blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 23
„TrueNorth er framleiðslu- og þjónustufyrirtæki fyrir sjónvarps- og kvikmyndaiðnað. Eftirspurn eftir siikri þjónustu á íslandi hefur stór aukist,” segir Helga Margrét. blaöió ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 31 Helga Margrét hjá TrueNorth undirbýr tökur Leyndardóma Snæfellsjökuls Finnst gaman að vinna með snillingum „Ekki er búið að ákveða endanlega tökustaði kvikmyndarinnar Leynd- ardóma Snæfellsjökuls,” segir Helga MargrétReykdal, framkvæmdastjóri TrueNorth á íslandi. Kvikmyndin er næsta verkefni fyrirtækisins og sér það um tökur. Myndin er byggð á skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne, Leyndardómar Snæ- fellsjökuls (Journey to the Center of Earth). Myndin er bandarísk en verður að hluta tekin upp á Islandi í byrjun október og segir Helga tökustaði ekki ákveðna. Mögulegt er þó að tökur fari fram við Snæfellsjökul, en í upphafi skáldsögunnar lýsir rithöf- undurinn göngu úr jöklinum inn til miðju jarðar. „Aníta Briem og Brendan Fraser fara með aðalhlutverk í myndinni og hún verður í leikstjórn Erics Bre- vig,” segir Helga. Helga Margrét og félagar hennar Árni Páll Hansson og Leifur B. Dag- finnsson stofnuðu fyrirtækið True- North árið 2003 og hefur fyrirtækið vaxið og dafnað síðan þá. „TrueNorth er framleiðslu- og þjón- ustufyrirtæki fyrir sjónvarps- og kvikmyndaiðnað. Eftirspurn eftir slíkri þjónustu á Islandi hefur stór- aukist,” segir Helga Margrét. Hún segir það stafa af mörgum þáttum, þá fyrst og fremst náttúrufegurð Helga Margrét Reykdal vinnur með snillingum. ,,Égfestist oft við símtækið og tölvuna landsins. Síðustu misseri hefur fyr- irtækið haldið utan um tökur stór- mynda eins og Flags of our Fathers í leikstjórn Clints Eastwood og Tomb Raider sem skartaði Angelinu Jolie í aðalhlutverki. „Það voru um þúsund manns á tökustað myndarinnar Flags of our Fathers,” segir Helga sem á von á fleiri verkefnum sem slíkum í framtíðinni. Aðspurð hvað drífi hana áfram í starfi svarar hún: „Mér finnst gaman að vinna með snillingum.” Helga Margrét segist ekki ferðast mikið á tökustaði og leggur því að öllum líkindum ekki leið sína að Snæfellsjökli á slóðir skáldsögu Ju- les Verne. „Ég festist oft við símtækið og tölv- una,” segir hún og nefnir að undir- JOURNEY TO THE CENTER OF THE EARTH, 1959 Pétur sést hér lengst til vinstri í hlut- verki sínu sem Hans Bjelke frá Stapa. Við hlið hans eru leikararnir Pat Bo- one, Arlene Dahl og James Mason. búningur við tökurnar standi sem hæst núna. Þess er vert að geta að kvik- myndin sem TrueNorth kemur að er endurgerð bandarískrar stór- myndar (Journey to the Center of Earth, 1959) þar sem hinn íslenski Pétur Rögnvaldsson (Peter Ron- son) lék eitt aðalhlutverkið. Pétur er fæddur árið 1934 og keppti fyrir Islands hönd í 110 metra grinda- hlaupi á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Pétur tók upp nafnið Peter Ronson eftir að hafa flust búferlum til Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann elur manninn fjarri sviðsljósinu. dista@bladid.net A Komdu Q akkaðu jpplifði i og Á 1 W Allir velkomnir / í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 30. september kl. 11-18 sunnudaginn 1. október kl. 13-18 Kíkíu á Ostadaga 2006 og kynntu þér íslenska ostaframleiðslu. Nýjungarnar í ár eru svo sannarlega spennandi! Nýr ostavefur opnaður. Happdrœtti með ferðavinningi fyrir tvo frá lceland Express. Kokkalandsliðið sýnir listir sínar og veitir ráðgjöf. Verðlaunaostar, Skólahreysti, uppskriftir og margt, margt fleira. Hver er besti osturinn 2006? Hver verður ostameistari íslands 2006? Svalaðu for- vitninni og kitlaðu bragðlaukana um helgina. Það kostar ekkert!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.