blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 blaöið ÞEIR SOGÐU SIGUR HLUNKANNA / 40 ára upprifjunarprógrammi RÚV á dögunum var sláandi hvað JJ allir voru slank og fitt í gamla daga. [...] Elvis ræfillinn átti að hafa verið afmyndaður vegna fitu...en myndi teljast meðalmaður í dag.“ DR. GUNNII BAKÞÖNKUM FRÉTTABLAÐSINS. skyr.co.uk eða skyr.com? Eftir að hafa skoðað málið ýtarlega er ég sann- j/færður um að samkeppni verður mun meiri í framtíðinni og fyrst og fremst erlendis frá. “ GUOBRANDUR SIGURDSSON, FORSTJÓRI MS, LEGGUR KALT MAT A STÓÐUNAI MORGUNBLADINU I GÆR. Munur milli hæstu og lægstu launa vex Hefur nærri tvö- faldast frá árinu 1994 Kynbundinn launamunur: Lítið áorkast á síðustu tólf árum Lítið hefur dregið úr kyn- bundnum launamun á síðast- liðnum tólf árum samkvæmt nýútkominni rannsókn um launa- myndun og kynbundinn launa- mun. Rannsóknin var unnin af Capacent Gallup fyrir félagsmála- ráðuneytið og var hún kynnt á sér- stökum blaðamannfundi í gær. Þegar búið'var að taka tilliti til starfsstéttar, aldurs, starfsald- urs og vinnutíma reyndist launa- munur nú milli karla og kvenna vera 15,7 prósent að meðaltali. Árið 1994 mældist munurinn 16 prósent og hefur því aðeins minnkað um 0,3 prósent á síðast- liðnum tólf árum. Þá kemur fram í niðurstöðu rannsóknarinnar að munur milli hæstu og lægstu launa hefur nærri tvöfaldast á því tímabili sem rannsóknin nær yfir. Árið 1994 reyndist munurinn áttfaldur meðal karla og fimmfaldur meðal kvenna. I dag er munurinn hins vegar fjórtánfaldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum. Fagleg ræsting fyrirtækja er bæði betri og ódýrari Gúmmívinnustofan SP dekk __ POIAR VETRARDEKK JEPPLINGADEKK POLAR RAFGEYMAR GÚMMÍVINNUSTOFAM Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.i Opið: Mán - fös 8-18 • Lau HreinC Auöbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Bandarísk stjórnvöld móta nýja geimstefnu: Öryggi tryggt úr geimnum ■ Áskilja sér rétt til þess að koma í veg fyrir árásir utan úr geimi ■ Segja stefnuna ekki forleik að vígvæðingu himingeimsins Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur . staðfest nýja geimstefnu Bandaríkjanna. Stefnan þykir marka áherslubreytingu stjórn- valda og útilokar hún meðal annars að stjórnvöld staðfesti afvopnunar- samninga sem takmarka svigrúm þeirra til að vígvæðast í geimnum. Einnig áskila stjórnvöld sér með stefnunni rétt til þess að koma í veg fyrir að einhverjir komi sér upp getu til þess að ógna öryggi og hags- munum Bandaríkjamanna utan úr himingeimnum. Geimstefnunni er ætlað að tryggja þjóðaröryggi og auka getu stjórnvalda til þess að ná fram mark- miðum utanríkisstefnu sinnar. I stefnunni er lagt til að varnarmála- ráðuneytið þrói búnað sem getur stutt við eldflaugavarnir á jörðu niðri frá himingeimnum. Geimstefna Bandaríkjanna hefur ekki verið endurskoðuð í tíu ár. Stefnan sem var mótuð í forsetatíð Bills Clintons á tíunda áratug síð- ustu aldar lagði meiri áherslu á vis- indarannsóknir en útilokaði ekki þróun vopna sem er hægt að nota í geimnum. Að sögn sérfræðinga gengur stefna Bush-stjórnarinnar skrefinu lengra og orðalag hennar er með þeim hætti að stjórnvöld úti- loka ekkert varðandi vígvæðingu geimsins. En þrátt fyrir að ekkert sé útilokað varðandi vígvæðingu Bandaríkjahers í geimnum og að stjórnvöld áskilji sér rétt til þess að beita úrræðum til þess að koma i veg fyrir að aðrir geri það þá segja stjórn- völd að stefnan sé ekki forleikur að nýrri stjörnustríðsáætlun. Banda- ríska dagblaðið Washington Post hefur eftir ónafngreindum embætt- ismanni að stefnan snúist alls ekki um vígvæðingu eða beitingu vopna í geimnum. Hinsvegar bendir tals- maður Þjóðaröryggisráðsins á að stefnan endurspegli þá staðreynd að tækniþróun hefur gert það að verkum að himingeimurinn er orð- inn mikilvægur hluti af viðskipta-, hernaðar- og öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að stjórnvöld neiti því að einhverskonar vígvæðing geims- Stefnu Bush mótmælt Sumir sérfræðingar telja að vígvæðist Bandaríkja- menn úti igeimnum muni það leiða til vigbúnaðar- kapphlaups. ins felist í nýjugeimstefnunni bendir margt til annars. Stefnan var mótuð í kjölfar vinnu sem Þjóðaröryggis- ráðið réðst í fyrir nokkrum árum og lagði meðal annars mat á þáver- andi stefnu stjórnvalda i málefnum hernaðar og himingeims. Hinn gríðarlegi hernaðarmáttur Banda- ríkjamanna byggir meðal annars á samskiptakerfum og upplýsinga- öflun gegnum gervihnetti og óttast er að óvinir Bandaríkjanna gætu lamað hernaðaraðgerðir þeirra með því að „ráðast” á þá. Óvarðar eignir bandarískra stjórnvalda í geimnum kunna að verða að veikleika. Mat manna innan hersins er að nauðsyn- legt sé að koma upp kerfi í geimnum sem ver gervihnetti, og hugsanlega geimför, fyrir slíkum árásum. And- stæðingar slíkra áætlana benda á að þær myndu leiða til þess að aðrar þjóðir myndu bregðast við Hálfklárað helstirni Samkvæmt geimstefnu Bush-stjórnarinnar myndu Bandaríkjamenn koma í veg fyrir smíði helstirnis. með sambærilegum aðgerðum og vopnakapphlaup myndi hefjast í geimnum. Mörg ríki hafa barist fyrir alþjóðasamningi sem bannar vígvæðingu himingeimsins. Banda- risk stjórnvöld hafa alla tíð verið andvíg slíkum samningum. Landbúnaðarráðherra: Lætur skólann drabbast niður „Landbúnaðarráðherra hefur ekki sinnt skólanum nokkurn skapaðan hlut og lætur hann drabbast niður,“ segir Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Kjartan er mjög óánægður með menntamál í landbúnaði, „Garðyrkjuskólinn í Ölfusi var sameinaður Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri fyrir nokkrum árum síðan og ráðherra hefur látið þá stofnun morkna niður.“ Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, hefur lagt fram frumvarp Hólar í Hjaltadal Hólskóli verðurað Hólaskóla-Háskólanum á Hólum. þar sem skólinn á Hólum ( Hjalta- dal verður gerður að sérstökum há- skóla. Kjartan segir Hólaskóla verða örháskóla með örfáum nemendum. , f þessu skólakerfi okkar eru allir skólar undir menntamálaráðuneyt- inu nema Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskólinn. Við verðum að skoða og klára málin heildstætt, en ekki vera að mola þetta niður og sleppa því að sinna öðru sem verið er að gera. Skólinn á Reykjum í Ölfusi er stofnun sem varðar allt sem er grænt og umhverf- isvænt í samfélaginu. Þörfin og áhuginn er mikill í samfélaginu en landbúnaðarráðherra sinnir þrátt fyrir það þessum skóla ekki neitt.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.