blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 46
Pierre Alan Giraud er 23 ára, kemur frá Lyon í Frakklandi og hefur búið á íslandi í rúmt ár. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í verkinu Best í heimi, leikriti sem sýnt er þessa dagana á fjölum Iðnó í leikstjórn Maríu Reyndal. Honum líður vel á íslandi og getur vel hugsað sér að vera hér lengur en upphaf- lega stóð til og taka frek- ari þátt í menningar- og listalífi íslendinga. Orðlaus mælir með Rólegri helgi Þar sem veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið er um að gera að hafa það bara huggulegt heima í stað þess að brjótast um mið- bæinn í aftakaveðri. Kveikið frekar á kertum, farið í þægi- leg föt, lesið góða bók eða liggið bara í sófanum og horfið á sjónvarpið. Búðaferðum Farið í góðum félagsskap og kíkið á úrvalið í búðum bæjar- ins. Það er um að gera að eyða nokkrum aurum í falleg föt í hverjum mánuði. Nú eru allar búðir fullar af vetrarvörum og því um aö gera að velja sér eitt- hvað fallegt. Soja latte Það bragðast bara svo miklu betur en kaffi með venjulegri mjólk. Farið á kaffihús, takið með ykkur skemmtileg tímarit, ræðið málin, drekkið soja latte og fáið ykkur helst stóra köku- sneið með rjóma. Best í heimi Skemmtilegt gamanleikrit og háðsádeila á íslenskt samfélag. Komið er inn á upplifun útlend- inga á íslandi og Islendingum og Ijósi varpað á oftar en ekki spaugilegar aðstæður sem útlending- ar lenda í þegar þeir eru að kynn- ast landi og þjóð. leikaþætti Uppáhaldstónlist: Ég er núna að hlusta á Beck, Anthony and the Johnsons, Keren Ann og The White Stripes. Plata sem ég hef notið hvað mest undanfarnar vikur er nýjasta plata Lily Allen. Hvað ertu að gera núna? Ég er verkfræðingur að mennt (það er ekki eins leiðinlegt og það hljómar) og ég legg stund á leiklist og tónlist. Nú vinn ég í franska sendiráð- inu við að undirbúa franska menningarhátíð sem haldin verður á Islandi á næsta ári auk þess sem ég fer með eitt aðalhlutverka í leikritinu Best í heimi. Hvaða kvikmyndir eru í uppáhaldi hjá þér? Playtime eftir Jacques Tati er uppáhalds- kvikmynd mín og Nói Albínói fékk mig næstum því til að koma til Islands á stund- inni. Myndin er afar falleg og nokkrar senur hennar hreyfðu sterkt við mér. Ég er einnig hrifinn af nýlegum og vin- sælum myndum eins og Spiderman og King Kong. Hvað horfir þú á í sjónvarpi? Dr. Phil, nei, ég er að grínast. Ég eyðilagði óvart sjónvarpið mitt fyrir nokkrum mánuðum og ákvað að það yrði ekki nema til skrauts í stofunni. En ég hef ótrúlega gaman af því að horfa á þessa ægilegu en áhugaverðu raun- veraleikaþætti sem eru vinsælir í sjónvarpi núna. Tilraunir á mönnum. Ég sef vel eftir að hafa horft á slíkan þátt. Áttu þér einhverja uppáhaldsleikara? Kirsten Dunst, Charlotte Gainsbourg og kannski Bill Murray. Uppáhaldsbók? The House of Leaves eftir Mark Z. Danielewski. Þetta er bók sem tekur á! Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum ...? Þarf ég að ímynda mér að ég sé guð í eina sek- úndu. Argh ... ég get ekki gert það! Það myndi fara með mig. Hvern myndir þú telja hafa haft mest áhrif á þig sem manneskju? María Reyndal, besti leikstjóri í heimi (hún bað mig um að segja þetta, María, hér hefurðu þaðl). - .*• BlatiðMkl- Í . V Miracle Forever Fágaður og nútímalegur ílmur frá Lancöme sem byggist á blóma- angan og ferskleika. Ilmur af anísfræjum, sólberjum og möndlublómum gerir ilminn mildan en engu aö síður ferskan, frjálslegan og fágaðan. Miracle Forever hentar öllum konum. ílllracle Itirrvei Töfrapenninn frá Bourjois Anticerne pour petits matins er gullpenni sem tekur burt öll ummerki þreytu og lýsir upp húðina í kringum augun. Gefur andlitinu frísklega áferð og er töfrapenninn einfaldur í notkun. Hylur vel þau svæði á húðinni sem hann er borinn á og gerir sannkallað kraftaverk. Red Delicious Nýr ilmur frá DKNY fyrir konur. Ferskur, kröftugur og kynþokkafullur ilmur sem kemur f fallegum umbúðum. Hannað með sterka, frjálsa konu í huga sem nýtur lífsins í stórborgum heimsins. Virkilega góð lyktfyrir hverja sem er. Maskari frá Bourjois Nýr maskari sem gerir augnhárin löng og glæsileg og kemur í veg fyrir að þau klessist. Maskarinn þykkir augnhárin og burstinn greiðir vel í gegnum hárin þannig að liturinn hylur augnhárin vel. Ný gerð bursta sem hindrar klessur og gerir augnhárin ótrúlega falleg. High Recharge Einstök virk formúla sem virkar gegn þreyttri og líflausri húð karlmannsins. Hefur skjóta en langvarandi virkni gegn þreytu og er einnig rakagefandi og styrkjandi. Gefur húðinni aukinn Ijóma, einstakan raka og aukna orku. Emporio Remix Nýr ilmur frá Emporio Armani fyrir bæði menn og konur. Lykilorð ilmanna er Get together og eru þeir hugsaðir fyrir hann og hana, hina kvenlegu og hinn karlmannlega. Emporio Remix fyrir hann er klassiskur herrailmur sem er samt nýlfskulegur. Blágresi víkur fyrir lilju vallarins og múskat og lakkrístónar krauma undir. Nútímalegur og ferskur fyrir alla karlmenn. Emporio Remix fyrir hana einkennist af klassfskum blómailmi á nútímalegum nótum. Girnileg blómablöðin, ávextir og ferskleiki gera ilminn gríþandi. Angan af rósum og hvítum blómum sem gefa ilmvatninu kyn- þokka og kvenleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.