blaðið

Ulloq

blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 12

blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 12
blaði Útgáfufélag: Árog dagurehf. w Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarf ulltrúi: JanusSigurjónsson Skattsvik á háum stöðum Stjórnmálamenn svíkja undan skatti, ekki síst þegar prófkjör nálgast. Þetta er ljóst af fréttum Blaðsins síðustu daga. Rætt hefur verið við um- brotsmenn og aðra sem hafa verið ráðnir til vinnu af stjórnmálaflokkum eða einstökum frambjóðendum og samið um að þeir vinni svart. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Því miður er þetta hvorki einsdæmi né nýtt af nálinni. Fólkið sem setur okkur lögin er nefnilega ekkert endilega líklegra til að fara eftir þeim en við hin. Þetta sanna dæmin. Einn viðmælandi Blaðsins sagðist leita sérstaklega eftir því að vinna fyrir stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka vegna þess að þar væru góðar líkur á að fá svarta vinnu. Aðrir viðmælendur hafa haft orð á því að þeim hafi verið boðin svört vinna að fyrra bragði. Framámenn í stjórnmálum hafa sem sagt hvatt til skattsvika. Viðmælendur Blaðsins hafa unnið fyrir sjálfstæðismenn og samfylkingar- fólk. Það er engin ástæða til að ætla að fólk úr öðrum flokkum sé ekki selt undir sömu sök. Flestir forsvarsmenn flokkanna vilja ekkert kannast við skattsvik, alla vega ekki á skrifstofunum hjá sjálfum sér. Reyndar er það svo að flokk- arnir skiptast upp í ótal félög, kjördæmisráð, fulltrúaráð og hvað þær nú heita allar þessar stofnanir flokkanna. Þó það sé væntanlega misjafnt eftir flokkum getur hver og ein stofnun haft sjálfstæðan fjárhag og hver og ein beitt sínum aðferðum. Það er því víða hægt að svíkja undan skatti. Þetta viðurkennir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í við- tali við Blaðið. „Því miður er þetta landlægur ósiður og eitthvað sem þarf að taka á í atvinnulífinu. Flokkarnir eru líklega hvorki betri né verri en aðrir hvað þetta varðar.“ Það eru þó ekki aðeins umbrotsmenn og aðrir utanaðkomandi sem fá greitt svart, hvort sem það er frá flokkunum og flokksstofnunum sjálfum eða einstökum frambjóðendum. Fólk á kosningaskrifstofum fær í stórum stíl borgað undir borðið. Þeir sem borga launin verja sig stundum með því að segja þetta verktakagreiðslur og það sé viðtakendanna að standa skil á skatti. Þetta kann að vera rétt í einhverjum tilfellum en oft er þetta líka haugalygi. Og þó nótur komi fyrir greiðslu er ekki þar með sagt að skatt- urinn komist nokkurn tíma á snoðir um það. Nóturnar eru nefnilega fyrir bókhaldið og þeir sem skrifa þær hafa sumir fengið loforð um að enginn nema endurskoðandinn fái nokkurn tímann að sjá þær, allra síst skattur- inn. Nóturnar bera þess enda stundum merki, þar eru tilgreind laun en enginn skattur, hvorki virðisaukaskattur né tekjuskattur. Brynjólfur Þór Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM »ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN ÚR SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefúr unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skcið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana 12 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaöiö fYUi RQFfpu; eN tÓFlí VflH SAGT H VÆtþR. \?KI' VR Sm Sfgjj \ jvuSHWNflíR \ biuwím Samfylkingin á að vera 40% flokkur Nú í vikunni kom regluleg skoð- anakönnun Gallup sem sýnir Sam- fylkinguna með fylgi fjórðungs þjóðarinnar, 25%, og sem fyrr er hún næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Það er glæsilegur árangur sem jafnaðarmenn hafa náð á ör- fáum árum, að sameinast í einni fylkingu og skapa raunverulegan valkost við Sjálfstæðisflokkinn. En það er ekki nóg. ÁþessumvetriþarfSamfylkingin að gera tilkall til forystu fyrir land- inu og gera hverjum manni ljóst að kosningarnar í vor munu aðeins snúast um það hvort sérhagsmuna- gæsla Sjálfstæðisflokksins eða almannahagsmunir Samfylkingar- innar munu móta samfélag okkar næstu fjögur ár. Verkefni okkar er býsna einfalt. Við þurfum að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Aftur til framtíðar Við þurfum að taka forystu því stjórnarflokkarnir hafa gefist upp við efnahagsstjórnina. Verðbólga og ofurvextir eru veruleiki venju- legs fólks sem þeir hafa gefist upp fyrir. Það bitnar hart á ungu fólki og skuldsettu á meðan skjólstæð- ingar sérhagsmunaflokkanna hagn- ast á tá og fingri í stöðutökum. I því ástandi þarf þjóðin forystu sem þorir að kveðja íslensku krónuna og skapa hér aðstæður fyrir fólk og fyrirtæki eins og þekkjast í lönd- unum í kringum okkur. Við þurfum forystu sem getur skorið upp stagbætt bóta- og skatt- kerfi landsins sem er orðið svo flókið og óskilvirkt að þeir sem minnstar tekjur hafa borga hæstu skattana, en þeir sem mest hafa greiða minnst. Nú þegar vinnuafls- skortur er allsráðandi refsum við lífeyrisþegum fyrir sjálfsbjargar- viðleitni með því að taka af þeim yfir helming tekna þeirra í skatta Helgi Hjörvar og tekjutengingar meðan aðrir geta frestað söluhagnaði eða greitt miklu lægra hlutfall. Við þurfum fólk sem getur komið á einföldu skatta- og bótakerfi fyrir almanna- hagsmuni í stað skrifræðisbákns sérhagsmunaflokkanna sem bara þjóna sínum. Við þurfum forystu fyrir konur. 1 vor verður kosið um hvort kona verði forsætisráðherra, eða hvort við ætlum að bíða í aðra öld. Á hverjum degi eru framin mannréttindabrot á venjulegum konum í launamisrétti sem jafnvel nær til lífeyriskerfisins. Þar er þeim refsað með tekjum maka og ekki taldar sjálfstæðir einstak- lingar. í vinnunni er launamisréttið það sama og þegar ríkisstjórnin tók við fyrir tólf árum. En hún hefur óspart hækkað skatta á lágar og með- altekjur og því standa konur heldur verr en áður. Helmingur þjóðar- innar þarf nýja ríkisstjórn. Gæfa og getuleysi Það er gæfa okkar að vera rík að mannauði og auðlindum. Við eigum öflugt atvinnulíf sem skilar okkur sívaxandi tekjum. Það er þeim mun óskiljanlegra að við skulum sætta okkur við það getuleysi sem blasir við í stjórnmálunum. Það ógnar árangri okkar að ná ekki tökum á verðbólgunni, vera ekki í trúverðugu myntsamfélagi og auka svo á misskiptinguna að það skapar sundrung í samfélaginu. Við þurfum forystu sem ekki heldur að það sé verkefni stjórn- málamanna á 21. öldinni að koma með verksmiðjur handa fólkinu. Forystu sem veit að hlutverk hennar er að búa venjulegu fólki góð skil- yrði, efla menntun og skapa þannig atvinnulífinu almennar aðstæður til að blómstra. Það er kjarninn í Fagra Islandi og eftir honum kallar stærstur hluti venjulegs fólks. Þess vegna á Samfylkingin að vera 40% flokkur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar- innar í Reykjavík. PENZiMer hrein, tæroglitarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefnieða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM ínniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndur sem getasmitaðog eyðilagt flíkureðarúmfot. PENZIM Rt(»A«n4ír*w GEL VVTtH Al I.NAJI KAl St in » « tl'l MARINI EVWWÍ ,VJv jni Sl .« fe Uodr PENZIM RrfUvvtUStiH> LOTION VVItll A1J Wlt RAl wrut Attivi MARiM etisntm AtitJtKrUSUnfeftmJy Penzim fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. p e n z i m. i s Klippt & skorið Ossur Skarphéðinsson skrifaði á dögunum magnaða stjórnmálaskýr- ingu á vef sinn (ossur.hexia.is) um innanflokksátök í Sjálfstæöis- flokknum. Varla þarf að deila um það að Össur hefur með leiftrandi stíl, skarpskyggni # og fullyrðingagleði markað | sérbássem einn fremsti stjórn- málaskýrandi landsins. En svoverða menn líka að taka skrifunum með saltkorni, því auðvitað á Össur hagsmuna að gæta þegar hann segir sundrungu í liði helstu andstæðinga sinna. Og sumu er hagrætt, svo kenningin standist. Til dæmis má nefna að Össur segir rót átakanna vera hefndarþorsta þeirra, sem vilja „gjalda fyrir glæpinn í Ráðhús- inu, þegar Davíð Oddsson og Björn Bjarna- son stálu af Ingu Jónu Þórðardóttur oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins - korteri fyrir kosningar". En þá gleymir hann að hent- ugleikum því, að skoðanakannanir höfðu ít- rekað sýnt að sjálfstæðismenn og borgarbúar höfðu enga trú á því að henni tækist að end- urheimta meirihlutann í borginni. Ein könnunin sýndi meira að segja að þeir höfðu mun meiri trú á Eyþóri Arnalds til þess hlutverks, sem velti fyrir sér í fullri alvöru að bjóða sig fram gegn henni og stefndi allt í harðv- (tugt leiðtogaprófkjör, þegar Björn Bjarnason hjó á hnútinn með stuðningi beggja. Hitt er svo annað mál að Össur hefur sjálfsagt ýmislegt til síns máls um undiröldurót í Sjálfstæðisflokknum. Þannig hafa menn veitt farsanum í Norðvestur- kjördæmi athygli, en þarkepptu þeirBorgarÞórEinarsson,for- maður SUS og sonur Ingu Jónu, og Bergþór Ólason, aðstoðar- maður samgönguráðherra, um 4. sætið á listanum. Bergþór hafði betur í full- trúaráðskosningu, en þá dró Borgar sig í hlé og taldi hentugra að kona af Skaganum tæki það. Tilviljun ræður því svo að Herdís Þórðardóttir, móðursystir hans, sækist nú eftir sætinu. Segja gárungarnir augljóst að fjölskyldumálin verði í fyrirrúmi i komandi kosningum. andres@bladid.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.