blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaðið tíornm og Faris Mesti munaðurinn er náttúrlega að geta búið þannig um hnútana í lífi sínu að maður þurfi ekki að vinna meira en svo að maður geti alltaf átt nokkra klukku- tíma á dag með börnunum sínum. Maður er alltaf á svolitlum hlaupum og það er kannski þess vegna sem þau eru manni ofarlega í huga. Það vill verða þannig að eitthvað þarf að sitja á hakan- um og það er oftar en ekki heimilið. Það er kannski að mörgu leyti veruleiki nú- tíma fslendingsins. Annað sem er alger munaður er að eiga nokkra góða daga í París, að búa í fjórða hverfi og vera í göngufæri við allt það stórkostlega sem sú borg hefur upp á að bjóða. Ég reyni að finna tækifæri til að komast þangað með reglulegu millibili. Fjórða hverfið eða Mýrin (Le Marais) er náttúrlega frábært og svo er maður í göngufæri við Latínuhverfið og getur í raun farið hvert sem maður vill í borg- inni. Borgin sjálf er algerlega heillandi og það er mikil mýta að Frakkar séu óliðlegir og leiðinlegir. Ég hef aldrei upplifað það og líður alltaf jafn vel að koma þangað. Þetta er náttúrlega mjög mikil menningarborg og maður hefur á tilfinningunni að það sé eitthvað mennskt við hana. Allir leyfa sér einhvern nmn- að stöku sinnum og pað er að sjálfsögðu jafn misjafnt og mennirnir eru margir í hverju sá munaður er fólginn. Sum- um finnst gott að gera vel við sig t mat og drykk á meðan öðrum finnst munaður að aka utn á dýrum ogfínum btl eða fá tækifæri til að flatmaga á framandi sólarströnd, latts við áhyggjur Itversdagsins. Blað- ið spurði fittttn einstaklinga, hver væri mesti tnunaðurinn. Katrín Jakobsdóttir, varaformaöur VG Dýr krem og rólegir dagar Að eiga nógan tíma er mesti munaðurinn sem ég get hugsað mér. Að geta gert ná- kvæmlega það sem mann langar að gera án þess að vera bundinn neins staðar. Dag- ar þar sem ekkert er á dagskránni eru al- ger munaður og slíkum dögum vil ég helst eyða á bæjarrölti eða liggja í heitu baði og bara slappa af. Á sumrin nota ég slíka daga til að fara út úr bænum og finnst það líka alger munaður. Á sumrin eru fleiri dagar þar sem tími gefst til að slappa af og ég nota hvert tækifæri til að fara út úr borg- inni og leggjast í græna laut. Munaðurinn sem ég eyði pening í er góð- ur matur og dýr krem. Mér finnst gott að borða góðan mat og finnst gott hráefni, nýtt grænmeti og ferskvara, vera mikill munaður. Ég er líka forfallinn kremadýrkandi og ég kaupi mér stundum ótrúlega fín og dýr krem og er ginnkeypt fyrir lofræð- um snyrtivöruframleiðenda. Ég hef samt smávægilegan grun um að kremin virki kannski ekki alltaf sem skyldi en máttur trúarinnar drífur langt í þessum efnum. Að finna innri ró Fyrir utan munaðinn að vera með börnun- um mínum og mínum nánustu finnst mér mesti munaðurinn vera að finna innri ró og lifa í núinu. Við erum svo oft heltekin af streitu og spennu. Þess vegna er munaður að upplifa þessa tilfinningu þar sem maður er í jafn- vægi og sáttur við sjálfan sig og umhverfið. Mér finnst sú tilfinning vera alger munað- ur og eitt af því yndislegasta sem hægt er að upplifa. Mér finnst líka mikill munaður að lifa í nú- inu. Það er svo mikilvægt að minna sig á það reglulega að njóta stundarinnar hér og nú en vera ekki of upptekinn af því sem er í framtíðinni eða því sem maður hefur gert. Fólk er kannski að ergja sig á einhverju sem er liðið sem er algerlega tilgangslaust. Mér finnst ég stundum gera það sjálf en held þó að ég sé að læra betur og betur að staldra við og lifa í augnablikinu eins og jógarnir tala um. Svo finnst mér alger munaður að geta hleg- ið. Þegar það koma tímabil þar sem ég hlæ ekki mikið þá sakna ég þess verulega og þess vegna finnst mér það alger guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðarnar á lífinu og hlegið. Valgeröur Matthíasdóttir, sjónvarpskona Tími, heilsa og íslenskt vatn Ég myndi segja að mesti munaðurinn væri tími og góð heilsa. Peningar og veraldlegur munaður hrökk- va skammt ef heilsan og tími til að njóta lífsins eru ekki til staðar. Ég hef oft lítinn tíma en hef að undanförnu verið að fatta hvað tíminn er dýrmætur. Ég reyni að taka mér tíma í hverri viku til að njóta lífsins og það þarf ekki að vera eitthvað mjög skipu- lagt. Hlutir eins og hálftíma göngutúr gera heilmikið fyrir mig og ég kem endurnærð- ur aftur til leiks. Annars var ég nvverið á mánaðar tónleika- ferðalagi með Ghostigital um Bandaríkin að kynna plötuna okkar, In cod we trust, og þá fann maður virkilega fyrir því hvað íslenska vatnið er mikil snilld. Að geta skrúfað frá krananum og fengið ótrúlega gott og ferskt vatn. Vatnið er mikill mun- aður sem við búum við hér á íslandi og maður kann oft ekki að meta það fyrr en maður fer í burtu. Ég vona að íslenska vatn- ið megi vera í friði og ókeypis sem lengst. Einhverjar blikur eru á lofti um að vatnið verði ekki ókeypis í framtíðinni sem mér fyndist virkilega sorglegt. Indversk slökun og íslenskt vatn Þegar ég hugsa um mesta munaðinn í mínu lífi þá dettur mér strax í hug shirod- hara sem er yndislega slakandi ayurveda- meðferð sem ég fékk á Indlandi fyrr á þessu ári. Hún fer þannig fram að volg olía er látin leka hægt á ennið á manni í þrjátíu mínútur. Þetta er alveg mögnuð reynsla og ótrúlega slakandi. Ég bókstaflega sveif af vellíðan og ég hlakka mikið til að reyna þetta aftur. Annar munaður sem er mér ofarlega í huga er íslenska vatnið. Þegar ég kem frá Indlandi er alltaf svo ótrúlega mikill lúxus að geta skrúfað frá krana og drukkið hreint vatn. Maður lærir miklu betur að meta það þegar maður hefur dvalist í löndum þar sem tært vatn er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur. Maður finnur svo vel hvað maður hefur það gott hérna á íslandi. Svo er ótrúlega mikill munaður fólginn I því að fara á jógadýnuna og gera nokkrar jógaæfingar. Ég fæ alltaf svo mikla orku og kraft út úr því og það er svo sannarlega mikill munaður. Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.