blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 26.09.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 blaöiö Bpi OLÍUMARKADIR Hóta að frysta eignir Shinawatra Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Taílandi hótaði í gær að frysta eignir Thaksin Shinawatra, fyrrver- andi forsætisráðherra, ef hann reyndi að flytja þær úr landi. Herinn tók völdin í landinu í síðustu viku og er forsætisráðherrann nú í útlegð í London. Olían undir sextíu dölum Verð á olíu heldur áfram að lækka og í gær kostað’i fatið innan við sextíu dollara. Verð hefur lækkað um 17 dollara frá í ágúst og er lækkunin rakin til aukins framboðs, minni eftirspurnar og bjartsýni um að ekki verði viðskiptaþvinganir gegn Iran. Bolsévíkar hertóku fjármálaráðuneytið Lögreglan í Moskvu handtók fjörutíu meðlimi í Bolsévíka- ' flokki Rússlands eftir aö þeir réðust inn í fjármálaráðu- neytið og flögguðu fána sínum. Þeir voru að mótmæla greiðslum erlendra skulda en þeir vilja að féð verði frekar notað til að bæta lífskjör almennings í landinu. | Vill staldra við Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda■ stjórnar ESB. Evrópusambandið: Barroso vill fresta stækkun FRÉTTAVIÐTAL FRAMSOKNARFLOKKURINN ■ „Menn hafa farið of langt í einkavæðingunni og það hefur verið of mikil áhersla á velferð þeirra sem eiga fjármagn en of lítil áhersla á manngildið." ■ Kristinn H. Gunnarsson þingmaður vill að Framsókn- arflokkurinn leggi meiri áherslu á velferð og manngildi og skilgreini sig frá Sjálfstæð- isflokki. Formannsskipti hjá Framsóknarflokknum Fram- sóknarmenn vonast til að nýr formaður nái að endur- reisa fiokkinn. Hefur tapað fylgi á miðjunni og vinstri væng. Kristinn segir að flokkurinn verði að höfða meira til vinstri en hann hefur gert síðustu árin. Framsókn þarf að slíta sig frá Sjálfstæðisflokknum ■ Stefnir á fyrsta sætið í prófkjöri ■ Of mikil hægristefna hjá Framsóknar- flokknum ■ Vill draga úr stóriðjustefnu. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði að ekki ætti að veita nýjum ríkjum aðild að sambandinu eftir að Búlgarar og Rúmenar fá að- ild fyrr en stjórnkerfi sambandsins hefur verið endurbætt og sátt hefur náðst um stjórnarskrá þess. Búist er við því að framkvæmda- stjórn ESB mæli með því í dag að Búlgaríu og Rúmeníu verði veitt að- ild að sambandinu í janúar á næsta ári. Tyrkir og Króatar hófu aðildar- viðræður á síðasta ári en ummæli forseta framkvæmdastjórnar- innar þykja draga úr líkum á því að þeim viðræðum ljúki með fullri aðild í náinni framtíð. Barroso sagði að geta ESB til þess að taka við nýjum ríkjum væri takmörkuð og ekki væri ráðlegt að veita nýjum ríkjum að- ild fyrr en endurbótum á stjórn- sýslu sambandsins væri lokið og framtíð stjórnarskrárinnar væri ráðin. Tilraunir til þess að end- urbæta stjórnsýslu sambandsins og löggilda stjórnarskrá þess steyttu á skeri í fyrra í kjölfar þess að franskir og hollenskir kjós- endur höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslum. Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður hyggst sækjast eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en það sæti skipar nú Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðherra. Tillaga hans um póstkosningar á prófkjörslista varð ofan á á kjördæmaþingi flokksins um síðustu helgi en tillaga stjórnar kjördæmasambandsins um að 500 flokksmenn myndu velja á listann var felld. Kristinn segir þörf á að flokkurinn slíti sig frá samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og leggi meiri áherslur á velferð og manngildi. Flokkurinn tapar fylgi Túlkarþú niðurstöðu kosninganna á kjördcemaþinginu sem persónu- legan sigur fyrirþig? „Ég vil fara varlega í að leggja of mikla túlkun í þessar niðurstöður. Ég hafði lagt áherslu á að það yrði prófkjör og hafði óskað eftir því að það yrði gert með póstkosn- ingum. Margir af mínum stuðnings- mönnum tóku undir það sjónarmið en það gerðu einnig fleiri sem ekki styðja mig persónulega.“ Telur þú að stjórn kjördæmasam- bandsins hafi með sinni tillögu viljað bola þér í burtu þar sem fyrir- fram var vitað að þetta prófkjörsfyr- irkomulag myndi vinna gegn þér? „Ég vil nú ekki líta á það þannig. Hins vegar má segja að þessi til- högun eins og stjórnin lagði til leiddi ekki til góðrar niðurstöðu í síðustu kosningum. Flokkurinn fékk bara tvo þingmenn en hafði gert sér vonir um þrjá og missti miðað við kosning- arnar 1999 líklega um 1.200 atkvæði. Ég tel að póstkosning henti mér betur og ég hefði eflaust náð fyrsta sætinu í síðasta prófkjöri ef kosið hefði verið með þeim hætti.“ Hyggstu bjóða þig fram gegn Magnúsi Stefánssyni í fyrsta sœtið á listanum? „Já, ég stefni að því. En legg áherslu á að það getur enginn sagt fyrirfram að hann eigi eitthvert sæti og þess vegna er ekki hægt að fara gegn neinum." Sókn til vinstri Þú talaðir um það á þinginu um síðustu helgi að Framsóknarflokkur- inn hefði veikst á síðustu árum og að hann þyrfti að endurmeta stefnu sína. Hvað veldur því að flokkurinn hefur veikst að þínu mati? „Menn hafa farið of langt í einka- væðingunni og það hefur verið of mikil áhersla á velferð þeirra sem eiga fjármagn en of lítil áhersla á manngildið. Það liggja fyrir upplýs- ingar sem segja okkur að flokkur- inn hefur misst um það bil helming af sínu fylgi. Við höfum misst lang- mest af vinstra fylginu sem flokk- urinn hefur haft og um þriðjung af fýlginu á miðjunni. Á sama tíma stendur hægra fylgið óbreytt. Hann hefur því tapað fylgi og færst of mikið til hægri vegna samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn." Á Framsóknarflokkurinn þá að forðast áframhaldandi stjórnarsam- starfvið Sjálfstœðisflokkinn á næstu árum? „Verkefnið er að minu mati að losna frá þessu nána samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn. Kjósendur leggja yfirleitt þessa tvo flokka saman og Framsóknarflokkurinn þarf því að reisa sig við sem sjálfstætt pólit- ískt afl. Bera fram sína stefnu sem hann á til og sýna meiri félagslegar áherslur. Við þurfum að sækja meira til vinstri. Leggja auknar áherslur á velferðarmál og draga úr áherslum á stóriðjuuppbyggingu. Ég er ekki að segja að menn þurfi að hafna henni heldur auka áherslu á umhverfis- og byggðamál. Það þarf að kalla eftir meiri árangri á þeim sviðum.“ Þarf að opna flokkinn Núverandi stefna Framsóknar- flokksins hefur verið kennd við Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formann. Er von á því að Jón Sig- urðsson, sem kemur úr sama flokks- helmingi og Halldór, breyti stefnu flokksins? „Því verður Jón Sigurðsson að svara með verkum sínum. Kjör- dæmaþingið svaraði því hins vegar um siðustu helgi að staðan sé alvar- leg og leiðin til að snúa þessu við sé að opna flokkinn. Gefa grasrótinni og nýjum félagsmönnum kost á að hafa áhrif og segja sína skoðun. Það þarf ekki meiriháttar stefnubreyt- ingu því þessir málaflokkar eru nú þegar til í núverandi stefnu flokks- ins. Það þarf bara að leggja meiri áherslu á þá.“ Tollskýrslugerð Hagnýtt og ítarlegt námskeið í gerð tollskýrslna, um meðferð allra innflutningsskjala og allar helstu reglur er varða innflutning. Á námskeiðinu er notað nýtt og sérútbúið kennsluefni, kennslubók og ítarefni. Einnig er kennt að nota forrit í tollskýrslugerð í Navision frá Maritech. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta; • Þekkt fylgiskjöl meö vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna • Gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld • Notað tollskrána til aö tollflokka vörur • Haft grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra • Þekkt helstu reglur varðandi innflutning, innflutningstakamarkanir og undanþágur Lengd: 21 kennslustund. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga og er hægt að velja um morgunnámskeið kl. 8:30 - 12:00 eða kvöldnámskeið kl. 18:00 - 21:30. Hefst 28. september og lýkur 10. október. Verð: kr. 28.000,- (Aiit kennsiu- og ítarefni innifalið) TÖLVUSKÓLINN ÞEKKING SlMI: 544 2210 FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS LÁGMÚLA 8 • Sími 530 2800 SMÁRALIND • Sími 530 2900 AKUREYRI • Sími 461 5000 KEFLAVÍK • Sími 421 1535 oghjá UMBOÐSMÖNNUM UM LAND ALLT www.ormsson.is ORMSSON

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.