blaðið - 26.09.2006, Page 17

blaðið - 26.09.2006, Page 17
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 17 Fötluð börn á vergangi Fjöldinn allur af fötluðum börnum og ungmennum fær hvergi inni eftir að skóla lýkur. daglega að standa í útréttingum til að finna dóttur sinni stað. Þetta kosti mikla viðveru frá vinnu og sé þreyt- andi þegar fram í sækir. Hrafnhildur tók í sama streng og sagði einkennilegt hversu lítill áhugi virðist vera hjá hinu opinbera að sinna þessum málaflokki. „Það er al- veg sama hvar mann ber niður í mál- efnum fatlaðra. Það benda allir hver á annan. Það er til nóg af peningum í alls konar dekurverkefni á borð við inngöngu í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en ekki fyrir þessa örfáu einstaklinga." Siglir í strand Hvað yngri hópinn varðar, ío til 16 ára börn, virðist málið einnig hafa siglt í strand vegna deilu milli ríkis og sveitarfélaga um kostnað og ábyrgð á málaflokknum. Sveitarfélög víðs vegar um landið hafa boðið upp á lengda viðveru eftir skólatíma fyrir fötluð og ófötluð börn í 1. til 4. bekk í grunnskólum. Eftir að 4. bekk sleppir fellur þessi þjón- usta niður og foreldrar þurfa að leita til annarra stofnana. Misvel gengur að finna aðstöðu þar og nokkuð stór hluti þeirra 370 barna sem um ræðir fær hvergi inni. Ríkið hefur bent á að hagkvæm- ast væri að sveitarfélög haldi áfram eftir 4. bekk að bjóða upp á lengri viðveru fyrir fötluð börn. „Það er hag- kvæmast að sveitarfélög veiti þessa þjónustu þar sem hún er í beinu framhaldi af skólanum og hægt að reka hana í tengslum við núverandi þjónustu við yngstu börnin,“ sagði Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, í samtali við Blaðið. Hann bendir ennfremur á að engar lagalegar kvaðir hvíli á rík- inu að veita og greiða fyrir þjónustu af þessu tagi. „Það kemur ekki skýrt fram í lögum að þessi þjónusta skuli veitt og hver eigi að veita hana.“ Aðeins dropi í hafið Sigurður Óli Kolbeinsson, lögfræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, er á öndverðum meiði og segir að ríkinu beri að veita þessa þjónustu og greiða fyrir hana. „Það stendur skýrt í lögum að málefni fatlaðra séu í höndum ríkisins. Þar er líka getið um þjónustu sem ríkið á að veita, til dæmis dagvistunarstofnanir. Sveitar- félögin telja því að það sé engin laga- skylda á þeim að bjóða þessa þjónustu fyrir krakka í 5. bekk og upp úr.“ Félagsmálaráðherra skipaði í síð- asta marsmánuði starfshóp til áð fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og leita lausna í deilu ríkis og sveitarfélaga. Hópurinn skilaði inn ítarlegri skýrslu um síðustu mánaðamót þar sem meðal annars ríki og sveit- arfélög lýstu sig tilbúin til að deila kostnaði jafnt sín á milli. Hins vegar greinir aðila á um heildarkostnað og er áætlun sveitarfélaganna nokkru hærri en áætlun ríkisins. „Ríkið viðurkennir ekki okkar út- reikninga og mat þess er um 60% lægra en oldcar. Það sem ríkið vill borga er því aðeins dropi í hafið,“ segir Sigurður. Niðurstaða áfall Félagsmálaráðuneytið óskaði í siðustu viku eftir formlegum fundi með fulltrúum sveitarfélaganna þar sem enn á ný verður gerð tilraun til að leysa hnútinn. Ekki liggur fyrir hvenær sá fundur verður haldinn. Jarþrúður Þórhallsdóttir, foreldra- ráðgjafi hjá Sjónarhóli, segir marga foreldra hafa bundið miklar vonir við skýrslu starfshópsins og því hafi niðurstöður hennar valdið von- brigðum. „Það var mikið áfall fyrir foreldra að málið skyldi enn vera fast þrátt fyrir þessa góðu úttekt.“ Jarþrúður telur heppilegra að mál- efni fatlaðra væru aðeins á hendi eins aðila en ekki tveggja og vill að sveitar- félögin taki málaflokkinn að sér. „Þá væri ekki hægt að henda boltanum svona á milli og menn gætu komist að niðurstöðu." Höskuldur Kári Schram skrífar um málefni fatlaóra barna og Fréttaljós hoskuldurw'bladid.net Fyrirlestrar frá Yale: Elítuháskóli á netið Stjórnendur Yale-háskólans í Connecticut í Bandaríkjunum til- kynntu i vikunni að myndbandsupp- tökur af fyrirlestrum úr nokkrum námskeiðum skólans verði gerðar aðgengilegar á Netinu. Meðal þeirra námskeiða sem fróðleiksfús almúginn getur nálgast gegnum Netið verða inngangsnám- skeið í stjórnmálafræði, eðlilsfræði og í guðfræði. Þrátt fyrir að ýmsir þekktir háskólar i Bandaríkjunum hafi gert kennsluefni aðgengilegt fyrir almenning á Netinu undan- farin ár er Yale fyrsti háskólinn sem býður upp á myndbandsupptökur af fyrirlestrum. ,,Eftir námið gat ég valið á milli þriggja starfa!" „Eftir að ég kláraði Skrifstofu- og tölvunámið hjá NTV s.l. haust hefur lífið verið ævintýri líkast. Ég starfaði áður á leikskóla en gat eftir námið valið á milli þriggja starfa. í dag hef ég tvöfalt hærri tekjur fyrir sama vinnutíma. Þetta nám er langbesta fjárfesting mín hingað til og hefur breytt öllu fyrir mig og börnin mín. Takk fyrir mig NTV!" Ingibjörg Pálsdóttir - Skrifstofustúlka hjá lianönum SKRIFSTOFU- & REKSTRARNÁM Skrifstofu- og rekstrarnám er tveggja anna nám. Hér að neðan er lýsing á því sem kennt er á fyrri önninni sem er Skrifstofu- og tölvunám. Á seinni önninni, næsta vor er kennd rekstrarhagfræði, fjármálastjórnun og notkun Excel við fjármál og rekstur. Einnig er farið í sölu-, viðskipta- og launakerfishluta Navision og farið dýpra í tölvubókhald s.s. skil til endurskoðenda og gerð fjárhagsskema. Fyrri önnin er 258 stundir og skiptist í fjóra flokka: Tölvunám - 96 stundir - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forritsem nemandi þarfað kunna á til að öðlast ECDL (TÖK) skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. Öll 7 ECDL (TÖK) prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Viðskiptagreinar - ws stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Sjálfsstyrking - 30 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Lokaverkefni - 24 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta hjá hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins" segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. Næsta námskeið: Kennt er alla virka daga frá kl. 8:30-12:30. Fyrri önn (Skrifstofu- og tölvunám) byrjar 16. okt. og lýkur 13. des. ATH! Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína í þcssu námi ntv .15 UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.