blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006
blaöió
INNLENT
LÖGREGLA
Lýst eftir manni
Lögreglan lýsir eftir Kristófer Erni Sigurðarsyni til
heimilis að Logafold 141 í Reykjavík. Hann er um
185 cm á hæð með stutt, skolleitt hár. Þeirsem
geta gefið upplýsingar um ferðir Kristófers hringi í
lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100.
HÆSTIRÉTTUR
Gæsluvarðhald staðfest
Hæstiréttur (slands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem grun-
aður er um að hafa smyglað tæpum tveimur kílóum
af kókaíni til landsins í ágúst. Verði hann fundinn
sekur gæti hann átt yfir höfði sér 12 ára fangelsi.
SEYCISFJÖRÐUR
Afturganga á Seyðisfirði
(gærkvöldi voru Ijósin slökkt á Seyðisfirði vegna hátíðarinnar
Dagar myrkurs. Þá ganga bæjarbúar aftur og setja sig í spor
forfeðra sinna árið 1912 þegar engar götur voru upplýstar. Seyðis-
fjörður var fyrstur bæja á (slandi tii þess að hljóta götulýsingu en
það gerðist árið 1913 þegar Fjarðaselsvirkjun var ræst.
Leyfislaus bíll valt við Gullfoss:
Sex kínverskir
ferðamenn slasast
Lögreglan á Selfossi rannsakar
hvort ökumaður bifreiðar sem valt
við Gullfoss með hóp ferðamanna
innanborðs hafi haft leyfi til að aka
farþegum gegn gjaldi.
Bifreiðin sem er af gerðinni Hu-
yndai Hi flutti sex kínverska ferða-
menn. Farþegar og ökumaður voru
fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til
skoðunar. Enginn slasaðist alvar-
lega en farþegar fundu fyrir smá-
vægilegum eymslum.
Okumaðurinn er grunaður um
að vera ekki með þau ökuréttindi
sem krafist er. Enn fremur grunar
lögreglu að fyrirtækið sem á bílinn
hafi ekki rekstrarleyfi. Bifreiðar
sem eru skráðar fyrir átta farþega
eða færri flokkast sem leigubifreiðar
og skulu því hafa sérstök rekstrar-
leyfi sem Vegagerðin úthlutar. Bíll-
inn er skráður fyrir sjö farþega og
flokkast því sem leigubifreið.
Margir hafa kvartað til lögreglu
vegna bíla sem aka fólki gegn gjaldi
án allra tilskilinna leyfa.
MEISTARAVERK!
f
ÍT&GirÆztZSSÍ
Antony Beevor lýsir
hér af nærfærni og list
gangi innrásarinnar í
Þýskaland úr austri og
þeim mannlegu örlögum
og hörmungum sem hún
hafði í för með sér.
BOKAUTGAFAN HOLAR
FALL BERLÍNAR
1945 - bók sem
þú verður að lesa!
FYRIRTÆKI & VERSLANIR
V I/
miLVAKLAUSNin 1 UMBÚVUM
pappfr • gjafapokar • pakkaskraut *gjafabönd
greinar • borðar • öskjur • silkiblóm • slaufur
Melabraut 19 • 220 Hafnarfirði • Sfmi 575 0200 • danco@danco.is
OANCO
HEILDVERSLUN
Sala Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun:
Borgarstjóri sveik
gefið loforð
■ Forkastanleg vinnubrögð ■ Röng tímasetning að mati Vinstri grænna
■ Búið að tala of lengi, segir borgarstjóri
Ósætti í borgarstjórn Minnihlutinn íborgarstjórn gagn-
rýnir vinnubrögð meirihlutans harálega og segir þau ólýð
ræðisleg. Borgarstjóri lofaði viðræðum en sveik loforðið.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Flokkarnir í minnihluta borgar-
stjórnar gagnrýna allir sölu hlutar
Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun
en samkomulag þess efnis var undir-
ritað á miðvikudag. Gagnrýni þeirra
er þó ekki samhljóma nema um það
sem snýr að vinnubrögðum og fram-
göngu meirihlutans.
„Framgangur meirihlutans í borg-
arstjórn er óverjanlegur. Viðræðum
um samningsdrög hjá borgarráði var
lofað af borgarstjóra í sumar en þær
hafa aldrei farið fram,“ segir Svandís
Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri
grænna, og bendir á að borgarstjórn
sé fjölskipað vald með lýðræðislega
kjörnum fulltrúum allra flokka.
„Sjónarmið voru ekki reifuð í borg-
arstjórn en við það borð eiga öll mál
að vera leidd til lykta. Eftir blaða-
mannafund og undirskrift þóknaðist
borgarstjóra loks að ræða málin við
borgarráð. Það kalla ég málamynda-
viðræður því gjörningurinn var full-
komnaður fyrir,“ segir Svandís.
Ekki hægt að tala endalaust
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
stjóri er ósammála gagnrýni um slæ-
Ieg vinnubrögð meirihlutans. Hann
bendir á að viðræðurnar hafi staðið
lengi yfir. „Ég veit ekki lengur hvað
snýrupp ogniðurhjáminnihlutanum.
I þeirra stjórnartíð var undirrituð yf-
irlýsing um söluna og viðræður fóru
fram,“ segir Vilhjálmur. „Þetta voru
hálfgerðar sýndarviðræður í gangi
hjá fyrrverandi meirihluta enda lá
fyrir að Vinstri grænir vildu aldrei
selja, jafnvel þótt helmingi hærra
verð hefði fengist. Viðræður voru
búnar að vera í gangi í langan tíma.
Ég hef reglulega kynnt gang við-
ræðna á meðan þær fóru fram.“
Forkastanleg vinnubrögð
Ólafur F. Magnússon, borgarfull-
trúi Frjálslynda flokksins, tekur
undir gagnrýni Vinstri grænna og
undrast það hversu hratt málinu
var þrýst í gegn. „Okkur finnst það
forkastanleg vinnubrögð að
samkomulag náðist algjör-
lega án samráðs við kjörna
borgarfulltrúa. Samkomu-
lagið var tilkynnt í fjöl-
miðlum áður en búið var
að afgreiða málið í borgar-
stjórn,“ segir Ólafur. „Svona
stór ákvörðun á að hafa
fyrirliggjandi samþykkt
borgarstjórnar áður en hún
er tilkynnt opinberlega.
Vinnubrögðin eru algjörlega
á skjön við lýðræðið."
Röng tímasetning
Samfylkingin
hefur einna helst
gagnrýnt verðið sem
borgin fær fyrir hlut
sinn og segir það
fjarri því að vera
ásættanlegt. Aðspurð
segir Svandís Samfylk-
inguna hafa nokkuð til
síns máls í þeim efnum
Framgangur
meirihlutans er
óverjanlegur
Svandís Svavarsdóttir
borgarfulltrúi
Vinstri Grænna
og bætir við þeirri skoðun að ekki hafi
verið rétt að selja hlutinn á þessum
timapunkti. „Við spyrnum við fótum
gagnvart einkavæðingarstefnu rík-
isstjórnarinnar. I því umhverfi sem
blasir við, með ríkisstjórn svo fjand-
samlega almannahagsmunum, erum
við mótfallin því að losa núna um
hlut borgarinnar," segir Svandís. „I
fyllingu tímans teljum við rétt að
taka þetta skref en ekki við þessar pól-
itísku aðstæður.“
Hækkað verð
Aðspurður gefur Vilhjálmur lítið út
á þá gagnrýni sem fram hefur komið
á verð sem fékkst fyrir hlut borgar-
innar. „Fullyrðingar Samfylkingar-
innar um verðmiðann eru fráleitar og
algjörlega órökstuddar. Þegar R-list-
inn gafst upp í viðræðunum var talan
í 56,4 milljörðum en endar í 60,5 millj-
örðum. Við náðum í raun að hækka
verðið frá viðræðum sem áttu sér stað
hjá fyrrverandi meirihluta," segir
Vilhjálmur.
Hærra raforkuverð
Ólafur segir það skýlausa
kröfu F-listans að
Ég veit ekki
lengur hvað snýr
upp og niður hjá
minnihlutanum
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
borgarstjóri
Okkur finnst það
forkastanleg
vinnubrögð
Ólafur F. Magnússon
borgarfulltrúi
Frjálslynda flokksins
ábyrgðum borgarinnar fyrir virkjun-
arframkvæmdum verði að aflétta taf-
arlaust þar sem hún beri enga ábyrgð
hjá Landsvirkjun lengur. „Nú blasir
við einkavæðing fyrirtækisins en
ábyrgðir borgarinnar munu áfram
standa," segir Ólafur. „í kjölfarið
verður líklega Orkuveita Reykjavíkur
einkavædd og raforkuverð hækkar
til muna. Þetta þjónar klárlega ekki
almannahagsmunum.“
Vilhjálmur bendir á að það sé ekki
í valdi borgarstjórnar að ákveða
framtíð Landsvirkjunar. „Það bíður
Alþingis að ákveða hvort eigi að einka-
væða eða ekki. Við getum ekki sett
skilmála við sölu hlutarins um það
hvernig eigi að reka Landsvirkjun í
framtíðinni. Hins vegar verður Orku-
veita Reykjavíkur ekki einkavædd
í minni tíð sem borg-
arstjóri," segir
Vilhjálmur.