blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaðið Það er mjög auðvelt að búa til leynilegt bréf með trúnaðarupplýsingum sem enginn má sjá. Þú getur skrifað með sítrónusafa á hvítt blað (getur notað til þess tannstöngul) og sá sem fær skilaboðin þarf einungis að strauja með straujárni yfir skilaboðin og þá koma þau í Ijós. KRAKKAKYNNING Vildi að ég ætti mús Götuleikir Þótt kuldaboli bíti stundum í kinn er samt skemmtilegt að fara út að leika sér. Hér eru tveir skemmtilegir útileikir. París París er oftast teiknaður á stétt eða ristur í mold. Oftast eru fyrst búnirtil þrírferhyrningar hver ofan á öðrum, þá tveir stærri ofan á þá hlið við hlið, sem marka eins konar hendur. Ofan á þeim er einn ferhyrningur sem háls og efst stór hringur fyrir haus. Markmið leiks- ins er svo að hoppa á einum fæti í reiti paríssins eftir ákveðnum reglum. Steini er kastað á næsta reit og svo er hoppað frá reitnum upp í hausinn og til baka. Þangað til búið er að kasta á alla reitina. Útilegumaður Útilegumaður er gamall íslenskur leikur. Mörkuð er borg. Einn þátt- takenda er útilegumaður. Aðrir grúfa sig allir í borg í tiltekinn tíma, sem útilegumaðurinn notar til að fela sig. Til dæmis meðan talið er upp á 50. Síðan fara aliir að leita útilegumannsins og efeinhversér hann hróparsá: „Útilegumaður fundinn!" Allir flýta sér þá í borg, en útilegumað- urinn reynir að klukka sem flesta áður en þeir komast þangað. Útilegumaður og allir sem hann nær verða þá útilegumenn í næstu umferð, en þeir sem ekki náðust grúfa sig í borg í annað sinn og þannig er haldið áfram uns enginn - eða einn - er eftir. Útilegumaður má fara úr felustað sínum og reyna að ná leitar- mönnum hvenær sem honum sýnist og einnig má hann skipta um felustað. Ef útilegumaður getur laumast óséður að leitar- manni og klukkað hann er ekkert hrópað, enda er þá sá leitarmaður orðinn að útilegumanni. Sá leitar- maður, sem síðast næst, verður útilegumaður í næstu umferð. Sívinsælir afmælisleikir Þið raðið ykkur í hring og einn ákveður orð. Sá sem ákveður orðið hvíslar því í eyrað á þeim sem situr við hliðina á honum. Sá hvíslar svo því sem hann heldur að hann hafi heyrt í eyrað á þeim næsta og svo framvegis. Þegar hvíslað hefur verið í eyrað á síðustu manneskjunni, segir hún svo upphátt það sem henni heyrðist orðið vera. Oftast breytist orðið á leiðinni og getur útkoman orðið mjög fyndin. PakkaSeikur Pakkaleikur er alltaf vinsæll. Einhverjum litlum hlut er pakkað inn í mörg lög af gjafapappír eða dagblöðum. Þið setjist í hring og pakkinn er svo látinn ganga á milli veislu- gesta á meðan tónlist er spiluð. Þegar smellt er á pásu á tónlistinni, má sá sem heldur á pakkanum rífa eins mikið upp af honum og hann getur. Þegar tónlistin byrjar aftur, þarf pakkinn að ganga að nýju. Sá sem nær að opna pakkann alveg, fær að eiga það sem í honum er. Limbó (limbó reynir á það að vera liðugur. En tveir þurfa að halda stöng á miili sín sem afmælis- gestirnir ganga undir með því að beygja höfuð og bak aftur. Skemmtilegt er að spiia tónlist undir meðan þið gangið undir stöng- ina. Stöngin er alltaf lækkuð meira og meira og ef þiðdettið þá eruð þið úr leik. Saradínuleikur er öðruvísi feluleikur. Einn felur sig og þegar einhver fínnur hann, treður hann sér líka á felustaðinn án þess að segja orð. Þegar ný •M manneskja finnur felar- ann, treður hún sér líka á felustaðinn. Þetta heldur áfram þangað til allt afmælið hefur troðið sér á felustaðinn. ÞRAUTIR Spurning 1: Hvaða númer er á bringu Iþróttaálfsins? 1) 10 2) 9 3) 0 4) 99 Spurning 2: Meðan Solla stirða er í heimsókn í Latabæ, hjá hverjum gistir hún? 1) Frænkusinni 2) Frænda sínum 3) Afa sínum 4) Pennavini sínum Spurning 3: Manneskjan sem Solla stirða dvelur hja gegnir mikilvægu starfi. Hverl er það? 1) Póstberi 2) Borgarstjóri 3) Slökkviliðsmaður 4) Bakari Spurning 4: Hvert er fvrsta barnið í Latabæ sem Solla nittir og talar við? 1) Goggimega 2) Halla hrekkjusvín 3) Nenni níski 4) Siggi sæti Spurning 5: Hvernig er loðni stóllinn á litinn sem Glanni glæpur situr oft í? 1) Appelsínugulur 2) Grænn 3) Fjólublár 4) Blár Spurning 6: Fyrir framan hús Nenna mska er stytta af... 1) Nenna níska 2) Afa Nenna 3) Hesti 4) Svíni Spurning 7: Klukkan hvað fer [þrótta- álfurinn að sofa? 1) 7:07 2) 10:10 3) 8:08 4) 9:09 Svör: 1.10 2. Frænda sínum 3. Borgarstjóri 4. Siggi sæti 5.Appelsínugulur 6. Svíni 7.8:08 Kjartan varö 7 ára á fimmtudaginn síðasta, 2. nóvember, og bauð þá vinum sínum og fjölskyldu til veislu. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í skólanum? Hjóla úti. Hvað finnst þér skemmtilegast aðgera? Hjóla úti. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki. Hvað finnst þér skemmtilegast að horfa á? Simpson. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pitsa og fiskur. Hvaða bækur finnst þér gaman að lesa? Nafn: Kjartan Ágústsson. Hvað ertu gamall? 7 ára. Hvenær áttu afmæli? 2. nóvember. Hvað fékkstu í afmælisgjafir? Ég fékk svo mikið: tafl og myllu, bækur, trefil, Playmo, róbóta, reið- hjól og fleira. Hvað er uppáhaldsfagið þitt í skólanum? fþróttir. Stundarðu einhverjar tómstundir? Æfi fótþolta með KR. Ef þú fengir eina ósk, hvers mynd- irðu óska þér? Að ég ætti litla mús í herberginu mínu. Skúla skelfi og bölvun múmíunnar. Hvaða bíómynd sástu síðast og hvað fannst þér um hana? Monster House - skemmtileg og lögregluþjónarnir voru glaðir þegar þeir komu út úr húsinu. Áttu einhver systkini? Eina stóra systur, Freyju. En dýr? Kött sem heitir Gormur og hann er svo sætur þegar Freyja kemur og ýtir eyrunum á honum niður. Foreldrar og börn athugið! Sunnudaginn 5. nóvember kl. 15.00 kynnir Þorbjörg Karlsdóttir bamabókavörður bækur fyrir yngstu bömin og á eftir verður sögustund. BOR.GARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Tryggvagötu 15, Reykjavík Simi 563 1717 - www.borgarbokasafn.is UT AÐ LEIKA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.