blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaðið Þeir eru marair sem maður hélt aö væru dauðir en hafa bara gengið í hjónaband. Francoise Sagan Afmælisborn dagsms CHRISTOPHER WREN ARKITEKT, 1632 ARTHUR RIMBAUD SKÁLD, 1853 BELA LUGOSI LEIKARI, 1882 kolbrun@bladid.net Fimmtugar og til í allt SaTkaforlag hefur gefið út bók- ina Rauðhettuklúbburinn: táp og fjör eftir fimmtugt. Höfundur bókarinnar, Sue Ellen Cooper keypti sér eldrauðan hatt í tilefni fimmtugs- afmælis síns. Það leið ekki á löngu þar til allar fimmtugu vinkonurnar voru búnar að eign- ast rautt pottlok. í bókinni segir Sue Ellen frá því hvernig þessi litríki félagsskapur breiddist út og öðlaðist gífurlegar vinsældir. Boðskapur vinkvennanna höfðar augljóslega til jafnaldra þeirra en aðalmarkmiðið er að hafa gaman af lífinu og bregða á leik eftir að hafa staðið undir kröfum og ábyrgð í áraraðir. f dag eru Rauðhettur í Bandaríkj- unum og Kanada að nálgast hálfa milljón og deildir eru byrj- aðar að skjóta rótum í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi - og auðvitað íslandi. Súsanna Svavarsdóttir, rithöf- undur þýddi. Gömul mynstur sett í nýjan búning Rósáleþpaprjón í nýju Ijosi er nýútkomin bók eftir Helene Magnús- son, iistak- onuog sffB 'M hönnuð. Salkafor- lag gefur út. Hér mætast gamli og nýi tíminn og útkoman er frumleg fatahönnun eins og hún gerist best.í bókinni safnar Helene gömlum mynstrum sem voru prjónuð í leppa en þeir voru notaðir í skinnskó á öldum áður. Hún kennir einnig aðferðina við prjónið en vinnur svo með hina gömlu prjónahefð á nýstárlegan hátt og gefur uppskriftir að ein- stökum nútímafatnaði. Hvernig á að búa til kerti? Hjá Vöku-Helgafelli er komin út bókin Kerti í nýju Ijósi eftir Helgu Björgu Jón- asardóttur. Kerti í nýju Ijósi er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um kertagerð. Höfundurinn er hin landsþekkta kertakona, Helga Björg Jónasardóttir, en hún hefur um árabil framleitt kerti undir merkinu Vaxandi og haldið námskeið um kertagerð sem notið hafa mikilla vinsælda. f bókinni eru kenndar ýmsar aðferðir við að búa til kerti og er hugmyndafluginu gefinn laus taumurinn. Margar uppskrift- irnar eru það einfaldar að fjöl- skyldan getur sameinast við að búa þau til á meðan aðrar eru flóknari og þurfa meiri tíma og vandvirkni. Tómas R. Einarsson ,Þetta var stórkostlegt ævintýri og viðtökuraldeilis frábær- ar. Það er aldrei að vita hvert þetta leiðir svo, fremur en annað ílífinu," segir hann um tónieikaferð sína til Moskvu. Moskva og Romm Tomm Tomm ómas R. Einarson tónlist- armaður er nýkominn frá Moskvu þar sem hann lék á þrennum tónleikum ásamt fimm manna hljómsveit sinni. „Fyrstu tónleikarnir voru í latín- klúbbi þar sem vinnur stór hópur brasilískra og kúbanskra dansara. Við vorum ekki búnir með fyrsta. lagið þegar nokkrir dansarar gripu tiltæk slagverkshljóðfæri og byrj- uðu að spila með okkur. Svo óx þetta stig af stigi og menn dönsuðu upp um alla veggi. Þetta var alveg geggjað," segir Tómas. „Daginn eftir fórum við í heim- sókn í Rússneska tónlistarháskól- ann, sem er sá eini í borginni sem hefur sérstaka djassdeild, en í skól- anum öllum eru 1700 nemendur. Besta stórsveitin þeirra spilaði fyr- ir okkur af mikilli list og svo spiluð- um við fyrir þá og loks spiluðu allir saman. Þar djömmuðum við Ömar og Óskar, Sammi og Einar Valur m.a. með Anatoly Kroll, stjórnanda biggbandsins og einum þekktasta djasspíanista Rússa. Rússnesku tón- listarnemarnir töluðu litla ensku og við enn minni rússnesku en allt gekk fullkomlega upp þegar menn tjáðu sig með tónlistinni. Ótrúleg uppákoma Lokatónleikar Tómasar og fé- laga voru svo í helsta djassklúbbi borgarinnar, Le Club. „Klúbburinn var stofnaður fyrir átta árum af rússneskum saxófónleikara sem er þeirra þekktasti maður í djassheim- inum, Igor Butman," segir Tómas. „Igor var í Bandaríkjunum i sex ár og lék þar með mörgum afburða djassmönnum. Hann stofnaði síð- an djassklúbb í Moskvu sem hann hefur gert alþjóðlegan og býður reglulega til sín bandarískum stór- stjörnum. Þarna spiluðum við á góðu kvöldi, staðurinn var sneisa- fullur af fólki og allir okkar geisla- diskar rifnir út. Kvöldið áður höfðum við farið í kynnisferð á þennan sama klúbb og hlustað á afríkanska söngkonu skemmta með rússnesku tríói. Um það leyti sem við vorum að fara sögðu brasilísk hjón á næsta borði að það kynnu að mæta óvæntir gestir. Svo kom Igor á svæðið með trompetleikarann Wynton Mars- alis, einn þekktasta djassmann Bandaríkjanna sem stjórnar Linc- oln Center stórsveitinni. Þeir spil- uðu í tvo tíma sleitulaust og það lá við að Ómar Guðjónsson gítarleik- ari missti heyrnina því við sátum á fremsta borði og Wynton stóð fyrir neðan sviðið og blés eiginlega í eyr- að á honum allan tímann. Þetta var ótrúleg uppákoma og allt ætlaði um koll að keyra. Við vorum í fimm daga í Moskvu, sem er yfirþyrmandi stór og mikil borg. Þetta var stórkostlegt ævin- týri og viðtökur aldeilis frábærar. Það er aldrei að vita hvert þetta leið- ir svo, fremur en annað í lífinu." Það besta úr tveimur heimum Nýlega kom út geisladiskurinn Romm Tomm Tomm með frum- saminni latíntónlist eftir Tómas. Um nafngiftina segir Tómas: „Nafn- ið hefur ákveðinn hljóm og vísar til þess að í latíntónlist er rommið oft ekki langt undan. Tomm Tomm er ákveðin gerð af trommu og svo er ég oft kallaður Tommi. Þetta er þriðja latínplatan sem ég geri, en þá fyrstu gerði ég með Islending- um, aðra með Kúbönum í Havana og sú þriðja er niðurstaða af hinum tveimur, það besta úr tveimur heim- um ef svo má segja. Það var mikið fyrirtæki að gera þennan disk. Ég fór til Kúbu með básúnistanum Samma í Jagúar og við vorum í Havana mestan hluta marsmánað- ar, tókum upp efni með Kúbönum, komum heim, tókum upp með íslendingum og fengum þá til að spila inn á það sem hafði verið tek- ið upp á Kúbu. Ég fór svo aftur til Kúbu í apríl og fékk þá Kúbani til að spila inn á tónlist íslendinganna. Þannig tókst mér að hræra þessu öllu saman í eina heild. Þarna eru því allir með öllum.“ Nornaveiðar í Holly wood Á þessum degi árið 1947 hófst rannsókn i Washington á meintum kommúnistum í Hollywood. Fjöldi fólks var kallaður fyrir sérstaka þingnefnd og þráspurt um stjórn- málaskoðanir sinar. í kjölfarið voru 325 handritahöfundar, leikarar og leikarar settir á svartan lista í Holly- wood þar sem talið var að þeir hefðu ekki hreinsað hendur sínar af komm- únisma. Meðal þeirra sem komust á svarta listann voru tónskáldið Aar- on Copland, rithöfundarnar Dashi- ell Hammett, Lillian Hellman og Dorothy Parker, leikritahöfundur- inn Arthur Miller og leikarinn og leikstjórinn Orson Welles. Flestir á svarta listanum átti í mikum erfið- leikum með að fá vinnu en einhverj- ir handritahöfundar í þessum hópi skrifuðu kvikmyndahandrit undir dulnefni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.