blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 38
hitt&þetta 38 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Æstur aðdáandi Fræga fólkið á yfirleitt nokkra brjálaða aðdáendur. Leikarinn Brad Pitt er ekki undanskilinn því en árið 1999 braust inn til hans kona að nafni Athena Rolando. Þegar konan var gripin af lögreglunni var hún búin að klæða sig í föt stjörnunnar og hafði komið sér vel fyrir i rúmi hans. Athena var dæmd í 3 ára skilorðsbundið fangelsi og skikkuð til að gangast undir sálfræðiaðstoð. CH—dLSu^ » Einhleypueldhúsið blaðið Stjörnur í herferðum Stjörnurnar eru alltaf vinsælar í auglýsingaherferðum stóru tískufyrirtækjanna. Mischa Barton er andlit versl unarkeðjunnar Morgan, Madonna er hjá H&M, Claudia Schiffer er fyrirsæta Accessorize og söngkonan Sop- hie Ellis Bextor situr fyrir hjá Monsoon. MEINHOLLUR SKYNDIBITI SOÐIN ÝSA MEÐ NÝJUM KARTÖFLUM OG RÚGBRAUÐI Uppáhaldsmaturinn okkar er soðin ýsa með kartöflum og ég mæli með ýsunni að minnsta kosti elnu sinni í viku, segir Líf Magneudóttir sem býr í Vesturbænum með syni sínum Degi Ara, 6 ára. Við veljum litlar kartöflur því það tekur lítinn tíma að sjóða þær. Ég set ýsuna í kalt vatn, læt suðuna koma upp og slekk og leyfi ýsunni að standa i smá stund. Hún er síðan borin fram með kartöflum og rúgbrauði með smjöri. Stundum bý ég til Surtsey handa Degi syni mínum. Þá stappa ég ýsuna við kartöflur með smjöri. Bý til eins konar fjall með gati í miðjunni og set tómatsósu þar í. Amma mín gerði þetta fyrir mig og nafnið er vitaskuld eftlr eyjunni sem við græddum árið 1963. Surtseyjargos úr ýsu með vellandi tómat- sósuhrauni. Ég mæli með því að allir gerist heimsfor- eldrar UNICEF og hætti að pirrast yfir smásmuguleg- heitum. Lif Magneudóttir eldarSurtseyjargos ur Jýsu með t i vellandi tómatsósuhrauni Fullt nafn? Líf Magneudóttir Aldur? 32 ára Starf? Almannatengill og fréttaþýðandi Eru skór tll að ganga á? Krúsjoff notaði skóinn sinn til að berja í borðið á fundi í SÞ svo þeir eru til margs nýtilegir. Hvað verður að vera til I ísskápnum? Naglalakk, óframkallaðar filmur, AB mjólk og tómatar. Hvað bjargar deglnum? Strákurinn minn og sturta. Ferðu eftir uppskriftum? Nei - læt oftast aðra sjá um að elda. Hins vegar fer óg eftir matseðlum. Hvaða bækur ertu að lesa? How I became grandmaster at age 14 eftir Alexandra Kosteniuk, Emil í Kattholti og einn reyfara. Hvað er kynþokki? Kynþokki er í kollinum Hvað hlakkar þú til að gera um helgina? Fara á Airwaves og eyða tíma í hangs og dekur með fjölskyldunni. Hver myndirðu vilja vera værir þú karlmaður? George Best Norsk Rosenrot Rosenrot ... kraftur, orka, andlegt álag - unnið úr Rosenrot Brenn Cell ... brennsla - unnið úr Rosenrot og grænu tei Lyst - löngun ... kynlífskraftur frá noskri náttúru fyrir karla og konur - unnið úr Rosenrot og Muira Puama. Rosenrot Norge AS framleiðir vörur sínar úr norskri burnirót, Rosenrot er þekkt fæðubótarefni. www.rosenrot.no Fæst í Árbæjarapóteki, Lyfjavali Álftamýri, Lyfjavali Hæðasmára, Lyfjavali Mjódd og Rimaapóteki. ORosenrotl Foíoktvk^togiWie ovmfcKWlhvwðair' Snyrtibuddan úður Nýtt Stay-in-Place púöur frá Estée Lauder sem helst virkilega vel á húöinni allan liðlangan dag- inn. Þetta er tilvalinn farði hvort sem er til að nota að degi til eða á kvöldin. Farðinn er léttur og fellur vel að húðinni og gerir áferð hennar silkimjúka og lýtalausa. . Förðunarbursti Þennan bursta er frábært að nota með öllum förðum frá Lancðme. Með honum er auðvelt að bera farðann á, áferðin verður jöfn og ending farðans eykst. Farði Magie Matte farðinn frá Lancöme er sér- staklega góður fyrir þær sem vilja náttúrulegan og mattan farða sem endist allan daginn. Farðinn jafnar áferð húðarinnar mjög vel og getur verið bæði mikið og lítið þekjandi. Formúlan er létt og auðveld í notkun, hylur ójöfnur og dregur úr gljáa og svokallaðar micro perlur gefa húðinni geislandi yfirbragö. Hyljari Stay-in-Place hyljarinn frá Estée Lauder helst ótrúlega vel á húðinni allan daginn og fjarlægir þreytumerki ásamt því að gera húðina geislandi fallega. Hylj- arinn hentar öllum húö- gerðum og er afar mjúkur og léttur viðkomu. Hann er auðveldur í notkun og hylur þau svæði andlits- ins sem hann er borinn á ^fullkomlega. Orange-Palms Preventor Erfitt getur verið að losna við gulbrúna lófa eftir að brúnkukrem hefur verið boriö á, en lófarnir eiga það til að taka óþarflega mikinn lit. Orange Palms Preventor er snilldar lausn, en kremið er sérstaklega hannað fyrir þetta vandamál þar sem það fjarlægir á mildan hátt sjálfsbrúnku úr lófunum. Jfe.. Flash Retouche Frábær hyljari sem gefur húðinni fal- legan Ijóma. Burstinn er ótrúlega einfaldur i notkun og hylur þau svæði sem hann er notaður á sérstaklega vel. Perluagnir í farðanum gefa húðinni einstakan Ijóma þar sem þær endurkasta Ijósi og gera það að verkum að útkoman verður geislandi yfirbragð. Þreytumerki hverfa af húðinni með einni pennastroku.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.