blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 36
3 6 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaöiö Ný plata frá Óskari Péturssyni frá Álftagerði Svngurog gerir vio bíla íttSfc Oskars Péturssonar, einn af Álftagerðis- bræðrunum, hefur sent frá sér sína þriðju sólóplötu, en á plötunni syngur Óskar gömul og ný lög eftir Gunnar Þórðarson. „Á plötunni eru fjórtán lög og níu af þeim eru ný lög en hin eru gömul og góð. Þetta eru gull- molar eins og Bláu augun þín, Ást- arsæla og Vetrarsólin en nýju lögin eru líka gullmolar að minu mati og þeirra sem hafa heyrt þau,“ segir Óskar og bætir við að Gunnar Þórð- arson sé magnaður. „Það var ein- stakt að syngja lög Gunnars Þórðar- sonar og að fá að fylgjast með því hvernig lögin urðu til í höndum hans. Gunnar fékk líka úrvalstexta- höfunda með sér í lið og þar á meðal eru Davíð Oddsson, Gísli Rúnar Jónsson, Einar Már Guðmundsson og Friðrik Erlingsson." Geri við bíla með söngnum Óskar er langt frá því að syngja einn á nýju plötunni því með honum er 16 manna kammerkór, Hymnodia. Auk þess eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Regína Ósk gestasöngvarar. „Það má eigin- lega segja að kórinn syngi bakraddir fyrir mig því þetta eru ekki venju- legar útsetningar fyrir kór. Ég fékk líka karlakórinn í Skagafirði til að syngja með mér eitt lag á plötunni. Gunnar sagði að það væri svo góður hljómur í kórnum að það yrði að nota hann, það kæmi ekkert annað til greina og vitanlega hafði hann á réttu að standa,“ segir Óskar og upp- lýsir að þegar sé búið að skipuleggja tvenna útgáfutónleika á Akureyri 17. nóvember. „Kynningarnar tengdar plötunni eru rétt að byrja núna og það verður því nóg að gera fram að jólum við að troða sér alls staðar, segir Óskar og hlær. „Ég er bifvéla- virki og áður söng ég með bifvéla- virkjuninni en núna geri ég við bíla með söngnum.“ Hvattir til að gefa út plötu Flestir kannast við Álftagerðis- bræðurna en þeir skutust upp á stjörnuhimininn fyrir tíu árum eða svo. Saman hafa þeir gefið út þrjár plötur og hafa skemmt víða enda er eftirspurnin mikil. „Við erum búnir að vera eins og farfuglar úti um allt. Við höfðum lítillega verið að syngja áður en fyrsti diskurinn kom út en það var ekki mikið nema í sitt í hvoru lagi.“ Óskar segir að athyglissýki sé sennilega ástæðan fyrir því að þeir bræður tóku sig saman og gáfu út sina fyrstu plötu. „Svo ég tali eins og maður þá vorum við hvattir til þess, það var stöðugur þrýstingur alls staðar frá. Við fengum bréf frá ókunnugu fólki sem krafðist þess að við gerðum eitthvað. Þannig að við létum undan og sjáum alls ekki eftir því. Þegar við gerðum fyrstu plötuna þá svaf ég vart fyrir spenn- ingi og var með þvílíka magaverki. Þetta var alveg ótrúleg upplifun en við bræðurnir syngjum aldrei í okkar eigin fjölskylduboðum eða þess háttar. Við syngjum bara þegar við komum fram saman og ef það eru formlegar æfingar." Nógu montnir fyrir Áður en ráðist var í fyrstu plötu Álftagerðisbræðra höfðu þeir allir komið fram áður, bæði einir og með kórum.Þeirurðugríðarlegavinsælir á skömmum tíma en Óskar segir að þeir hafi litið fundið fyrir því. „Ég fann ekkert fyrir því og ég held að enginn okkar hafi fundið fyrir því. Við höfum alltaf litið á þetta sem sjálfsagðan hlut. Þetta hafði afskaplega lítil áhrif á okkur og við urðum ekki montnari enda kannski nóg fyrir. Ég held við höfum ekki • Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík • Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík • Kynning á frambjóðendum Opinn fundur með frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 4. nóvember kl. 14 aö Hallveigarstíg 1. Allir velkomnir. ' Kynning á frambjóðendum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfýlkingarfélagið í Reykjavík www.sffr.is gert okkur grein fyrir því hvað við vorum í rauninni þekktir. Ég held að það tengist því að við erum bú- settir fyrir norðan, þú verður ekkert var við þetta á Akureyri og í Skaga- firðinum. Við verðum ekki varir við það að við séum þekktari en Pétur og Páll. Það er helst þegar maður kemur í þessa Sódómu fyrir sunnan að maður finnur til sín,“ segir Óskar og hlær. „Ég verð hins vegar að við- urkenna að það er erfiðara að standa einn uppi á sviði og syngja heldur en að vera í félagsskap bræðranna. Ég er í svo vernduðu umhverfi þegar við erum margir saman.“ Fjarstæðukennt að ég yrði söngvari Þrátt fyrir að Óskar segist ekki hafa ætlað að verða söngvari frá unga aldri hefur hann sungið alla tíð og var snemma kominn í kór. „Ég var farinn að syngja áður en ég talaði og ég hef sannanir fyrir því. Það eru orð gamalla nágranna úr Skagafirðinum sem hlustuðu á þetta og sögðu að ég hafi setið á rass- gatinu, hvorki getað talað né gengið, en gat sungið með útvarpinu. Svo varð ég söngvari og mér fannst það alveg fjarstæðukennt. Hvað þá að ég myndi syngja með köllum eins og Gunnari Þórðarsyni, sem ég hlust- aði á sem ungur drengur. Ég hefði þorað að leggja hausinn að veði að það myndi aldrei gerast. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem ég vinn með Gunnari því við bræður fengum hann til að stjórna einni plötu með okkur auk þess sem við vorum með honum á Broadway þar sem við troðfylltum Broadway í mörg herrans skipti.“ Æfi mig í hljóði Óskar segist ekki vera farinn að huga að annarri sólóplötu enda segist hann bara taka eina plötu í einu. „Minn hugur stefnir til þess að við bræðurnir gerum eina plötu svona í restina en við erum að verða gamlir, sá elsti er orðinn 63 ára sem þykir þó nokkuð í söngbransanum. En þetta er eitthvað sem er bara í hausnum á mér og kannski verður ekkert úr þessu. Ég held að það væri viturlegt að gera það áður en allir aðdáendurnir hrökkva upp af enda hefur mikið verið spurt eftir öðrum diski frá okkur bræðrunum. Mikið af plötuútgáfu stílar inn á yngra fólk og þessi markhópur sem hlustar á okkur er því stundum útundan.“ Óskar segist ekki undirbúa sig sér- staklega áður en hann kemur fram. „Ég æfi mig aðeins fyrir tónleikana en ekki mikið. Ég á aðeins inni í lagabankanum sem er eini bankinn sem ég á eitthvað inni í. Ég á ríku- blaðið LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 37 lega innistæðu þar en mætti náttúr- lega vera duglegri að æfa mig. Hins vegar syng ég aldrei heima hjá mér. Ég æfi mig í hljóði og hef lengi gert það. Konan heyrir stundum bara uml í mér og þá er ég með nótur og texta að æfa mig.“ Skringilegur söngferill Óskar segist mega vel við una þegar hann lítur yfir tónlistar- feril sinn enda segist hann hafa uppskorið ríkulega fyrir það sem hann hafi gert. „Söngurinn byrjaði skringilega hjá mér. Það er oft sem menn enda í kórum en ég byrja korn- ungur að syngja i karlakór og enda svo á sextugsaldri að syngja dægur- lög. Þetta er öfugt við marga sem glamra í dægurlögum á yngri árum en skella sér svo í kór þegar þeir eld- ast. Ég var undir tvítugu þegar ég var farinn að syngja einsöng með karlakór. Fyrst var ég ofboðslega stressaður, nær dauða en lífi, en ég finn ekki fyrir því lengur. Ef ég finn að ég er að gera vel og kann það sem ég er að gera þá verð ég glaður. Eftir á er ég gjörsamlega búinn, ég er glaður en tómur. Þá finnst mér eig- inlega best að vera einhvers staðar einn.“ „Ég var farinn aö syngja áður en ég talaði og ég hef sannanir fyrir því. Það eru orð gamalla nágranna úr Skagafirðinum sem hlustuðu á þetta og sögðu að ég hefði setið á rassgatinu, hvorki getað talað né gengið, en gat sungið með útvarpinu" svanhvit@bladid.net Sýnum stuðning Það má með sanni segja að björg- unarsveitarstarfið sé óeigingjarnt og fórnfúst enda eru þúsundir björg- unarsveitarmanna og -kvenna til taks allan ársins hring þegar við hin þurfum á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að meðlimir björgunarsveita starfi i sjálfboðavinnu er alltaf ákveðinn kostnaður sem fylgir rekstri björgunarsveitanna, kostn- aður vegna þjálfunar, húsnæðis, tækja og fleira. Af því tilefni munu björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar fara af stað með fjáröflun um allt land um helgina þar sem meðlimir sveitanna selja lítinn neyðarkall. Til að sýna málefninu stuðning mætti herra Ólafur Ragnar Gríms- son í Smáralind í gær og aðstoðaði við söluna. Ekki fylgir sögunni hvort Ólafur seldi neyðarkall en ljóst er að viðtökurnar voru góðar. Neyðarkallinn kostar þúsund krónur og björgunarsveitirnar von- ast eftir stuðningi landsmanna en kallinn verður seldur við verslanir, verslunarmiðstöðvar og aðra staði sem almenningur sækir. Seldi neyðarkalla Forseti islands mætti í Smáralind i gær til að sýna björgunarsveitum landsins stuðning en um helgina munu meðlimir þeirra selja lítinn neyðarkall á þúsund krónur. '>&£*** W V J óíahíaöbcráió' í «5tWnasal Hó-tel «5ög0> öamelhar Ijö-ffehgah matcg gódcn sKemm-tjkh. þtk gtxör þér ól glrhSegtk Naöbotöl sKemm-^r þér o-hdlr tóahdl t>ÍTLI og sKefllr bér svo tf-t A gólflð og teKtw hoKKtw lé-ttspor. Pantanir og upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is SAGA HOTEL, REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.