hugrekki þjóðar."
Með þessari göngu segist Ómar
vera að vekja athygli á að ef þessari
virkjun verður haldið til streitu,
munum við fá slæm eftirmæli frá
kynslóðum framtiðarinnar fyrir að
eyðileggja landið sem fer undir Háls-
lón. „Ef við hættum við og förum
þessa leið sem ég er að benda á þá
getur engin kynslóð framtíðarinnar
skammað okkur. Mér er það miklu
ofar í huga, vegna þess að það er ekk-
ert lýðræði ef allur þessi ófæddi fjöldi
fær ekki að ráða neinu um þetta. Ein
hugmynd getur verið dýrmætari en
hundrað hnefar.“
ESB skilur sauðina frá höfrunum:
Hvenær verður kálfakjöt
að góðri nautasteik?
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins fæst við ýmis viðfangs-
efni. Á dögunum svaraði hún þeirri
áleitnu spurningu um hvernig eigi
að aðgreina kálfakjöt og nautakjöt.
Kálfakjöt er vinsælt víða í ESB en
fram til þessa hefur vafi leikið á
um hvað sé kálfakjöt og hvað sé
nautakjöt. .
Framkvæmdastjórnin hafði
áhyggjur af að neytendur væru ekki
alltaf fullkomlega upplýstir um hvað
þeir væru að kaupa í kjörbúðinni. að lýsa því hvernig kálfasteik eigi sem er slátrað fyrir átta mánaða
Til þess að leysa þetta vandamál að líta út, lykta og bragðast. Með aldur megi selja sem kálfakjöt. Kjöt
opnaði framkvæmdastjórn Evrópu- þessar upplýsingar til hliðsjónar af nautgripum sem er slátrað eftir
sambandsins vefsvæði ( fyrra þar hefur framkvæmdastjórnin ákveðið átta mánaða aldur verður að selja
sem evrópskum kjötætum bauðst að aðeins kjöt af þeim nautgripum sem nautakjöt.