blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 11
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 11 Slokkni ljós/kvikni stjörnur á fimmtudaginn: Slökkt á götuljósum í hálftíma Slökkt verður á öllum götu- ljósum á höfuðborgarsvæðinu og víðar milli klukkan 22 og 22.30 á fimmtudagskvöldið. Andri Snær Magnason, rithöf- undur og talsmaður viðburðarins, segir Slokkni ljós/kvikni stjörnur vera opnunarviðburð kvikmynda- hátíðar í Reykjavík. „Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur mun lýsa himninum í beinni útsendingu á Rás tvö og hvetjum við almenn- ing til að slökkva ljósin á heimilum sínum á meðan á þessu stendur til þess að tryggja sem skærastan himinn." Andri Snær segir að eftir því sem næst verði komist sé þetta heims- viðburður og þætti óhugsandi í nágrannalöndum okkar. „Þessi viðburður snertir umhverfi og þekk- ingu almennings á sínu nánasta um- hverfi og er ekki síst ætlaður sem innblástur fyrir börn og unglinga þessa lands sem eru fyrsta kynslóð jarðarbarna sem ekki þekkir stjörnu- himininn í sinni skærustu dýpt. Nú er bara að vona að stjörnurnar láti sjá sig. Ef ekki verður stjörnubjart, þá munum við bara stöðva tímann í nokkrar mínútur." Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan í Reykjavík verði með aukinn viðbúnað á meðan á myrkv- uninni stendur. „Við bætum við mönnum og fjölgum lögreglubílum sem verða í umferðinni á þessum tíma. “ Slökkt á götuljósum höfuðborgarsvæðisins Opnunarviðburður alþjóölegr- ar kvikmyndahátíðar í Reykjavík Verðlaun til leikskóla mbl.is Á fyrsta fundi nýs leik- skólaráðs föstudaginn síðast- liðinn var ákveðið að stofna til hvatningarverðlauna leikskóla í Reykjavík, sambærileg þeim sem veitt eru árlega til grunn- skóla í borginni. Hvatningarverð- launin verða veitt sex skólum ár hvert. Markmið verðlaunanna er að veita leikskólum í Reykja- vík jákvæða hvatningu í starfi, vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram í leikskólum borgarinnar og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi. Auglýst vérður eftir tilnefn- ingum til verðlaunanna í byrjun nóvember. Foreldrar, kennarar, skólar, starfsmenn og aðrar borgarstofn- anir geta sent inn tilnefningar. Hryðjuverkavarnir: Rýmkað um handfarangur Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa slakað á reglum um hand- farangur í flugvélum en regl- urnar voru hertar eftir að upp komst um áform um hryðjuverk um borð í flugvélum. Samkvæmt hinum nýju reglum geta farþegar tekið með sér snyrtivörur sem passa í lítinn gegnsæjan plastpoka og drykkj- arvörur sem keyptar eru innan öryggissvæða flugvallanna. Áður voru undantekningar veittar frá banninu að farþegar fengu að taka með sér ungbarna- mjólk og lyfseðilsskyld lyf. Gvatemala: Tóku 120 kíló af kókaíni mbl.is Tollgæsla í Gvatemala hefur gert 120 kíló af kókaíni upptæk en eiturlyfin fundust um borð í fiskibáti frá Kostaríka. Tollgæslan hafði fylgst með bátnum í þrjá daga áður en hún fór um borð í bátinn og fann fíkniefnin. Fjórir voru hand- teknir í tengslum við eiturlyfja- fundinn, að því er segir í frétt frá Reuters. 4.000; M-mmrrHl ■ ^ 2ASOO,- 14.940ir \amör 22.900,- 11.340,- 13.740,- RKUZR öev mo RKU2R EMR 360C /-/-;////}<r/ 18.v00,- 15^00,- 11.340,- 9.540,- 17000,- 18J900,- 10.740,- 11.340,- öevTMO 220 Mercedes Hen/ Meitedes-Benz Mercedes-Benz 17" SUBA.RU Stólfelgur 16" Allar aðrar felgur með 20% afslættí Gildistimi: Sept. - okt. 2006 Gúmmívinnustofan Réttarhólsi 2 110 Reykjavík 587 5588 Hjólbar&ahöllin Fellsmúla 24-108 Reykjavík 530 5700 Hjólvest Ægisiða 102-107 Reykjavík 552 3470 Hjólbaröaviögeröin Dalbraut 14 ■ 300 Akranesi 431 1777 www.gvs.is www.hollin.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.