blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöið Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir, sellóleik- ari og tónskáld gaf ný- verið út sína fyrstu sóló- plötu hjá 12 tónum. „Diskurinn heitir Mount A og er nafnið eiginlega tilkomið af því að ég byrjaði að taka upp plötuna í New York á stað sem heitir Mount Vernon" segir Hildur. „Ferlið var nefnilega eins og að klífa fjall og koma niður aftur þannig að mér fannst þetta mjög viðeigandi." Hildur var búsett í nokkra mánuði á síðasta ári í New York þar sem hún hóf að vinna að plötunni. „Það var æð- islegt að vera þarna en ég bjó heima hjá vini mínum í úthverfi borgarinn- ar. Þar sem þetta var ekki alveg inni í borginni hélt ég mig mikið heima og var að æfa og taka upp og svoleið- is. Þarna fékk ég ró og næði þó það sé í raun mjög fyndið að fara til New York til þess að fá smá frið“ segir Hild- ur og hlær. Aðspurð segir Hildur að tónlistin á disknum hennar sé aðallega bundin sellóinu. „Ég myndi lýsa þessu þann- ig að sellóið er aðalhljóðfærið og bý ég til ákveðinn hljóðmassa út frá því og svo nota ég önnur hljóðfæri í bland en það má segja að þetta sé aðallega sellótónlist." Hildur spilar á öll hljóðfærin sjálf ásamt því að taka upp og semja tónlistina og segir ferlið vera persónulegt og geta orðið svolít- ið strembið. Þó að Mount A sé fyrsta sólóplata Hildar þá hefur hún unnið mikið með öðrum tónlistarmönnum. „Ég hef verið að gefa út plötur með öðr- um hljómsveitum eins og Rúnk og Woofer og svo er ég að vinna mikið með finnskri rafhljómsveit sem heit- ir Pan Sonic. Ég vinn annars mikið erlendis og hef verið að gefa út með öðrum mjög lengi“. Dreymdi fyrir sellóleikara Hildur á enga uppáhaldssamstarfs- menn í tónlistinni þar sem hún hefur spilað með mikið af hæfileikariku fólki. „Það er alltaf gaman að spila með öðrum af því að tónlist, hljóð- færaleikur og vinna í hljómsveitum er mjög persónuleg og samvinnan er mjög mismunandi, bara eins og fólk er margt. Það er eiginlega erfitt að nefna einhverja sem eru í uppáhaldi þar sem það hafa allir sínar góðu hliðar og sínar slæmar hliðar og ég get eiginlega ekki gert upp á milli vina minna“ segir Hildur. „Þetta eru svo ólík bönd sem ég hef verið að spila með. Sum þeirra spila hávaða- sama raftónlist og svo er ég að spila búlgarska raftónlist með Stórsveit Nix Noltes. Svo eru önnur bönd sem eru með meiri melódíu og poppaðri þannig að þetta er rosalega ólikt og fjölbreytt“. Hildur hóf að læra á selló aðeins sjö ára gömul og lauk náminu fyrir þremur árum. „Það er svolítið fynd- ið en mamma sagði þegar hún gekk með mig að hún fyndi það á sér að ég yrði sellóleikari, en hún var einhvern alveg viss um það. Þetta var meira grín framan af en svo þegar ég átti að fara að velja mér hljóðfæri þá valdi ég bara sellóið þannig að það er ótrúlegt hvað hún var sannspá" segir Hildur og skellir upp úr. Heimilisleg stemning Hildur hefur ferðast mikið um heiminn og spilað víðs vegar. „Ég var í Berlín í eitt ár sem skiptinemi og er búin að vera þar annað slagið alveg síðan, en ég er alltaf á einhverju flakki og hef í raun ekki verið með fasta búsetu hérna heima síðustu tvö árin. ísland er æðislegt land en það eru auðvitað bæði kostir og gall- ar við það. Helsti ókosturinn er sá að landið er lítið og takmarkað þó að það sé mikið að gerast i tónlistinni hérna. Það eru samt í raun mjög fáir í tónlistarbransanum hér heima sem getur samt líka verið frábært. Stemn- ingin verður oft mjög heimilisleg og skemmtileg og það sem er svo æðis- legt er að það hjálpast allir einhvern veginn að. Þannig að það er mjög sérstakt ef maður miðar við það sem tíðkast erlendis. Fólk stendur saman en úti eru miklu fleiri og ekki þessi samheldni. Hérna kemstu bara ekk- ert undan þar sem allir vita af öllum fólk“ segir Hildur og hlær. „Svo er ekki auðvelt að fá æfingahúsnæði og fólk þarf að deila því plássi sem gefst þannig að þetta er samþjappað og frábært en þegar maður er búinn að vera lengi á Islandi er gott að komast út og láta lofta aðeins um sig, það líka bara mjög mikilvægt held ég.“ Hildur hefur einnig samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir ásamt því að setja upp hljóðinnsetningar og tónlistargjörninga. „Leikhús- og kvikmyndatónlistin sem ég hef verið að vinna í upp á síð- kastið er í raun unnin á mjög svipað- an hátt og önnur verk. Þá er maður samt frekar með eitthvert ákveðið verkefni í huga en er ekki bara að semja fyrir sjálfan sig. En ég hef líka tekið upp alla þá tónlist sjálf og spil- að hana, þannig að ferlið er ekkert ólíkt.“ í nóvember verður Hildur á tón- leikaferðalagi sem hefst á Grikklandi í byrjun mánaðarins. „Eftir Airwa- ves fer ég til Grikklands og þaðan fer ég svo til Frakklands og lýk túrnum í Englandi í nóvemberlok. I Grikklandi verð ég að spila með Pan Sonic og svo verður Tilraunaeldhúsið á tónleika- ferð en þá förum við nokkur saman og kem ég til með að spila með Skúla Sverrissyni og svo spila ég líka efni af plötunni minni en með í för verða líka Jóhann Jóhannson og Kira Kira.“ Tónlist frá Balí í uppáhaldi Aðspurð segist Hildur ekki taka neina sérstaka tónlistarmenn sér til fyrirmyndar þó að margir hafi áhrif á hana. „Það er bara svo misjafnt hvað ég er að hlusta á og þar að auki er ég með frekar snúinn tónlistarsmekk og get ómögulega gert upp á milli. En annars hef ég hlustað mjög mikið á tónlist frá Balí sem er æðisleg og hef heillast af viðhorfi þeirra til tónlistar. Innfæddir eru kannski ekkert að líta á sig sem tónlistamenn heldur njóta þess bara að spila tónlist eins og til dæmis einn bóndi sem spilar tónlist á hlaðinu hjá sér. Það er nefnilega allt- af gaman að kynna sér eitthvað nýtt. En ef ég mætti velja mér einhvern tón- listarmann, lífs eða liðinn, til þess að spila með ætli það yrði þá ekki Arthur Russel sem var sellóleikari frá New York, en hann lést í kringum 1990. Hann var frábær karkter og ein- hvers konar diskó/house sellóleikari sem er æðisleg blanda. Annars er ég búin að vera svo ótrúlega heppin með fólk sem ég hef spilað með þannig að ég gæti í rauninni ekkert haft það neitt betra.“ Flugmaður eða bakari Það eru ekki allir svo gæfusamir að vera í draumastarfinu en Hildur kveðst svo heppin. „Ég er í því núna, alveg tvímælalaust. Þetta er ótrúleg lúxusaðstaða að geta spilað og lifað á þessu. Þetta er auðvitað ótrúlegt hark oft og ekki stöðugt og kósý starf en ef vel tekst til og maður á vel heppnaða tónleika þá er þetta ótrúlega gefandi staða að vera í. Það er fátt betra held ég-“ Þegar Hildur er spurð að því hvað hún gæti hugsað sér að gera annað ef hún væri ekki á kafi í tónlistinni skell- ir hún upp úr. „Ég held að mér detti bara ekkert í hug, ætli ég hafi nokk- urn tímann hugsað út í það. Ætli ég segi ekki bara flugmaður eða bakari. Mér finnst þetta alltaf svolítið fyndin spurning og eins ef ég er spurð út í önnur áhugamál. Það snýst einhvern veginn allt um tónlistina hjá mér. En ef ég ætti að nefna eitthvað annað sem ég hef áhuga á þá eru það bækur. Ég les mikið og finnst alltaf gaman að lesa góðan krimma og svo er Mu- rikami í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er ótrúlega áhrifaríkt hvernig hann skrifar. Það er allt einhvern veg- inn fram og til baka en gengur upp á endanum'. Enginn dæmigerður dagur Þar sem tónlistin býður ekki upp á dæmigerðan vinnudag er hver dagur ólíkur öðrum. „Það er eiginlega mjög sjaldgæft að ég eigi dæmigerðan dag. Eins og núna verð ég í hljóðprufu í allan dag og er svo að spila á tónleik- um á morgun. í kringum Airwawes er maður auðvitað að spila og spila og á endalausum æfingum og á tón- leikum. Annars fer þetta mikið eftir því i hvaða landi ég er stödd hverju sinni. Á íslandi er ég kannski meira á æfingum heldur en út í Stokkhólmi þar sem ég er eiginlega búsett núna. Þá er ég meira að vinna ein, í upptök- um og að semja eða i einhverju svona sólódútli en hér heima er ég meira á hlaupum á milli staða og að spila með öðru fólki. Ég veit yfirleitt bara daginn áður hvernig morgundagur- inn verður," segir Hildur og hlær. Draumastaður Hildar til tónlistar- iðkunar er eyjan Bali. „Ég myndi vilja spilaþaríheimahúsimeðinnfæddum. Það er æðisleg tónlistarhefð þarna og falleg stemning þar sem fólk kemur saman og spilar í marga klukkutíma samfleytt, í öllum þorpum og úti um allt og allir eru velkomnir með. Mig langar að fara þangað innan tíðar en næsta ár er að vísu bókað hjá mér en ég ætla að reyna að fara í nóvember á næsta ári,“ segir Hildur. Annað kvöld verður hægt að berja Hildi augum á Airwaves. hilda@bladid.net viðtal

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.