blaðið

Ulloq

blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 16

blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaðið \ «'* • „Isaón"^- •- nr{t bú^t T^ti <****“. -*«•*** - m**®’ •** f y|» «** £ ***** * ’ jS_L_E__M_j£JÍ Afa^ hjalpIS <íEEv/*\ OÓN'-1 ^ ^RO-SAD Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Unglingarúm Barnarúm ijónarúm imið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. | 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Meðgöngu- fatnaður í miklu úrvali Einnig gjafabolir frá BooB PYRiT 5081522 opyrwtse Pólverj askrat tar og Litháahelvíti Ifyrragær sat ég í heita pott- inum í Vesturbæjarlauginni árla dags og var að hugsa um að fara að drífa mig heim. Þá komu hins vegar tveir ungir menn askvaðandi oní pottinn og tóku að spjalla saman af því- líkum ákafa að það var ómögu- legt annað en leggja eyrun við. Og samræður þeirra voru svo athyglisverðar að ég steinhætti við heimferðina og sat þarna dol- fallinn og hlustaði góða stund. Þetta hófst með því að annar sagði hinum að hann væri að reyna að selja bílinn sinn. Hann kvaðst búinn að auglýsa hann nokkrum sinnum en hefði ekki fengið neitt tilboð sem hann væri ánægður með. Og nú væri honum raunar skapi næst að taka fram í næstu auglýsingu að Pólverjum og útlendingum yfirleitt væri bannað að svara. „Þessir Pólverjaskrattar, þeir eru svo heimskir að þú trúir því ekki,“ sagði ungi maðurinn við vin sinn. „Og ekki eru þessir and- skotans Litháar skárri, það er nú svo heimskt lið að ég nenni ekki að standa í að tala einu sinni við þá.“ Safnast hingað vegna vægra refsidóma? Sú „heimska“ sem Pólverjarnir og Litháarnir höfðu gert sig seka um heyrðist mér helst felast í því að hafa lagt fram alltof lág tilboð í bílinn, og sömuleiðis að hafa pirrað unga manninn með því að vilja sífellt vera að segja honum frá högum sínum og kjörum - til að útskýra af hverju tilboðin væru ekki hærri. Og allt þeirra fas og hátterni væri reynar staðfesting á því hvað þeir væru „nauthelvítiheimskir“ og „algjörir fávitar", eins og ungi maðurinn sagði orðrétt. Þeir upphófu svo langar sam- ræður um útlendinga á íslandi sem þeir virtust sammála um að væru heldur ófélegur lýður. Fyrri ungi maðurinn tók að vísu fram að auðvitað væri ágætt fólk „þarna innan um“ en meiri- parturinn af þeim útlendingum sem þessir tveir höfðu komist í kynni við - fyrst og fremst um- ræddir „Pólverjaskrattar" og „Lit- háahelvíti“ - virtust annaðhvort vera heilalausir fábjánar eða stór- hættulegir glæpamenn, nema hvorttveggja væri. Þeir héldu því fram fullum fetum að vægar refsingar á íslandi við ofbeldis- glæpum, nauðgunum og þess háttar afbrotum væru orðnar frægar meðal óþjóðalýðs í veröld- inni, og því væri farið að safnast hingað „algjört skítapakk" sem færi vaðandi um með barsmíðum og nauðgunum. Og þeir kváðust hafa persónu- lega reynslu af því að þessir umræddu útlendingar hefðu engan áhuga á að samlagast landsmönnum heldur mynduðu þeir bara sínar eigin klíkur sem myndu með tímanum verða eins og ríki í ríkinu, ef ekkert væri að gert. „Alveg týpískur barnaníðingur..." Það var satt að segja heldur óhugnanlegt að hlusta á þetta. Ég hef hingað til ímyndað mér að málefni útlendinga á Islandi væru bara í furðu góðu lagi. Við þyrftum lítt að óttast þau ill- skeyttu vandamál sem margar aðrar þjóðir hafa þurft að súpa seyðið af. En þessir ungu menn virtust bera vandamálið utan á sér. Og það var þeim mun erfið- ara að hlusta á þá, að þeir voru greinilega ekki heiladauðir fá- ráðlingar sem aldrei höfðu til út- landa komið og ekkert upplifað annað en Island. Það kom fram í máli þeirra að báðir hafi verið töluvert erlendis, bæði í Banda- ríkjunum og í Asíu, og annar þeirra vitnaði Hka einu sinni í nám sitt í félagsfræði við Mennta- Ungu mennirnir tveir í heita pottinum telja sig áreiðanlega vera vel upplýsta, vel menntaða og veí fróða um samfé- lag sitt. skólann í Hamrahlíð þegar hann þurfti að rökstyðja einhverja for- dóma sína. Því fordómar voru þetta vita- skuld, vaðandi æpandi fordómar, og má taka til dæmis að þegar þeir voru farnir að ræða refsidóma yf- irleitt og lýstu sig báðir hliðholla dauðadómum yfir nauðgurum, sér í lagi barnaníðingum (og ég fann þá mér til skelfingar að það var ósköp stutt í að ég yrði þeim sammála), þá lýsti annar þeirra með mikilli hrifningu yfir því þegar hann hefði séð vestur í Bandaríkjunum áberandi skilti á opinberum stöðum þar sem vakin var athygli á tveimur barna- níðingum er byggju í viðkomandi hverfi - og annar mannanna „var svona latínói, alveg týpískur barnaníðingur... "Þarf bara eitt tvö mál í viðbót? Ungu mennirnir tveir í heita pottinum telja sig áreiðanlega vera vel upplýsta, vel menntaða og vel fróða um samfélag sitt. Þeir virtust vissulega hafa nokkra reynslu af næturlífinu þar sem þeir fullyrtu að „Pólverjaskratt- arnir“ færu um í hópum og vildu öðrum illt. Og ég fylltist aukinni svartsýni fyrir hönd íslensks samfélags. Getur verið að hér sé þrátt fyrir allt í uppsiglingu meiri háttar vandamál? Það hvarflaði að mér ekki þyrfti nema eitt tvö mál í viðbót þar sem útlendingar kæmu við sögu í líkamsárásum eða nauðgunum til að allt færi í bál og brand. Og ungu mennirnir í pottinum voru að minnsta kosti svo sannfærðir um að vanda- málið væri þegar fyrir hendi að það hvarflaði ekki einu sinni að mér að ávarpa þá og reyna að leiða þeim fyrir sjónir villu síns vegar. Því það rann upp fyrir mér að röksemdir mínar myndu ekki hljóma meira sannfærandi í eyrum þessara manna en áminn- ing Marteins Skógarmúsar: „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.