blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 bla6iö Símahleranir stjórnvalda í kalda stríöinu og eftir: Takast á um rannsókn Gögn á flakki I Gagnsemi nefndar dregiö í efa Jón Baldvin fyrirskipaði athuganir og var sjálfur hleraöur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Þegar Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur greindi frá því í maí síð- astliðnum að hann hefði fundið skriflegar heimildir sem sýndu að símar voru hleraðir á vegum stjórnvalda i kalda stríðinu, meðal annars símar þingmanna, greindi hann jafnframt frá því að aðgengi hans að heimildunum hefði verið bundið því að hann greindi ekki frá því hverjir voru hleraðir. Slíkt væri hlutverk einhvers konar opin- berrar rannsóknarnefndar.. Gögnin flutt í Þjóðskjalasafn Þann 22. maí, eða skömmu eftir að greint var frá rannsókn Guðna Th. Jónssonar sagnfræð- ings í fjölmiðlum, bað Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður um aðgang að gögnunum í dóms- málaráðuneytinu um hleranirnar. Að sögn Ragnars var beiðninni synjað 31. maí með vísun til þess að skipa ætti nefnd vegna aðgangs að gögnunum. Ragnar ítrekaði tvisvar kröfu sína, 2. og 30. júní. Þann 25. júlí fékk hann það svar að gögnin væri ekki að finna í ráðuneytinu. í ljós kom að dómsmálaráðuney tið afhenti Þjóð- skjalasafni gögnin þann 5. júlí. Að sögn Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra vakti Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri máls á því hvort ekki væri eðlilegt að hler- unarskjölin yrðu flutt í Þjóðskjala- safnið og kvaðst hann ekki hafa gert athugasemd við það. Synjað um aðgang Þegar ljóst var að heimildirnar um símhleranir voru komnar í Þjóðskjalasafnið bað Kjartan Ól- afsson, fyrrverandi þingmaðurog ritstjóri Þjóðviljans, um aðgang að þeim. Þjóðskjalavörður synj- aði beiðni hans og vísaði til þess að reglugerð sem næði til slíks aðgangs hefði ekki verið sett. I stjórnsýslukæru til menntamála- ráðherra benti Kjartan á að hann væri sagnfræðingur eins og Guðni Th. Jóhannesson og ætti að lág- marki aðgang af þeirri ástæðu einni. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Ólafs Ás- geirssonar þjóðskjalavarðar um að synja beiðni Kjartans. Robert T. Arna- son, fyrrverandi varafastafulltrúi hjá Atlantshafs- bandalaginu Beðinn um að kanna STASI- Gögn brennd í sumarbústað Aður en úrskurður Þorgerðar Katrínar lá fyrir birtist grein eftir ÞórWhiteheadsagnfræðiprófessor í Þjóðmálum þar sem sagði að vísir að íslenskri leyniþjónustu eða ör- yggisdeild hefði verið starfræktur hér í áratugi frá því skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina. Verk- efnið var hjá útlendingaeftirlitinu en árið 1950 beitti Bjarni Benedikts- son, þáverandi dómsmálaráðherra og faðir Björns Bjarnasonar núver- andi dómsmálaráðherra, sér fyrir stofnun strangleynilegrar öryggis- þjónustudeildar hjá lögreglustjóra- embættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Aflað var upplýsinga um grunsamlega menn og ýmsa starfsemi sem laut að öryggi landsins. Gögn leyni- þjónustunnar voru brennd í sum- arbústað 1976. Davíð fullur efasemda Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra hélt því fram fyrri hluta þessa mánaðar að hann hefði vitneskju um að sími sinn á ráðherraskrifstofunni hefði verið hleraður á árunum 1992 til 1993. Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður á varnar- málaskrifstofunni, greindi einnig frá viðvörun sem hann fékk vegna símahlerana. Þau ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar að hann hefði hvorki látið samráðherra sína né lögreglu vita af þeirri vitneskju sinni að sími sinn hefði verið hler- aður vakti talsverða athygli. Davíð Oddsson seðlabankastjóri, sem var forsætisráðherra þegar meintar hleranir áttu sér stað, kvaðst 1 við- tali við Ríkissjónvarpið efast um að sími Jóns Baldvins hefði verið hleraður. STASI-tengsl könnuð Upplýsingarnar i grein Þórs Whiteheads í Fréttablaðinu nú í vikunni um að Jón Baldvin hefði viljað láta kanna tengsl Svavars Gestssonar, sendiherra og fyrrver- andi þingmanns, við austurþýsku leyniþjónustuna STASI árið 1989 hafa ekki vakið minni athygli. Þór hefur það eftir Róberti Trausta Árnasyni, sem var varafastafull- trúi íslands hjá Atlantshafsbanda- laginu í lok kalda stríðsins, að Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin hefðu viljað vita hvort ein- hverjir íslendingar hefðu verið í þjónustu STASI. Einkum hefði Jón Baldvin viljað vita hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka austur-þýsku leyniþjón- ustunnar. Svavar var menntamála- ráðherra í stjórn Steingríms frá 1989 til 1991. Róbert mun hafa verið tregur til verksins þar sem hvorugur ráðherranna gat eða vildi gefa viðunandi svör um hvernig upplýsingarnar yrðu notaðar. Ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um málið til Árna Sig- urjónssonar, forstöðumanns Út- lendingaeftirlitsins, sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögregl- unnar og dómsmálaráðuneytisins á þeim árum. Svörin sem fengust að lokum, eftir svo virtist sem kippt hefði verið f spottann til að stöðva eftirgrennslanina, voru þau að STASI hefði ekkert orðið ágengt í að ráða til sín íslenska erindreka. Málið verði rannsakað í heild Skipuð hefur verið nefnd á vegum hins opinbera en hún á eingöngu að fjalla um aðgang að gögnum er varða þær hleranir er áttu sér stað í kalda stríðinu. Fjölmargir krefjast þess að málið verði rannsakað í heild. ®r' Svavar Gestsson sendiherra og fyrrverandi þingmaöur Grunaður um njósnir Stór pizza mcð 2 áleggjum ICr. 1.1 Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12 - 22 TVÆR Á 2.000 oodtkinc I HækkaftuÞíb r Hr INUO upp um einn P I Z Z fl 3 ... J-n I 5? 12345 Núpalind 1 Hverafold 1-5 Reykjavikurvegi 62 Kópavogi Grafarvogi Hafnarfirði Gagnlegur fundur dómsmálaráðherra: Björn skoðar eftirlitsnefnd „Ég átti fund með fulltrúum Fé- lags fasteignasala á miðvikudag og ræddum við málefni eftirlitsnefnd- arinnar. Fór vel á með okkur og vænti ég þess að fundurinn verði til nokkurs gagns,“ segir Björn Bjarna- son, dómsmálaráðherra, um gagn- rýni sem komið hefur fram undan- farið á störf eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Nefndin hefur verið sökuð um slæleg vinnubrögð og seina af- greiðslu mála sem til hennar berast. Formaður hennar svarar því til að nefndin vinni samkvæmt þeim lögum sem um hana gilda og ekkert athugavert sé við afgreiðslu mála. Aðspurður segist Björn ekki geta gefið upp niðurstöðu fundarins með stjórn Félags fasteignasala en Lögin endurskoðuð Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gekk á fund stjórnar Félags fasteignasala til að fara yfir gagnrýni sem komið hefur fram á eftirlitsnefnd félagsins. Hann segir lögin verða endurskoðuö á næsta ári. ítrekar að núgildandi lög um eft- á meðan lögin gilda en samkvæmt irlitsnefndina verði endurskoðuð. þeim verða þau endurskoðuð og „Ég skýri ekki frá efni slíkra funda. verður hafist handa við það á næsta Fyrirkomulagið verður hið sama ári,“ segir Björn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.