blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006
blaðið
Heilari í Greifunum
Kristján Viðar Haraldsson er
betur þekktur undir nafninu Viddi
í Greifunum en hann hefur starfað
með þeirri ástsælu hljómsveit frá
upphafi. Viddi er þaulreyndur
borðtennisleikari og kennir æsku
landsins íþróttina. Fyrir tveimur
árum hóf Viddi einnig frekar
óhefðbundið nám ef svo má að orði
komast sem hann er nú hálfnaður
með og vonast til að útskrifast að
tveimur árum liðnum. Námið sem
Viddi stundar er við School of Hea-
ling í Miami þaðan sem hann mun
útskrifast með bachelorsgráðu í
heilun.
„Ég veiktist sjálfur fyrir tveimur
árum,” svarar Viddi spurður af
hverju hann lærði heilun. „Veik-
indin lýstu sér sem dofi í höndum og
fótum og skjálfti í fingrum og svefn-
leysi sem leiddi síðan út í hálfgert
þunglyndi. Læknar fundu í raun-
inni ekki hvað var að og vildu gefa
mér geðlyf, róandi og svefntöflur en
ég var ekki alveg til í að fara inn á
þá braut.“
Viddi fór að lesa sér til og komst
yfir alveg fullt af bókum um mata-
ræði og óhefðbundnar lækninga-
aðferðir og prófaði bæði nudd og
nálastungur.
Það má segja að ferð til London
hafi verið vendipunkturinn á leið
Vidda til að finna bót meina sinna
en þar fór hann í heilun til konu sem
hafði útskrifast úr sama skóla og
Viddi stundar nú nám í. „Ég hafði
lesið bók sem heitir Hendur ljóss-
ins og er eftir Barböru Brennan og
hafði sú bók áhrif á mig.” Barbara
þessi er stofnandi School of Healing
í Miamiogermjögþekkturheilarií
Bandaríkjunum. Hún er menntaður
eðlisfræðingur og vann fyrir Nasa,
og var um tíma eina konan í rann-
sóknarliði Nasa.
Eftir þennan fyrsta heilunartíma
reis Viddi nánast heill heilsu upp af
bekknum og þeir kvillar sem höfðu
hrjáð hann voru horfnir á bak og
burt.
„Þegar ég stóð upp af bekknum
var ég bara fínn, og ég var mjög
hissa sjálfur, ég fann ekki fyrir ein-
kennum í einn til tvo daga á eftir en
þetta gekk síðan aðeins til baka en
aldrei eins og áður, og það sem var
að angra mig hvarf á nokkrum mán-
uðum.” Þarna kviknaði áhugi Vidda
á að kynna sér þessi fræði nánar og
segist hann aldrei á ævinni hafa
verið hraustari og ekki einu sinni
fengið kvef í þau tvö ár sem liðin
eru frá því að hann fór að iðka þessi
fræði.
Allir geta lært að heila
En er hægt að læra heilun, er þetta
ekki hæfileiki sem fólk annað hvort
fæðist með eða ekki? Viddi segir
að það sé algengur misskilningur
og það hafi í raun verið stofnandi
skó ans sem storkaði fyrst þeim
almenna misskilningi. Barbara
Brennan segir að við fæðumst öll
með þennan hæfileika og getum öll
heilað „Að kyssa á bágtið hjá börn-
unum okkar má segja að sé heilum
í sinni einföldustu mynd,” tekur
Viddi sem dæmi um hvað heilun sé
í raun öllum eðlislæg. Eftir því sem
fræðin þróast er þetta tekið lengra
og það er hægt að þjálfa sig upp í að
verða góður heilari. „I dag er það al-
menn skoðun að allir geti heilað.”
„Ég vinn með tilfinningar
og hugsanir og auðvitað lík-
amann líka og með því að
huga vel að öllum þessum
þáttum þá getur maður
heilað sjálfan sig í leiðinni
Energy healing er sú gerð heil-
unar sem Viddi leggur stund á og
hún vinnur með orkusvið mann-
eskjunnar. Gengið er út frá þeirri
hugmynd að manneskjan sé ekki
bara Ííkami eða efni heldur líka
orka. „Allt efni er í rauninni orka
og þar af leiðandi hefur allt áhrif á
okkur, það sem kemur fyrir okkur,
hvernig við bregðumst við, það sem
við hugsum og hvernig við hugsum
um líkama okkar. Heilun snýst um
að hugsa um allt þetta í samhengi
hvað við annað,” segir Viddi og
bætir við. „Ég vinn með tilfinningar
og hugsanir og auðvitað líkamann
líka og með því að huga vel að öllum
þessum þáttum þá getur maður
heilað sjálfan sig í leiðinni.”
Þetta er kannski ekki ný hugsun í
heiminum en hefur ekki verið mjög
ríkjandi á Vesturlöndum á undan-
förnum áratugum.
„En þetta er samt mikið að breyt-
ast,“ segir Viddi og segir að ákveðin
vakning hafi átt sér stað innan
læknastéttarinnar sem lengi hefur
verið lokuð fyrir hugmyndum um
óhefðbundnar lækningar. Viddi
sér mikla möguleika þar sem með-
ferðin snýst um að hjálpa fóki að
hjálpa sér sjálft og um minni inn-
grip er oft að ræða þó að stundum
þurfi að sjálfsögðu á hefðbundnari
aðferðum að halda.
Hamborgari og franskar
fyrir sálina
Blaðamaður imprar á vakning-
unni sem á sér stað i mataræði hér á
landi og Viddi grípur þær pælingar
á lofti og kemur með dæmi um mun-
inn á því hvernig manni líður eftir
að borða hollan eða óhollan mat.
„Sama getum við sagt um hugsanir
okkar og hvernig við vinnum með
tilfinningar okkar. Ef við nærum
sálina bara á skyndibita og rusli
þá mun okkur ekki liða sérlega
vel og við verðum vannærð. Ef við
leyfum fólki að koma illa fram við
okkur eða komum ekki vel fram við
aðra og stöndum ekki með sjálfum
okkur mun okkur líða illa.”
Píanóið þarf að vera vel stillt
Talið berst að náminu og hvernig
það er uppbyggt. „Þetta er mikil
sjálfsvinna,” svarar Viddi. „Fólk
þarf að vinna mikið í sjálfu sér, þetta
er í raun og veru meðferð og sjálfs-
vinna í fjögur ár.” Meðferðin byggir
fyrst og fremst á að læra aðferðir við
samtalsmeðferðir og handayfirlagn-
ingu og byggir á því að taka fyrir
manneskjuna í heild.
„Nemendurnir eða heilarinn eru
meðferðartækið og því þarf maður
að huga vel að sjálfum sér og eigin
líðan þannig að meðferðin virki
sem best.” Hann líkir þessu við pí-
anó sem er orðið gamalt og lúið og
þarf að taka í gegn og stilla svo hægt
sé að spila á það falleg lög.
Námið er þannig uppbyggt að
Viddi fer út til Miami fimm sinnum
yfir veturinn, en önnin er frá október
fram í janúar og dvelur þá í sex til tíu
daga í senn. Þess á milli er hann í stöð-
ugu sambandi við kennara og skilar
verkefnum og er sjálfur í heilunar-
meðferð. En það er skilyrði fyrir nem-
endur að fara í alls átján klukkutíma
meðferð minnst á hverjum vetri.
„Það þarf að kenna fólki að vinna
þetta þannig að það gangi ekki
fram af sér,” segir Viddi. Algengur
misskilningur sé að heilarinn gefi
frá sér orku en heilun snúist um
jarðtengingu og þær aðferðir sem
heilari noti.
„Ég er oft fullur af orku þegar ég
er búinn að heila,” segir Viddi sem
þarf að kveðja þar sem hann þarf að
þjálfa unga KR-inga í borðtennis.
loa@bladid.net