blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 20
blaðið blaðid Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Sök bítur sekan Merkilegt að hugsa til baka og rifja upp kjörtímabilið 1987 til 1991. Þá myndaði Þorsteinn Pálsson ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki. Formenn þeirra flokka, Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, voru augljóslega aldrei sælir í samstarfinu. Steingrimur vakti til að mynda þjóðarathygli þegar hann, þá starfandi utanríkisráðherra, boð- aði til almenns stjórnmálafundar þar sem hann sagði ástand efnahagsmála vera í uppnámi, sagði Róm brenna. Enda fór svo að þeir félagar Steingrímur og Jón Baldvin sprengdu ríkisstjórnina, fóru á bakvið forsætisráðherrann og mynduðu nýja ríkisstjórn. Til að það tækist fengu þeir Alþýðubandalagið, undir forystu Ólafs Ragn- ars Grímssonar, og Borgaraflokkinn í lið með sér. Svavar Gestsson varð ráð- herra í nýrri ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Fáir þingmenn hafa verið harðari og mælskari í átökum við andstæðinga sína en Svavar. Hann var andstæðingum sínum erfiður. Nú hefur verið upplýst að Streingrímur og Jón Baldvin sprengdu ekki aðeins ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, heldur gerðu þeir gott betur. Þeir fyrirskipuðu rannsóknir á meintum tengslum Svavars, sem þá var orðinn samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni, við austurþýsku leyniþjónustuna, Stasi, sem var hrikaleg og vond. Þeir félag- arnir fengu engar upplýsingar um landráð eða aðrir sakir Svavars. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að Svavar hafi á nokkurn hátt unnið fyrir erlend ríki. Ekki frekar en í öðrum málum fyrri tíma. Allar þær símahler- anir og persónunjósnir sem sannarlega voru stundaðar hér eiga það sam- merkt að hafa engu skilað, enga sekt sannað og aðeins verið byggðar á ótta ráðandi afla hverju sinni. Rannsóknir að beiðni Steingríms og Jón Baldvins eru svo nærri okkur í tíma að réttast er að byrja á að leiða fram allan sann- leika um þær. Er það svo að ráðherrar geti fengið embættismönnum það verk að fara um heiminn og tína saman gögn fyrri ára í von um að þau komi pólitískum andstæðingum illa? Þarf ekki sérstakar heimildir til þannig skít- verka, eða geta einstaka ráðherrar fyrirskipað slíkt og látið ríkið borga kostn- aðinn án þess að það komi fram í reikningsbókum eða öðrum skrám? Gerist þetta jafnvel enn? Jón Baldvin uppástendur að sími hans hafi verið hleraður meðan hann var utanríkisráðherra. Við verðum að trúa manninum og ganga út frá því sem vísu að hann sé þess fullviss að svo hafi verið. Opinber rannsókn mun væntanlega leiða fram sannleikann í því máli. Við bíðum spennt. Hvers vegna Jón Baldvin gerði ekkert með þessa vitneskju á sínum tíma er annað mál og sérstakt. Þá vissi hann af rannsókinni sem hann fyrirskipaði um meint tengsl íslendinga, og sérstaklega Svavars Gestssonar, við leyniþjón- ustu Austur-Þýsklands. Getur verið að það hafi dregið úr vilja Jóns Baldvins á að láta rannsaka hugsanlegar símahleranir fáum árum síðar? Kann að vera, en auðvitað verður þetta allt rannsakað og niðurstöðurnar munu ým- ist hreinsa gerendur af ásökunum eða sanna sektir. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Öryggismál íslands Gæsla ytra og innra öryggis -j Opinn fundur um öryggismál íslands verður í Valhöll á morgun, laugardaginn 21. október, kl. 10.30. Framsögumenn verða Geir H. Haarde forsætisráðherra, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Allir velkomnir! Sjálfstæðisflokkurinn sr 515 1700 www.xd.is 20 FÖSTUDAGUR 20. 0KTÓBER 2006 SUS og samsæriskenningar Fyrir þremur dögum samþykkti stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna ályktun þar sem hugmyndum um stofnun leyniþjónustu var alfarið hafnað. Það er gleðilegt að ályktanir ungra sjálfstæðismanna skapi um- ræðu í samfélaginu og að sjónarmið þeirra nái þar með athygli. í ofan- greindri ályktun er lýst því grundvall- arviðhorfi ungra sjálfstæðismanna að ekki eigi að færa ríkisvaldinu of miklar valdheimildir því það bjóði hættunni heim. Á síðustu misserum hafa íslensk yfirvöld lagt sífellt meiri áherslu á að gæta öryggis borgaranna. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur opnað fyrir viti borna umræðu um ör- yggismál með sínum hugmyndum og áherslum. Því miður er stjórnarand- staðan í flestum tilvikum ófær um leggja til málanna þannig að gagn sé af. Það kemur því oftar en ekki í hlut SUS að andmæla hugmyndum ráðherra flokksins. Raunar eru þær hugmyndir sem SUS leggst gegn í ofangreindri ályktun ekki allar frá dómsmálaráðherra komnar, heldur er einnig um að ræða viðhorf lögregl- unnar sem sífellt kallar eftir rýmri valdheimildum. Andrés Magnússon, blaðamaður á Blaðinu, gerir ofangreinda ályktun SUS að umtalsefni í viðhorfspistli sínum í gær sem ber yfirskriftina Nótt hinna löngu hnífa. En í stað þess að taka þátt í þeirri málefnalegu rökræðu sem nú er að hefjast um nauðsyn, kosti og galla íslenskrar leyniþjónustu, ræðst á hann á undir- ritaðan og aðra nafngreinda menn með alvarlegum og algerlega órök- studdum dylgjum og staðlausum staðhæfingum. Heldur Andrés því fram að ofan- greind ályktun sé „úthugsuð sem árás“ á Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, beinlínis sett fram í þeim tilgangi að skaða möguleika Björns í komandi prófkjöri í Reykjavík. Andrés staðhæfir að nýráðinn fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Andri Óttarsson, hafi ásamt undir- rituðum samið ályktunina. Andri Óttarsson kom hvergi nærri samn- ingu eða samþykkt ofangreindrar ályktunar og með ólíkindum að slíkum ósannindum sé haldið fram fullum fetum. Þótt Andrés hafi látið ýmislegt flakka um ævina, þá eru þessi ummæli ekki samboðin Borgar Þór Einarsson honum og ætti hann að biðjast afsök- unar á þeim þegar í stað. Varðandi það hvort forysta SUS sé með ályktun sinni um leyniþjón- ustu að ráðast sérstaklega gegn Birni Bjarnasyni í þeim tilgangi að skaða möguleika hans í komandi prófkjöri, þá er sú ásökun jafntilhæfulaus og hún er fáránleg. Þó svo að ungir sjálfstæðismenn séu ekki sammála dómsmálaráðherra í þessu tiltekna máli, þá nýtur hann mikillar og verðskuldaðrar virðingar í okkar röðum. Ungir sjálfstæðismenn geta hins vegar ekki látið óttann við að ályktanir þeirra verði túlkaðar út og suður af samsæriskenningasmiðum koma í veg fyrir að þeir láti til sín taka í þjóðamálaumræðunni. Það vill þannig til að stjórn SUS samþykkti á áðurnefndum fundi ályktanir um fleiri mál en hug- myndir um leyniþjónustu. Til að mynda var fjármálaráðherra harð- lega gagnrýndur fyrir að stórauka útgjöld ríkisins samkvæmt nýju fjár- lagafrumvarpi og menntamálaráð- herra var gagnrýndur fyrir að ganga gegn grundvallarhugmyndum sjálf- stæðisstefnunnar með stefnu sinni í málefnum Ríkisútvarpsins, auk þess sem ríkisstjórnin, og þar með fyrst og fremst forsætisráðherra, var gagnrýnd fyrir að aflétta frestun á opinberum framkvæmdum. Hlutverk SUS í þessum efnum er skýrt og klárt: Að veita forystu- mönnum flokksins málefnalegt að- hald. Ráðherrar flokksins og aðrir for- ystumenngerasérvelgreinfyrirþessu hlutverki ungra sjálfstæðismanna og taka gagnrýninni að jafnaði vel, jafn- vel þótt hún kunni á köflum að vera nokkuð hörð. Þannig er því farið með Björn Bjarnason. Ólíkt Ándrési, sem sér samsæriskenningar á hverju strái, þá hefur dómsmálaráðherra með við- brögðum sínum við ályktun SUS sýnt að honum er full alvara með því að vilja efna til málefnalegrar og hrein- skilinnar umræðu um öryggismál. Stjórn SUS er að nokkru leyti á öndverðum meiði við dómsmálaráð- herra í þessu máli en mestu skiptir að gagnleg skoðanaskipti leiði til farsællar niðurstöðu um hvernig rík- isvaldið geti og eigi að gæta öryggis borgaranna. Ungir sjálfstæðismenn munu glaðir ganga til þeirrar um- ræðu sem vonandi fer fram í friði fyrir þeim sem ekki geta hugsað um pólitík án þess týnast í ímynduðum heimi samsæriskenninga. Höfundur er formaður SUS Klippt & skorið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sparar ekki stóru orðin í Morgunblaðinu þegar hann er spurður út í grein Þórs Whiteheads. Þar var greint frá því að hann og Steingrímur Hermanns- son hefðu beðið diplómatann Róbert Trausta Árnason að grennslast fyrir um það hvort Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráð- herra, hafi verið í einhverju sambandi við austur- þýsku leyniþjónustuna. Jón Baldvin sakar Róbert Trausta um uppspuna, róg og níð, sem hlýtur að teljast óvenjulegt af fyrrverandi ráðherra um fyrrverandi undirmann sinn, flekklausan embætt- ismann og fyrrverandi forsetaritara, sem aukin heldurstyðstviðdagbækursínarummálið. Eins og fram kom á forsíðu Biaðsins í gær komu þessi tíðindi Svavari Gestssyni algerlega f opna skjöldu, en varla hefur honum komið á óvart að ein- hverjir væru forvitnir um tengsl hans við félagana í austri, enda var hann bein- línis gerður út af örkinni þangað til þess að læra að verða kommúnistaleiðtogi. Hann hefur þó tæpast átt von á að þessir samráðherrar sínir væru að gramsa í fortíð sinni. Málið er svo enn óþægilegra fyrir það að nú eru þeir Jón Baldvin og Svavar flokks- bræður í Samfylkingunni, en innganga í þann flokk var verðið sem Svavar keypti sendiherratign sína fyrir. Frambjóðandinn Róbert Marshall hefur komið sér upp vef (marshall.is) þar sem hann bloggar m.a. um hvala- málið hið nýjasta: „Að leggja j hvalveiðar án þess að hafa útbúið vinnslustað hvalsins, er það ekki svipað og að fara í lundaveiði án þess að vera með veiðikort?" Telur hann þetta mikið óráð allt saman, ekki síst þar sem það geti spillt fyrir möguleikum íslands við að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Vef- Þjóðviljinn (andriki.is) telur það á hinn bóginn óvæntan glaðning, þangað eigi ísland ekkert erindi. andres.magnusson@bladid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.