blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 22
3 0 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MaðiA fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er verðstrið í uppsiglingu? „Það er að minnsta kosti öruggt að við í Samfylkingunni munum engan afslátt gefa af hagsmunum landsmanna." Össur Skarphéðinsson, þiugflokksformaður Samfylkinga rinna r. Samfylkingin hefur lagt fram tillögur um lækkun matvælaverðs, en rík- isstjórnin hefur unnið að tillögum í sama augnamiði sem von er á innan skamms. HEYRST HEFUR... Íónína Benediktsdóttir hefur ekki lagt árar í bát rátt fyrir að hún hafi beðið lægri hlut í dóms- máli sínu gegn Fréttablaðinu. Nú eftir mánaðamót taka við málaferli hennar gegn DV vegna fréttaflutnings blaðsins af einkamálefnum hennar. Heyrst hefur að Jónína sé að undirbúa kynningarfund í einum af ráðstefnusölum borg- arinnar að réttarhöldunum afloknum og þar muni hún greina frá upphafi Baugsmáls- ins í nokkrum smáatriðum og leggja fram gögn máli sínu til stuðnings. Þeir sem til þekkja segja að Jónína hafi viðað að sér gífurlegu gagnamagni og ' að sumt af því sé afar eldfimt, enda tengist fleiri málinu en Baugsfjölskyldan ein... Aðsókn á styrktartónleika Forma, félags átröskunar- sjúklinga, á Nasa á föstudag var frekar dræm þrátt fyrir að aðgangur væri ókeypis og fjöldi listamanna kæmi fram. m*. Pörupiltarnir í dúettnum Dr. Mister og Mister Handsome voru samir við sig á tónleikunum, létu öllum illum látum og tókst meðal annars að brjóta gítar tónlistarmannsins Togga. Ekki var nóg með það heldur læstu þeir sig einnig inni í bak- herberginu og reyndu að eigna sér allan bjórinn sem tónlist- armennirnir áttu að skipta á milli sín í bróðerni. Skiptar skoðanir eru meðal fólks um ágæti þess að fá Dr. Mister og Mr. Handsome til að troða upp á samkomunni og telja sumir að framkoma þeirra sé málstaðnum síst til framdráttar og kunni jafnvel að koma óorði á gott og göfugt starf... Bækur sem bæta lífið Guðjón Bergmann, jógakennari, fyrirlesari og rithöfundur, á ekki í miklum vanda með að deila ástríðu sinni meðlesendum. „Bækur eru ástríðan mín,” segir Guðjón. „Ég elska að lesa og skoða bækur.” Guðjón er duglegur við lesturinn og segist yfirleitt vera með tvær til þrjár bækur í gangi í einu, en auk þess hlustar hann á bækur og nám- skeið í bílnum og í iPodnum sínum. „Ég byrjaði að lesa meira eftir að ég hætti að reykja og get ekki sagt að ég hafi nokkru sinni séð eftir þeim skiptum.” En hvernig bækur les Guðjón helst? „Ég les fyrst og fremst bækur um jógaheimspeki, sjálfsefl- ingu, sálfræði, markmiðasetningu, mannkynssögu, heimspeki, sam- skipti og jákvæða hugsun, en einnig finnst mér gaman að lesa góðar vísindaskáldsögur og spennusögur. Bækur þessa mánaðar hjá Guðjóni eru meðal annars The Present eftir Spence Johnson, A Theory of Every t- hing eftir Ken Wilber, skáldsagan The Righteous Men eftir Sam Bo- urne og nú er hann nýbyrjaður á A Brief History of Everything eftir Ken Wilber, en Wilber er uppáhalds- rithöfundur Guðjóns þessa dagana. Á ferðalögum ver Guðjón oft drjúgum tíma í bókabúðum. „Ég er líka duglegur að skoða bækur á Netinu, þá sérstaklega á Amazon. com, þar sem ég kaupi flestar mínar bækur.” Guðjón safnar einnig bókum sem hafa komið út á íslensku um jóga- heimspeki og þræðir fornbókaversl- anir í þeim tilgangi. Hann segir að ekki hafi verið nóg útgefið af slíku efni undanfarin ár. „Árin á milli 1930 og 1960 voru mjög blómleg tíð í útgáfu á bókum um andleg málefni og má þar nefna skrif Þórbergs Þórðarsonar, Stein- unnar Briem og Sörens Sörenssonar sem ég hef mikið dálæti á.” Guðjón nefnir að fyrsta greinin um jóga- heimspeki sem kom út á íslandi hafi komið út í Eimreiðinni 1893 og var skrifuð af Matthiasi Jochums- syni. Greinin fjallaði um ræðu ind- Guðjón Bergmann Hann /es fyrst og fremst bækurym jógaheimspeki, sjálfseflingu, sál fræöi, markmiöase ingu, mánnkýnssi heimspeki, sar skipti og jákvæöa hugsun. Mynd/FMi verska jógans Swami Vivekananda sem hann hélt 11. september 1893 í Chigaco á heimsráðstefnu trúar- bragða þar sem hann hvatti til sam- stöðu trúarbragða. Guðjón hefur sjálfur fengist nokkuð við skriftir og þýðingar í gegnum tíðina og eftir hann hafa komið út bækur um andlegt og lík- amlegt heilbrigði. „Það er það sem gerist þegar maður les svona mikið af bókum, þá kemur þörfin til að skrifa. Stundum eru bækur á þessu sviði heilmikið torf að lesa og fólki finnst oft erfitt að virkja hugmynda- fræðina inn í sitt daglega líf. Ég reyni í bókum mínum að gefa fólki verkfæri og aðferðir til þess.” f byrjun september kom út fyrsta bók Guðjóns á ensku. Bókin heitir the Seven Human Needs og kom bókin út hjá uppáhaldsútgáfu Guð- jóns, Amazon. Bókin fjallar um austræna og vestræna heimspeki og segir Guðjón að hann hafi viljað gefa út hagnýta bók sem byggir á að- ferðafræði austrænnar heimspeki en gefur fólki verkfæri og aðferðir til að nýta spekina í sínu eigin lífi. „Ég hef gaman af því að bæta líf mitt og ég vil útvíkka það og gefa fólki tæki til að bæta sitt líf, það er ástæðan sem liggur að baki skrifum mínum.” Guðjón segist hafa ákveðið það þegar hann var 18 ára gamall að starfa aldrei við neitt sem honum finnst leiðinlegt og það má með sanni segja að starfið sé hans ástríða. Rithöfundarhlutverkið vegur þar alltaf þyngra og þyngra og þar af leiðandi vegur lesturinn einnig þyngra og þyngra, sem hlýtur að vera draumastaða fyrir ástríðufullan bókelskanda. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 8 1 9 5 6 2 3 7 4 2 4 3 7 8 9 5 6 1 5 6 7 3 1 4 8 9 2 7 5 4 8 2 3 9 1 6 6 3 1 9 4 5 2 8 7 9 8 2 1 7 6 4 3 5 3 9 6 4 5 7 1 2 8 4 2 8 6 9 1 7 5 3 1 7 5 2 3 8 6 4 9 Gáta dagsins: 2 8 9 6 4 9 3 2 8 6 5 3 8 7 5 1 4 2 7 5 8 6 5 4 3 7 8 6 9 9 8 eftir Jim Unger 11-17 íH* © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Getum við fengið skeifuna okkar aftur? Á fðrnum vegi Ferðu á listasýningar? Jóna Ásgeirsdóttir ellilífeyrisþegi „Jájá, af og til. Ég fer oftast á sýning- ar í Hafnarborg." Sigurvin Jóhannesson tónlistarmaður „Ef sýningarnar tengjast á einhvern hátt tónlist þá kíkir maður." Eiríkur Ágúst fornbókasali „Já, ég fer á listasýningar og hef gam- an af. Mér finnst gamaldagsmyndlist best.“ Matthías Kristinsson ellilífeyrisþegi „Stundum fer maður á sýningar. Ég er hinsvegar lítið fyrir nútímalistina." Ingibjörg Matthíasdóttir heimavinnandi „Ég fer stundum og nýt þess. Þá líkar mér helst við myndlistina en þoli verr framúrstefnuna."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.