blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDARiTc — OKTÓBER 2006
blaöiö
í dag býður starfsfólk Listasafns Reykjavíkur gestum upp á hádegisleiö-
sögn um sýninguna Pakkhús postulana. Nú fer hver að verða síðastur til
þess að njóta sýningarinnar en henni lýkur um helgina. Leiðsögnin hefst
stundvíslega kl 12:15.
TETTTTT
Mi
_ U,
% c
Fyrir yngsta fólkið er komin út hjá Eddu-útgáfu bókin Stór
skrímsli gráta ekki. Bókin er afrakstur norræns námskeiðs fyr-
ir rithöfunda og myndskreyta og kemur samtímis út í fjórum
löndum: íslandi, Svíþjóð, Færeyjum og Danmörku.
Á náttborðið
Ástir og örlög
Fyrir þá sem hafa gaman af
sögulegum skáldsögum er óhætt
að benda á nýjasta verk breska
rithöfundar-
ins Philippu
Gregory sem
hefur getið sér
gott orð fyrir
sögur sínar af
kóngafólki lið-
inna alda. Nýja
bókin bertitilinn The Boleyn Inher-
itance og gerist í valdatíð Hinriks
VIII sem vann sér það meðal
annars til frægðar að ganga sex
sinnum í hjónaband.
[ rökkrinu
The Night Watch er frábær skáld-
saga sem tilnefnd var til Booker-
verðlaunanna í
ár. Sögusviðið
er Lundúnir á
fimmta ára-
tugnum og
aðalpersónurnar
eru ungt fólk í
blóma lífsins
sem á stríðs-
tímum þarf að
endurskoða afstöðu sína til lífsins.
Höfundurinn, Sarah Waters, þykir
einkar lunkinn sögumaður og
hafa bækur hennar notið mikilla
vinsælda.
Ævi skáldkonu
Breski rithöfundurinn Mary
Wesley átti forvitnilega ævi og
þykir nýleg
ævisaga hennar,
Wild Mary eftir
Patrick Marn-
ham, sérlega
vel heppnuð.
Wesley naut mik-
illa vinsælda í
heimalandi sínu
Bretlandi og
víðar en hún gaf
út sína fyrstu skáldsögu þegar
hún var sjötug að aldri. Margar
sögur hennar rötuðu í sjónvarps-
þætti sem meðal annars voru
sýndir í fslensku sjónvarpi.
Spennandi
vetur framundan
haustdögum lifnar yfir leikhúsum
landsins. Tjöldin eru dustuð, rotturn-
ar reknar á braut og blásið til hverrar
frumsýningarinnar á fætur annarri.
Kátt er á hjalla hjá leikhúsáhugafólki
Til margs að hlakka
Mér líst rosalega vel á komandi vetur og það
er margt sem ég hlakka til að sjá. Ég er til dæm-
is mjög spenntur fyrir Legi, nýju verki Hugleiks
Dagssonar, sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu.
Hugleikur hefur verið
að gera afar skemmti-
lega hluti og ég held
að margir bíði órþeyju-
fullir eftir að fá að sjá
þetta verk. Minn leik-
hópur, Á senunni, hef-
ur í nógu að snúast en
við erum að setja upp
mjög skemmtilegan
söngleik fyrir börn eft-
ir Dr. Gunna sem ber
titilinn Abbababb. Mig langar líka sérstaklega
að benda á sýningu sem María Reyndal leikstjóri
hefur verið að vinna að með útlendingum búsett-
um á Islandi og verður frumsýnd á næstu dögum.
Þetta er óborganlega fyndið spunaverk sem á án
efa eftir að vekja mikla athygli. Það er mikið
fagnaðarefni að fá Maríu Reyndal inn í leikhúsið
af fullum krafti en hún er frábær leikstjóri sem
hefur sett upp mjög skemmtileg verk í gegnum
tíðina. Svo er ýmislegt fleira spennandi að gerast
sem ég ætla að reyna að fylgjast með. Mér finnst
sérstaklega gott og gaman að sjá hvað sjálfstæðu
leikhúsin eru öflug þrátt fyrir að skilningur op-
inberra aðila á starfi þeirra sé afar takmarkaður.
Fjárframlög til þeirra eru skammarlega lág og
hafa farið lækkandi. Það er þróun sem þarf að
snúavið.
sem bíður þess í ofvæni eftir að láta sig sökkva í
rauðbólstraða stóla, ljósin verði slökkt og tjöldin
dregin frá. Blaðið leitaði til þriggja valinkunnra
leikhúsunnenda og innti þá eftir því hvernig
þeim litist á svið vetrarins.
Spennandi
Bakkynjur
Mér finnst dagskrá Þjóðleikhússins
bera af þetta árið og Borgarleikhúsið vera
svolítið litað af for-
tíðarþrá. Það veld-
ur hver á heldur,
stundum hlakkar
maður mest til
einhvers sem svo
verður óskaplega
lítið úrogeitthvað
sem maður á ekki
von á að hreyfi
við manni reynist
vera algjört æði.
Það er allt svolítið erfitt að segja til um
þetta fyrir fram. Mér finnst Baíckynjurn-
ar í Þjóðleikhúsinu rosalega spennandi.
Þegar ég frétti af því að setja ætti verkið
upp þá las ég þýðingu Helga Hálfdánarson-
ar og varð ákaflega hrifin. Það er reyndar
ný þýðing úr nútíma grísku sem verður
notuð verður í Þjóðleikhúsinu en verkið
er mjög skemmtilegt og glannalegt. Það
fjallar um það þegar Díonýsos, guð hams-
leysis, drykkju og gleðskapar stígur niðu
til jarðar líkt og Jesú gerði svo síðar. Dío-
nýsos tekur á sig gervi manns og tryllir
konur sem hlaupa unnvörpum að heiman
frá sér og hella sér út í skemmtanir. Þetta
er verk sem ég ætla að sjá og ég treysti því
að það verði skemmtilegt og óvænt.
Fjölbreytni og
listrænt sjálfsöryggi
Þegar ég.lít yfir vetrardagskrá leikhús-
anna er mér efsti í huga hve fjölbreytnin virð-
ist vera mikil og metnaðurinn einnig í há-
marki. Það er líka ákveðið hugrekki ríkjandi
sem mér finnst
helst fólgið í því
að taka gamlar,
klassískar sýning-
ar og setja þær
upp á ný. Það sýn-
ir mikið listrænt
sjálfsöryggi að
treysta leikhús-
inu og ekki síður
áhorfendum til
þess að langa til
að sjá klassískar sýningar. Því miður nýt ég
ekki þeirrar gæfu að vera gagnrýnandi núna
í vetur líkt og síðast en þá sat ég í stól leikhús-
gagnrýnanda Kastljóssins og fékk að sjá allar
sýningar. Nú þarf ég að velja hvað mig langar
að sjá og það er svo margt. Nú er ég búsett í
Bolungarvík en ef ég ætti að fara í eina alls-
herjar leikhúsferð suður yfir heiðar þá myndi
ég byrja í Borgarnesi að sjá Mr. Skallagríms-
son þar sem Benedikt Erlingsson vinnur
mikinn sigur. Ég er búinn að sjá sýninguna
einu sinni og langar aftur. Svo langar mig að
bruna í bæinn og sjá sýningu íslenska dans-
flokksins, Við erum komin. Ljóslifandi er í
mínum huga sýning á Amadeus sem sýnd
var í Þjóðleikhúsinu. Ég gladdist mikið þegar
ég sá að Borgarleikhúsið er að frumsýna það
verk um helgina en það er ákaflega skemmti-
legt og ég hvet alla til þess að sjá það.
Mér finnst Borgarleikhúsið vera að bjóða
upp á frábæra dagskrá og mig langar til að
sjá allar sýningarnar þeirra. Þjóðleikhúsið
er líka með ýmislegt skemmtilegt og ég vil
sérstaklega nefna gríska harmleikinn Bakk-
ynjurnar en þar munu grískir snillingar lið-
sinna íslensku leikhúsfólki og ég efast ekki
um að útkoman verður frábær. Svo langar
mig líka til að gera stopp á Akureyri en þau
eru að gera ýmislegt spennandi, til dæmis
langar mig mikið að sjá Mike Attack eftir
Kristján Ingimarsson. Ég þarf því að hafa
mig alla við í vetur ef ég ætla að sjá allt sem
hugurinn girnist.
Norsk Rosenrot
Rosenrot
... kraftur, orka, andlegt álag
- unnið úr Rosenrot
Brenn Cell
... brennsla
- unnið úr Rosenrot og grænu tei
Lyst - löngun
...kynlífskrafturfrá noskri
náttúru fyrir karla og konur
- unnið úr Rosenrot og Muira Puama.
Rosenrot Norge AS framleiðir vörur sínar úr norskri burnirót,
Rosenrot er þekkt fæðubótarefni. www.rosenrot.no
Fæst í Árbæjarapóteki, Lyfjavali Álftamýri, Lyfjavali Hæðasmára, Lyfjavali Mjódd og Rimaapóteki.
Segðu það
engum
Á morgun opnar ljósmyndasýn-
ingin Segðu það engum í Populus
Tremula i listagilinu á Akureyri.
Myndasmiðurinn heitir Kári Fann-
ar Lárusson og er nemandi í sam-
félags- og hagþróunarfræði. Hann
dvaldist um fimm vikna skeið í
Nicaragua við rannsóknarvinnu
tengda námi sínu og tók þar mikið
af ljósmyndum sem hann sviptir
hulunni af á morgun.
„Nicaragua er eitt fátækasta land
Mið Ameríku og örbyrgðin blasir
við hvar sem maður kemur,“ útskýr-
ir Kári. „Það má segja að myndirn-
ar á sýningunni skiptist í tvennt,
annars vegar frá stúdentaóeirðum
sem ég lenti í og hins vegar mynd-
ir úr sveitum landsins. Þarna var
svo sannarlega margt sem var þess
vert að festa á filmu og gaman að fá
tækifæri til þess að sýna myndirn-
ar opinberlega." Sýningin stendur
aðeins yfir þessa einu helgi í listag-
ilinu á Akureyri og er aðgangur
ókeypis
Drengur í dyragætt
Kári tók fjölmargar myndir
af fólki í Nicaragua, þar á
meðal afþessum litla dreng.