blaðið - 04.11.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006
blaöiö
VEÐRIÐ I DAG
Hvassviðri
Hlýnar aftur með vaxandl suðaustan-
átt. Hvassviðri og rigning þegar líður á
daginn, fyrst suðvestanlands en snýst
í suðvestanátt með skúrum eða slyddu-
éljum seint í kvöld.
Á MORGUN
Stormur
Vestan stormur með rigningu
eða slyddu. Lægir og dregur úr
úrkomu vestantil siðdegis, en fyrir
austan um kvöldið. Kólnandi veður
og frystir fyrir norðan síðdegis.
VlÐAUMHEIM |
Algarve 22 Glasgow 9 New York 4
Amsterdam 9 Hamborg 5 Orlando 16
Barcelona 16 Helsinki -2 Osló 4
Berlln 4 Kaupmannahöfn 4 Palma 24
Chicago 0 London 11 Paris 9
Dublin 9 Madrid 13 Stokkhólmur 1
Frankfurt 8 Montreal -1 Þórshöfn 10
Líbanon:
íranar borga
í uppbyggingu
Kassam Allaik, áhrifamaður
innan Hizballah-hreyfingar-
innar, hefur staðfest að íranar
séu að fjármagna uppbygging-
arstarf samtakanna í landinu
vegna eyðileggingarinnar sem
stríðið í ísrael hafði í för með sér.
Jihad Azour, fjármálaráð-
herra Líbanons, hefur beðið
írana um að veita ekki fé beint
til Hizballah, heldur til ríkis-
stjórnar landsins. íranar eru
áhrifamiklir í Líbanon gegnum
náin tengsl sín við Hizballah.
Óttast er að þeir vilji steypa
stjórninni af stóli.
‘ i , ■: ■I; '&mum f
Austurevrópskir þjófar herjuðu á búðareiganda:
Larus Bjorn aftur i fangelsi
Lalli Johns gerði garðinn frægan
þegar gerð var heimildarmynd um
iíf hans en hann hefur verið afbrota
maður síðan á sjöunda áratugnum.
Sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað:
Lalli Johns stal
leikfangabangsa
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
Lárus Björn Svavarsson, eða Lalla
Johns öðru nafni, í sjö mánaða fang-
elsi fyrir margvíslegan þjófnað.
Lalli á meðal annars að hafa
stolið leikfangabangsa úr bíl, sólgler-
augum, vettlingum, eyrnalokkum
og mörgu fleiru. í dómsorði segir að
hann hafi alls verið dæmdur í 20 ára
skilorðsbundið fangelsi, en Lalli er
fimmtíu og fimm ára gamall. Hann
hefur hlotið alls 42 refsidóma síðan
1969 en ekki þótti ástæða til þess
að skilorðsbinda dóminn því hann
rauf skilorð með þessum brotum.
Þá er einnig tekið fram í dómsorði
að brotin hefðu verið framin þegar
Lalli var í annarlegu ástandi. Hann
mun víst hafa verið hirtur nokkrum
sinnum þegar hann ráfaði um götur
Reykjavíkur með þýfið.
Einnig er honum gert að greiða
allan sakarkostnað.
ísrael:
Myrtu tvær
konur í mosku
ísraelskir hermenn felldu tvær
palestínskar konur þegar þeir
gerðu áhlaup á mosku í bænum
Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í
gær. Á fimmtudag földu sextíu
palestínskir vígamenn sig í al-
Nasir-moskunni. I gærmorgun
komu um fimmtíu konur til
moskunnar til þess að gegna
hlutverki hlífiskjalda fyrir menn-
ina á meðan þeir reyndu að flýja.
Nærvera kvennanna varð ekki
til þess að fæla ísraela frá árás.
Versnar áður en það
batnar Að sögn Geirs Jóns
Þórissonar yfirlögregluþjóns
er mikið um búðarhnupl á
haustin og um jólin.
Handteknir aftur sama dag ■ Beittu nýstárlegum aðferöum
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Þetta var óhugnanlega vel skipu-
lagður búðarþjófnaður hjá þessu
sovéska þorparagengi,“ segir Gylfi
Gylfason, framkvæmdastjóri hjá
versluninni Símabæ, en fyrirtækið
varð fyrir barðinu á vel skipulögðum
búðarþjófum á síðasta laugardag.
Samkvæmt Gylfa komu þrír menn
inn í búðina af austurevrópskum
uppruna en tveir sátu í bíl fyrir
utan. Að sögn Gylfa grunaði hann
hvað væri í vændum enda hafði
hann séð þá áður inni í búðinni líkt
og þeir væru að „skanna' hana, eins
og Gylfi orðar það.
„Ég sá að einn þeirra var að skoða
síma sem var á vegg í búðinni. Þá
kemur vinur hans og truflar mig í
nokkrar sekúndur," segir Gylfi en
þegar hann leit aftur á vegginn sá
hann að síminn var horfinn. Hann
sá manninn ganga út og kallaði á
eftir honum. Hinn grunaði tók þá
á rás og Gylfi á eftir honum. Hann
segist ekki leggja það í vana sinn
að elta búðarþjófa uppi en honum
blöskraði aðferðin þannig að
hann fann sig knúinn til þess að
láta hann ekki komast upp með
þjófnaðinn.
„Ég náði honum að lokum en fann
þá ekki símann á honum,“ segir
Gylfi sem neyddi manninn aftur
inn í búðina og hringdi á lögregluna.
Aðstoðarmaður hans fínkembdi
leiðina sem maðurinn hljóp en fann
ekki símann. Þegar lögreglan kom
á staðinn bar maðurinn fyrir sig
kunnáttuleysi í tungumálum að
sögn Gylfa en þá var orðið ljóst að
vinir hans stálu símanum á meðan
Gylfi lét blekkjast.
„Maðurinn var bara tálbeita á
meðan þeir rændu búðina mína,“
segir Gylfi, en honum blöskra
fólskulegar aðferðir búðarþjófanna.
Hann bætir við hlæjandi að hann
hafi ekki hlaupið svo kröftuglega í
fimmtán ár og hafi verið með harð-
sperrur alla helgina.
Lögreglan handtók manninn
og fór með hann niður á lög-
reglustöð. Skýrsla var tekin
af honum og síðan var
honum sleppt.
„Eftir að við lokuðum búð-
inni hringdi aðstoðarmaður-
inn í mig. Þá var hann í versl
uninni BT og hann sagði
mér að sömu þjófarnir
væru þar,“ segir Gylfi, sem hringdi
þá aftur á lögregluna. Þrír lögreglu-
bílar mættu á staðinn að sögn Gylfa
og handtók lögfeglan þjófagengið.
Mennirnir fóru í;skýrslutöku, þeim
var síðan sleppt óg verða þeir kærðir
fyrir búðarhnupl.
„Við fáum þrjár til sex tilkynn-
ingar á dag um búðarhnupl,“
segir Geir Jón Þórisson,
yfirlögregluþjónn í Reykja-
vík, en Samtök verslunar
og þjónustu telja að tap
verslana á ári hverju vegna
búðarhnupls nemi þremur
mUi'örðum króna. Að
;ögn Geirs Jóns eykst
búðarhnupl gríðar-
lega á haustin og
kringum jól og
því mun ástandið
versna áður en
það batnar á ný.
Ungfrú Bretland:
í sambandi
meö dómara
Ungfrú Bretland, Danielle
Lloyd, hefur verið svipt titli
sínum í kjölfar þess að hún
upplýsti í viðtali við tímarit að
hún hafi verið í tygjum við einn
af dómurunum sem tóku þá
ákvörðun að sæma hana hinum
eftirsótta titli.
Talið er að sambandið hafi
getað leitt til hagsmunaárekstra
hjá dómaranum. Einnig kemur
fram í viðtalinu að ástarsam-
band hennar við knattspyrnu-
kappann Teddy Sheringham
hafi staðið mun lengur en
almennt var talið. Aðstandendur
keppninnar tóku ákvörðun
um að svipta Lloyd titlinum á
fimmtudag. I tilkynningu frá
þeim kemur fram að ákvörð-
unin hafi verið þeim þungbær
og þeir óska Lloyd alls hins
besta í framtíðinni.
Steinunn Guönadóttir
í 6.sæti
Opnum
kosningaskrifstofu
Steinunnar Guðnadóttur
að Strandgötu 24, Hafnarfirði,
sunnudaginn 5. nóvember kl. 17:00
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Stuðningsmenn
Prófkjör sjálfstæðismanna
í Suðvesturkjördæmi 11.11.2006
Tálbeita í búðarþjófnaði