blaðið - 04.11.2006, Síða 8

blaðið - 04.11.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaftiö UTAN ÚR HEIMI SÚDAN Vígamenn myrða börn Friðargæsluliöar Afríkubandalagsins í Darfúr-héraði fullyrða að arabísklr vígamenn sem njóta stuðning súd- anskra stjórnvalda hafi myrt 63 í síðustu viku og þar af 27 börn undir tólf ára aldri. Fólkið var myrt í árás á búðir flóttamanna í vesturhluta héraðsins. NÍGERÍA Tímamót í jafnréttisbaráttunni Virginia Etiaba hefur tekið við embætti ríkisstjóra í Anambra-ríki í Nígeríu. Etiaba er sú fyrsta í sögu Nígeríu sem gegnir slíku embætti. Hún tók við embættinu eftir að ríkisþingið samþykkti að vísa Peter Obi úr því fyrir stórfelld afglöp í starfi. i-íi/i'Miimi^^^ Herinn í árásarstöðu Dagblaðið Washington Times fullyrðir að varnarmálayfirvöld hafi fyrirskipað hernum að vera reiðubúinn aö grípa til hernaðaraðgerða gegn Norður-Kóreumönnum í kjölfar þess að stjórnvöld í Pjongjang sprengdu kjarnorkusprengju 9. október. Þetta gerir það að verkum að hægt verður að grípa til hernaðaraðgerða með stuttum fyrirvara. Kjördæmisþing Framsóknar: Siv sögð andvíg atkvæðagreiðslu „Þetta er valdníðsla. Siv vill ekki fá mælingu því að hún veit hvernig hún kæmi út úr atkvæðagreiðslu.” Þetta sagði einn þeirra Framsókn- armanna sem í gær lýstu yfir vanþóknun sinni á þeim fregnum « sem þeim bárust &JP / um að ekki stæði til að kjósa um fyrsta sætið á kjördæmisþingi Suð- vesturkjördæmis í dag. Siv Friðleifsdóttir heilbrrgðisráð- herra sækist ein eftir fyrsta sætinu og að sögn heimildarmanna Blaðs- ins hefur hún beitt sér fyrir því að tillagan um fyrsta sæti verði ekki borin undir atkvæði. FRAMBJÓÐENDUR: 1. sæti: Siv Friðleifsdóttir 2. sætl Gísli Tryggvason Samúel Örn Erlingsson Una María Óskarsdóttir Þórarinn E. Sveinsson 3. - 6. sæti: Hlini Melsteð Jóngeirsson 4. sæti: Kristbjörg Þórisdóttir 5.-6. sæu: Gunnleifur Kjartanss „Það hefur verið gríðar- leg óánægja með vinnu- brögð hennar innan kjör- dæmisins þótt menn séu almennt ánægðir með störf hennar sem þingmanns og ráðherra,’ sagði annar viðmælenda Blaðs- ins. Annar sagði að menn vildu greiða atkvæði þótt enginn annar sæktist eftir fyrsta sætinu. Flokks- menn vildu lýsa yfir óánægju með vinnubrögð ráðherrans í kjördæm- inu. Þeir kvarta undan skorti á skoðanafrelsi. Öruggt er að kosið verður um aðra frambjóðendur. Baráttan um annað sæti hefur verið hörð og þykir víst að Gísli Tryggvason, Samúel Ö.rn. Erlingsson og Una María Óskarsdóttir skipti Kópavogsatkvæðunum nokkuð jafnt á milli sín. Þess vegna geta úrslitin í prófkjörinu ráðist með at- kvæðum Framsóknarmanna í öðrum bæjarfélögum. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. ReKstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 $ala@rv.is • www.rv.is Ry Vorum að fá nýja sendingu af sængurfatnaði Gæði, ending og góð þjónusta Mikið og gott úrval Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 * Reykjavík Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpapplrsvörur Til hátíðabrigða I verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum" með jólamynstri. Takmarkað magn er í boð! af surnum jólavarnmgi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV Rannveig Guðmundsdóttir: Vill Þórunni í fyrsta sæti ■ Hörð barátta ■ Sigursveitin vill forystu 1. sæti: Árni Páll Árnason lögfræöingur Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaöur 2. sæti: Katrín Júlíusdóttir alþingismaöur 2. - 3. sætl: Magnús M. Norödahl, lögfræöingur ASf Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Rannveig Guðmundsdóttir, fráfar- andi oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, ákvað í gær að lýsa yfir stuðningi við framboð Þór- unnar Sveinbjarnardóttur alþingis- manns i fyrsta sæti í prófkjörinu nú um helgina. „Ég ætlaði ekki blanda mér neitt í niðurröðun á lista eða annað slíkt. En eftir stuðningsyfirlýsingar for- ystumanna við ýmsa frambjóðendur ákvað ég að stíga fram og lýsa yfir stuðningi við þá manneskju sem mér finnst að eigi að leiða listann. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og hefur mikla reynslu og þekkingu. Hún á auðvitað að uppskera vegna þess,“ segir Rannveig. Af nítján frambjóðendum sækjast Árni Páll Árnason lögfræðingur og Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, eftir fyrsta sæti auk Þór- unnar Sveinbjarnardóttur. „Það er ekki skrýtið að Hafnar- fjörður sæki á í þessu prófkjöri því að sigursveitin okkar er þar. Sam- fylkingarmenn eru með sjö bæjarfull- trúa af ellefu í Hafnarfirði,“ bendir Rannveig á og bætir því við að þótt þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík séu átta starfi þar fyrst og fremst bara eitt félag. Félögin í Suðvesturkjördæmi séu sex og sveit- arstjórnarmenn Samfylkingarinnar margir. „Umræðan um bæjarmálin Þaðerekki skrýtið að Hafnar- fjörður sæki á í þessu prófkjöri Rannveig Guðmunds- dóttir, fráfarandi oddviti og landsmálin er mjög virk og hér eru fleiri þungavigtarmenn sem ræða um þessi mál en í öðrum kjör- dæmum. Og þess vegna vigtar það þungt þegar sterkir sveitarstjórnar- menn gefa út yfirlýsingar um hverjir eigi að vera í ákveðnum sætum,” segir Rannveig og leggur jafnframt áherslu á að í framboði séu margir öflugir og góðir félagar hennar. Katrín Júlíusdóttir, sem hefur setið á þingi í eitt kjörtímabil, berst um annað sæti við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Krist- ján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi. Um þriðja sætið takast á þau Valdimar L. Friðriksson alþingis- maður, Sandra Franks varaþing- maður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæj- arstjóri á Seyðisfirði, og Jakob Frí- mann Magnússon tónlistarmaður. Auglýsingar í prent- og ljósvaka- miðlum voru ekki leyfðar í Krag- anum fyrir prófkjörið nú frekar en endranær. Leyfilegt var hins vegar að gefa út bæklinga og auglýsa fundi með mynd af frambjóðanda. 2. - 5. sæti: Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Álftanesi 3. sæti: Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Islands Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri Valdimar L. Friöriksson alþingismaður 3. - 4. sæti: Sandra Franks varaþingmaður 4. sætl: Guðmundur Steingrímsson, blaðamaður og tónlistarmaður Jens Sigurðsson, formaður Ungra jafnaöarmanna I Kópavogi 4. - 5. sæti: Anna Sigríður Guönadóttlr, bókasafns- og upplýsingafræðingur Gunnar Axel Axelsson viðskiptafræðingur Sonja B. Jónsdótfif myndlistarkennari og kvikmyndagerðarmaður 5. sætl: Guðrún Bjarnadóttir sálfræðingur Bragi Jens Sigurvinsson umferðareftirlitsmaður 7. - 8. sætl: Bjarni Gaukur Þórmundsson íþróttakennari

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.