blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöiA MATVÖRUVERÐ Skilar minni verðbólgu Fyrirhugaðar aögerðir stjórnvalda til aö lækka matvöruverð mun valda því að verðbólga snarminnkar á næsta ári, samkvæmt spá greiningar Glitnis. I upphaflegri þjóðahagspá bankans fyrir næsta ár var gert ráð fyrir 3,2 prósent verðbólgu en nú er þvi spáð aö hún verði 1,8 prósent. Þá telur bankinn ólíklegt að íbúðaverð muni lækka mikið á næstunni í kjölfar yfirlýsinga stjórnvalda um að hækka hlutfall íbúðalána á ný upp í 90 prósent. INNLENT Virkjunarframkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilsvæðinu: Borað í trássi við lögin ■ Lögleysa aö veita bráðabirgðaleyfi ■ Samningurinn jaðrar við mútur Leynivopnið á brauðið - pepperoni frá 55 Pepperoni álegg er gómsætt og spennandi til að brydda upp á nýjungum í skólanestinu og krydda tilveruna. SS pepperoni er bragðmikið og kröftugt og hressir skólafólk og aðra sem smyrja sér nesti. Þú þekkir SS álegg á gulu umbúðunum. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Samþykkt fyrir virkjunarfram- kvæmd liggur ekki fyrir, hvorki í aðal- né deiliskipulagi. Þeir eru hins vegar byrjaðir á framkvæmd- unum án allra leyfa,“ segir Hróð- mar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eldhesta ehf, sem situr í skipulags- nefnd sveitarfélagsins Ölfuss. Bæjarstjórnin veitti i vor Orku- veitu Reykjavíkur bráðabirgðaleyfi til virkjunarframkvæmda á Skarðs- mýrarfjalli og við Hverahlíð án þess að framkvæmdin komi fram á núgildandi aðal- og deiluskipulagi. Gerður var sérstakur samningur sem metinn er á fimm hundruð milljónir króna sem renna í sjóði sveitarfélagsins. Hjörleifur B. Kvaran, lögfræð- ingur Orkuveitu Reykjavíkur, segir fyrirtækið hafa ráðist í framkvæmd- irnar út frá leyfi frá sveitarfélaginu. „Við störfum einfaldlega eftir því framkvæmdaleyfi sem sveitarfé- lagið hefur gefið út. Sveitarfélagið þarf að ábyrgjast að þau leyfi séu í lagi. Málið er ekki flóknara,“ segir Hjörleifur. Samræmist ekki iög Jakob Gunnarsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, staðfestir að veiting bráðabirgðaleyfis til framkvæmda samræmist ekki lög. „Samkvæmt bygginga- og skipulags- lögum er ekki hægt að veita bráða- birgðaleyfi tilþessara framkvæmda," segir Jakob. „Allar framkvæmdir þurfa að vera í samræmi við stað- festar breytingar á aðalskipulagi og án þess má ekki veita leyfi.“ Má bara rannsaka Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Ölfuss, er ósammála og telur SAMNINGUR MILLi ORKUVEITU REYKJAVÍKUR OG ÖLFUSS UNDIRRITAÐ 28. APRÍL 2006 2. gr. Bæjarstjórn Ölfuss veitir fram- kvæmdaleyfi og greiðir fyrir skipulagsmál- um eins hratt og unnt er vegna umræddra framkvæmda enda byggi þær á lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir hvern áfanga og viðkomandi verkþætti. Orkuveita Reykja- víkur greiðir Sveitarfélaginu Ölfuss fyrir aukið álag og vinnu sem framkvæmdinar kalla á hjá sveitarfélaginu. Þetta gerir sveit- arfélaginu kleift aö hraða öllum umsögnum og leyfisveitingum sem þörf er á. MEÐ SAMNINGNUM FÆR ÖLFUSS FÉ TIL AÐ: ■ lýsa við Þrengslaveg ■ uppgræða sanda við Þorlákshöfn ■ koma á háhraðatengingu í Þorlákshöfn ■ mæta auknum umsvifum vegna virkjunarframkvæmda Sveitarfélagið þarf að ábyrgjast að leyfln séu I lagi Hjörleifur B. Kvaran Lögtræðingur Orkuveitu Reykjavíkur bæjarstjórnina hafa haft heimildir til að veita umrætt bráðabirgðaleyfi. „Það er alveg rétt að framkvæmdin er ekki komin í gegnum skipulags- ferli. Leyfið sem við veittum er ein- göngu til rannsókna á svæðinu en ekki framkvæmda," segir Ólafur Áki. „Framkvæmdaleyfi liggur ekki fyrir þar sem ekki er búið að breyta skipulaginu. Við erum hins vegar ósammála túlkun Skipulagstofn- unar og teljum ekki þurfa að breyta aðalskipulagi út af öllum rannsókn- arleyfum sem veitt eru.“ Engin samþykkt BjörnPáísson.héraðsskjalavörður, hefur verið leiðsögumaður um Hen- gilsvæðið síðasta áratug og hefur kynnt sér fundargerðir bæjarstjórn- arinnar. „í fundargerðum Ölfuss- hrepps kemur fram að ekki sé heim- ilt að leyfa framkvæmdir þarna fyrr en samþykkt og breytt aðaiskipulag liggur fyrir,“ segir Björn. „Leyfið var veitt án slíkra samþykkta og þarna er verið að fórna gífurlegum fjársjóðum með ólöglegum hætti.“ Aðspurður segir Olafur Áki þetta ekki vera rétt. „Okkar niðurstaða er sú að þar sem landsvæðið var raskað fyrir þá mætti veita leyfi Virkjun án leyfa Bæjarstjórn Ölfuss veitti Orkuveitu Reykjavíkur bráða- birgðaieyfi fyrir framkvæmdum á Hengilsvæðinu án staðfestingar í að- al- og deiluskipulagi. Leyfisveitingin er umdeild og samningur milli aðila jaðrar við mútur. til rannsókna. Það er ekki víst að þarna komi til framkvæmda, aðeins er verið að rannsaka svæðið.“ Vopn í kosningum Hróðmar segir ljóst að allir máls- aðilir viti að málið hafi ekki farið lög- boðnar leiðir í stjórnkerfinu og setur spurningamerki við þá staðreynd að áðurnefndur samningur hafi verið notaður sem vopn í kosninga- baráttu fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar. „Orkuveitan styðst við framkvæmdaleyfi frá bæjarstjórn og samninginn sem gerður var. Bæj- arstjórnin hefur hins vegar hvorki rétt né vald til að veita þetta leyfi,“ segir Hróðmar. „Þetta hefur ekki farið lögboðnar leiðir innan kerfis- ins og það vita allir málsaðilar.“ Skjóta fyrst Aðspurður segir Björn fram- kvæmdir fyrir nokkru hafnar og furðar sig á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru. „Hreppurinn hefur selt Orkuveitu Reykjavíkur sálu sina fyrir þessa framkvæmd," segir Björn og bendir á að hægt sé að túlka samninginn sem mútu- greiðslur. „Búið er að leggja vegi upp á fjallið og gröfurnar byrjaðar. Vinnubrögðin í málinu kalla ég að skjóta fyrst og spyrja svo.” Framkvæmdaleyfi liggur ekki fyrir þarsemekkier búið að breyta skipulaginu Ólafur Áki Ragnarsson Bæjarstjóri Ölfuss Um þrjú þúsund heilabilaðir: Hundruð bíða hjúkrunarrýmis Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Heimaþjónustan gagnast heilabil- uðum takmarkað. Þeir fá heims- endan mat en borða hann ekki og þeir taka ekki inn lyfin sín,” sagði Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, í utandagskrárumræðu á Alþingi í fyrradag um þjónustu við heilabilaða. Ásta kveðst hafa verið fundar- stjóri á ráðstefnu sem haldin var í september um málefni heilabilaðra. Þar hafi komið fram sláandi upp- lýsingar sem henni hafi þótt mjög alvarlegar og þess vegna hafi hún farið fram á utandagskrárumræðu á þingi um málið. 1 máli Ástu Ragnheiðar kom fram að á íslandi séu um 3.000 manns með heilabilun á einhverju stigi og þar af séu 60 prósent með Alzheimer-sjúkdóminn. Að sögn þingmannsins hafa 300 til 400 manns greinst árlega, þar af 15 yngri en 65 ára. Biðin eftir grein- ingu á minnisstöð er margir mán- uðir. Dagdeildir eru nú sex á höfuð- borgarsvæðinu en þær anna bara broti eftirspurnar. Á höfuðborg- arsvæðinu bíða á fjórða hundrað manns eftir hjúkrunarrými en af tæpum 1.200 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu eru rúmlega 200 fyrir heilabilaða. I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.