blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 30
3 0 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaðið veiði veidi@bladid.net Rjúpnaveiðin hafin Rjúpnaveiðitimabilið stendur frá 15. október til 30. nóvember. Óheimilt er að veiða rjúpu mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga og sölubann er enn ■ gildi á rjúpu og rjúpnaafurðum. Ferðareglur rjúpnaskyttunnar Björgunarsveitir álysavarnafélags- ins Landsbjargar voru þrívegis kallaðar út síðastliðinn sunnudag þegar rjúpnaveiðitímabilið hófst. .Petta verður ábyggilega frekar slæmt núna vegna þess að þetta eru svo fáir dagar að það er hætt við að fólk fari af stað sama hvernig veðrið er eins og gerðist á sunnudaginn,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Félagið vill því vekja athygli á nokkrum góðum ferðareglum sem rjúpnaskyttur ættu að hafa í huga áður en þær legga að stað í veiðiferð. ■ Fylgist með veðurspá. ■ Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um, gerið ferðaáætlun og skiljið eftir hjá aðstandendum. ■ Hafið með góðan hlífðarfatnað, sjúkragögn og neyðarfæði. ■ Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau. ■ Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað og ferðist ekki einbíla. ■ Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur. ■ Ef ferðast er í bíl spennið beltin og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða. ■ Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur. SVFR semur um netaupptöku í Hvitá og Ölfusá Helmingi fleiri laxar veiðast á stöng Stangaveiðifélag Reykjavík- ur hefur samið við eigend- ur netaveiðiréttar í Hvítá/ Ölfusá og tryggir þannig upptöku neta sem nemur samtals ríflega tveimur þriðju af meðalneta- veiði á vatnasvæðinu. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segir að félagið hafi barist fyrir því um árabil að ná þessum netum upp og menn tekist harkalega á í gegn- um tíðina en að þessu sinni hafi verið ákveðið að reyna samninga- leiðina. „Við skiljum og virðum þennan rétt veiðiréttareigenda til að leggja net. Þeir eru búnir að gera þetta í hátt á annað hundrað ár. Við gerð- um samninga í vor við nokkra aðila, keyptum upp tæpan þriðjung og að okkar mati varð það til þess að það varð metveiði í Stóru-Laxá og það veiddist vel í Langholti og Iðunni,“ segir Bjarni. „Núna erum við búnir að gera fleiri samninga við eigendur veiði- réttar um það bil tveggja þriðju hluta netaveiðinnar. Það eru því kannski 1.900-2.000 laxar sem ekki fara í netin næsta sumar og þeir spá Stangveiði eflist Spáð erað 50 prósenta aukning verði í stang- veiöi næsta sumar í Hvitá og Ölfusá í kjölfar netauppkaupa S tanga veiðifélags Reykja víkur. því hjá Veiðimálastofnun að af þeim muni 20-30 prósent veiðast á stöng. Ef við erum svolítið bjartsýnir þá eru þetta 500-600 laxar og það þýð- ir 50 prósent aukning í stangaveiði næsta sumar,“ segir Bjarni. Aðstoð við fjármögnun Samningar við einstaka veiðirétt- areigendur eru trúnaðarmál en ljóst er að alls mun SVFR verja um átta GARMIN KEMUR •dke VÉLASALAN % ©radiomidun - R.SIGMUNDSSON ÁNANAUSTUM 1 \ 101 REYKJAVÍK | SÍMI 520 0000 | www.garmin.is Umboðsmenn I Akureyri: Haftækni • Biönduós: Krákur • Egilsstaðir: Bílanaust • Grundartjörður: Mareind • ísafjöröur: Bensínstöðin Reyöarfjöröur: Veiöiflugan • Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs • Vestmannaeyjar: Geisli • Reykjavík: Arctic Trucks, Bílanaust, Elko, Everest, Gísli Jónsson, Hlaö, Intersport, Stormur, Toyota aukahlutir, Útilíf, Vesturröst, Yamaha • Fríhöfnin milljónum króna til netauppkaupa á næsta ári. Bjarni segir að félagið muni sækja um styrki og stuðning til að fjármagna kaupin, jafnvel hjá Fiskræktarsjóði. „Við eigum eftir að leita fanga víða og sjálfur vil ég endilega að aðrir veiðileyfasalar komi inn í þetta með okkur og við munum bjóða þeim að gera það á sínum eigin forsendum," segir Bjarni. Eftir að fréttir af samningunum kvisuðust út hafa einstaklingar og smærri fyrirtæki haft samband við félagið og boðis til að aðstoða það við fjármögnun. Bjarni segir að þar á meðal sé erlendur aðili sem býr til flugur og selur út um allan heim. „Hann bauðst til að gefa Stangaveiði- félaginu 1500 flugur sem við gætum selt til að styrkja þessi netauppkaup og einu skilyrðin sem hann setti voru þau að þetta yrði gert til að heiðra minningu Finns heitins Ingólfssonar sem var mikill veiðifrömuður." Anægður með uppkaupin Bjarni Júlíusson formaður SVFR er ánægð- ur með samningana og vonast til að þeir skili árangri. Tilbúnir að semja við fleiri Samningarnir við veiðiréttareig- endur eru ýmist til þriggja eða fimm ára og segir Bjarni að SVFR sé tilbú- ið til að gera þetta í nokkur ár. „Ef við hefðum ekki gert þetta þá hefði ekki orðið af þessu. Við viljum vera hvati til að koma þessu í gang en þegar fram líða stund- ir finnst mér sjálfum eðlilegt að heimamenn leysi þetta mál innan sinna vébanda, að þessir samherjar í sveitinni, netabændur annars veg- ar og bergvatnsbændur hins vegar semji sín á milli.“ Bjarni segist vera innilega sáttur og glaður með uppkaupin og vonar að það verði árangur af þeim. „Við erum búin að ná tveimur þriðju. Það er þriðjungur eftir og við erum svo sannarlega reiðubúnir að semja við þá veiðiréttareigendur sem enn ætla að leggja net og bjóðum þeim til samstarfs," segir Bjarni Júlíusson að lokum. Benelli b y r g ö é ollum nyiuni byiium Nova pumpa - 12-ga. 3 1/2” Ný M2 Field, ComforTech™ - 12-ga. 3” Molmatlúð 1 • 101 Rayk|avik Siml 562-0095/898-4047 ■ www.vaidihujld.la 'emington Skotveiðivörur fást í næstu sportvöruverslun. Innflutningur og dreifing: Veiöiland ehf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.