blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaöiA Erlu Osk Asg' nýkjörinn formann Heimdallar Með ráð undir rifi hverju Hvernig áttu að heilla gæja sem heillar þig upp úr skónum? IVertu sjálfsörugg, þó ekki sjálfum- glöð, það er ekkert eins heillandi og kynþokkafullt og sjálfsörugg kona sem læturekki koma sér úrjafnvægi. 2Leyfðu honum að finna að þú hafir gaman af lífinu og að það sé í raun ekkert sem geti komið í veg fyrir það að þú skemmtir þér vel og njótir lífsins. 3Segðu nafnið hans öðru hvoru þegar þú talar við hann. Nafn hvers og eins er yfirleitt uppáhaldsorð viðkomandi og flestir kunna því vel að heyra það í samræðum. 4Gættu þess að vera alltaf í fallegum nærfötum þegar þú hittir hann. Þér líður betur, þú verður öruggari með þig og svo ef vel ber í veiði ertu kynþokkafull og til í tuskið. 5Segðu honum hvað þér finnst um hann, en slepptu allri væmni og dramatík. Segðu bara hreint út að þér finnist hann skemmti- legur, spennandi, heillandi eða sætur en forðastu langlokur eins og „þú ert algjör draumur í dós og mig langar að vera með þér til æviloka". Það mun bara fæla hann í burtu. Hvernig áttu að losa þig við kærasta sem þú kærir þig ekki um? ISprautaðu á þig alltof miklu ilmvatni, helst vondri, kerlingarlegri lykt og vertu alveg ofan í honum. Gættu þess að þú sért andfúl og andir framan í hann svo að hann nánast kafni úr andfýlu og of sterkri ilmvatnslykt. 2Teldu upp alla galla hans alla- vega einu sinni á dag. 3Segðu gæjanum að hann sé ekki alveg að standa sig nógu vel í kynlífinu og segðu honum að þú hafir oft hugsað um fyrrver- andi kærasta þinn á meðan þið njótið ásta. 4Hringdu reglulega í mömmu hans og klagaðu yfir því hvað hann er ómöguleg- ur og biddu hana að tala við hann fyrir þig. 5Segðu honum að þú viljir að þið losið ykkur við sjónvarpið og að þú ætlir að taka það upp að borða bara lífrænt ræktaðar baunir og baunaspírur í stað þess að borða popp og kók á kvöldin og að hann verði að gera slíkt hið sama. KVENKYNS £*• TfMARIT Paö besta og versta við hausttískuna Hvaða lykt finnst þér vond? Andremma, það er alveg örugglega ógeðs legasta lykt sem ég veit um. Hvernig er draumaeiginmaður þinn? Hann verður að vera klár, skemmtilegur, heiðarlegur, og það er svolítið mikilvægt að hann hafi áhuga á stjórnmálum. Ef þú fengir að vera karl í einn dag, hver myndir þú vera og af hverju? Ég held ég mundi vilja vera Bill Clinton. Ég sá hann flytja ræðu í Kína á síðasta ári og hæfni hans í ræðuhöldum leyndi sér ekki. Ef þú mættir breyta einhverju í heimin- um, hverju myndir þú breyta? Ég mundi vilja koma í veg fyrir stríð og fá- tækt. Það eru reyndar dálítið háleit markmið en ég mundi allavega vilja leggja mitt af mörk- um. Hvað dreymir þig um? Að komast í heimsókn til fjölskyldunnar sem ég var skiptinemi hjá þegar ég var á Ítalíu. Ég var þar 1994-1995 og hef reynt aðfara til henn- ar reglulega en ekki komist lengi. Svo dreymir mig líka um að fara til Suður-Afríku og heim- sækja bestu vinkonu mína sem býr þar. Hvað er ömurlegasta starf sem þú gætir hugsað þér? Leiðinlegasta starf sem ég gæti hugsað mér er að vera vörður fyrir framan sendiráð eða eitthvað svoleiðis. Þú gerir ekki neitt allan daginn nema að stara út í loftiö og tilhugsun- in að standa 8 tíma á dag og gera ekki neitt annað er mér óbærileg. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að fara að halda fyrsta stjórnarfund Heimdallar og ég bíð spennt eftir því að geta hellt mér út í það starf af fullum krafti. Svo er ég líka að fara að halda upp á afmælið mitt næstkomandi laugardag sem verður vonandi mjög gaman. kristin@bladid.net Hvað ertu búin að gera í dag? Ég reif mig á fætur klukkan 6:30 sem er nú reyndar frekar óvanalegt. Ég var á Vaxtar- kynningu í Landsbankanum en ég vinn þar. Ég borðaði rúnstykki og drakk kaffibolla í morgunmat en svo hélt ég áfram að vinna. Við hvað vinnur þú? Ég vinn að alþjóðamarkaðsmálum í markaðs- deild Landsbankans. Ég er í miklum samskipt- um við dótturfélög Landsbankans og þau svið sem vinna mikið með erlendum starfsstöðv- um. Ég er mikið á ferð og flugi og vinnuað- staðan er færanleg. Ég sé mikið um ráðstefn- ur og kynningar af ýmsu tagi sem er mjög skemmtilegt. Ég er líka nýkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem er mjög spennandi verkefni. Nefndu fimm hlutir sem þú gætir aldrei verið án. Bíllinn minn, fartölvan, síminn, kortaveskið og kaffi. Það besta við hausttiskuna er að nú er aftur töff að fara i hlýju, þykku peysurn- ar sem er svo þægilegt að sveipa um sig en manni finnst hálfómögulegt að vera í á sumrin. Það versta við hausttiskuna núna eru leggings. Þær eru mjög flottar en fara alls ekki vel með öllu og svo eru þær líka mjög ópraktískar á haustin þegar kólna fer i veðri. Bg^raf * i IC ^ í m:f' m Hvad voru stjörnurnar að gera um helgina? Bono í bókábúð Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, Adam Clayton (til vinstri) og The Edge settust niður í bóka- búð í Lundúnum og glugguðu í sjálfsævisögu hljómsveitarinnar sem bar nafnið U2 by U2. Þessi mynd var tekin af þeim félögum á föstudaginn en þeir sátu v/st heillengi og blöðuðu í bókinni eins og þeir hefðu ekki séð hana sjálfir. 2'- '■■9. A Beyonce var deymin og dularfull þegar hún kom til Parísar siðasta föstudag en hún var í borg elskendanna um helgina. Söngkonan var að kynna plötuna sína B'Day og kom fram í frönsk um raunveruleikaþætti sem heitir Star Academy. Jessica Simpson var í London um helgina því að systir henn- ar, Ashlee, er að taka þátt i söngleiknum Chicago og þær systur eru víst mjög nánar og þurfa stuðning hvor frá ann- arri. Jessica fór á sýninguna i gær en þessi mynd var tekin af henni þegar hún var að leggja af stað til Lundúna frá flugvellinum í Los Angeles. Ai-V. Meg Ryan tók þvi greinilega rólega um helgina því að hún var bara á röltinu að leita sér að góðum glanstímaritum til þess að glugga í um helgina. Þessi mynd var tekin af henni þegar hún verslaði í þessum Brentwood-sölustandi í Kaliforniu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.