blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaðið Edda Þórarinsdóttir leik- kona var ung móðir í Hafnarfirði þegar hún fékk heilablóðfall fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún var ein heima ásamt fjögurra mán- aða syni sínum þegar hún hrasaði í tröppum og fann síðan fyrir svima og ógleði. „Mér fannst eins og það blæddi úr höfðinu en sá ekki neitt. Maðurinn minn var ekki í bænum en það sem vildi mér til happs var að konan á efri hæðinni var heima og ég náði að kalla í hana. Hún áttaði sig strax á þvi að það væri eitthvað mjög alvarlegt að og hringdi í lækni. Það vildi mér einnig til happs að það var einmitt læknir staddur í nágrenninu. Hann áttaði sig á því hvað þetta væri alvarlegt, hringdi í sjúkrabíl í einum grænum hvelli og ég var keyrð upp á Borgar- spítala,“ segir Edda og bætir við að það hafi einnig skipt máli að um þetta leyti hafi verið nýkomnir til landsins tveir ungir læknar sem höfðu sérhæft sig á þessu sviði og annar þeirra, Krist- inn Guðmundsson, hafi meðhöndlað hana. „Það var það sem bjargaði mér því að tíminn skiptir svo miklu máli i þessu.“ Slapp við lömun Á meðan Edda var meðvitundar- laus var ekki vitað hve skaðinn af heilablóðfallinu yrði mikill og óttað- ist faðir hennar, sem var læknir, að hún kynni að lamast. Hún slapp sem betur fer við lömun en þegar hún rank- aði við sér átti hún erfitt með að hugsa skýrt og talaði eintóma vitleysu. „Ég man eftir því að á því dramat- íska augnabliki þegar ég var að vakna til lífsins gat fólkið mitt ekki stillt sig um að hlæja því að það sem ég reyndi að segja var svo algjört rugl. Ég var eins og trúður að skemmta fólki með einhverju fáránlegu og fyndnu bulli." Nafnorðin duttu út Edda segir að á þessum tíma hafi ekki mikið verið vitað um heilann og honum hafi verið lýst þannig fyrir henni að hann væri eins og kommóða með alls konar skúffum, í einni skúff- unni væru nafnorð, í annarri sagnorð og svo framvegis. „Mér var sagt að þegar svona blæð- ing yrði gætu einhverjar skúffur skaddast og í mínu tilfelli var það nafnorðaskúffan. Nafnorðin duttu alveg út og það var dálítill galdur að mynda setningar og gera sig skiljan- lega án þess að nota þau. Þá bjó ég nú stundum að því að vera lærð leikkona þvi að þá varð maður í raun að leika nafnorðið. Ef mig vantaði til dæmis handklæði þá sagði ég „Mig vantar ... “ og síðan sýndi ég með látbragði hvernig maður þurrkar sér með handklæði," segir Edda og bætir við að þetta minni svolítið á vel þekktan samkvæmisleik. „Nafnorðin komu hægt og rólega aftur en oft voru þetta kannski ekki réttu nafnorðin sem ég notaði. Það kemur reyndar fyrir enn þá, sérstak- lega ef ég er mjög þreytt,“ segir Edda og bætir við að þessi skúffa geti enn verið svolítið stirð. „Ég á það meðal annars til að biðja um vínber í bak- aríinu þegar ég ætla mér að kaupa vínarbrauð.“ Lærði að lesa á ný Hún átti einnig í erfiðleikum með lestur og þurfti nánast að læra að lesa upp á nýtt. „Það var enginn hér á landi sem hafði lært eða kunni gagngert að hjálpa fólki til dæmis að læra að lesa TILBOÐ Metasys frábær leið til þyngdarstjómunar Þessa dagana eru að koma fram fleiri og fleiri einstaklinar sem vitna um að Metasys hjálpar svo sannarlega í baráttunni við aukakílóin auk margra annarra heilsufarslegra ávinninga. Fræið, Fjarðarkaupum, kappkostar lágt vöruverð á heilsuvörum og höfum við því ákveðið að bjóða þriggja mánaða skammt af Metasys á kr. 8890.- (mánaðarskammtur kostar kr. 4275-) metasys áætlunin til að léttast J FJARÐARKAUP Fjarðarkaup, Hólshrauni 1b, 220 Hafnarfjörður, sími 5552700 Gerbreyttar aðstæður ,Ef ég hefdi aldrei lært að lesa aftur eða náð tökum á þvíad læra eitthvad utan bókar þá hefði maður bara orðið að snúa sér að einhverju öðru en leiklist. Aðaimálid varað ná heilsu," segir Edda Þórarinsdóttir leikkona sem fékk heilablóðfall fyrir rúmum þrjátíu árum. Mymlir/Fiikki iyyjN' * jZl , k • [m T Á i i . 't ■ ■■iiÉH ''w 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.